Blind rangsleitni auðhyggjunnar gerðu íhaldið og framsókn að þrælum græðginnar.


 


Auðhyggjan og græðgin hafa valdið ósvífnum og  hrokafullum  blekkingaráróðri í þjóðskipulagi sérhagsmuna og frjálshyggju kapitalisma um langan tíma .Hinar  innbyggðu meinsemdir auðhyggjunnar græðgin í formi einokrunar og fákeppni hefur stöðugt náð meiri tökum á viðskiptalífi þjóðarinnar.Þegar allt svo hrundi var búið að grafa undan meginefnahagsstoðum þjóðarinnar og nokkrir frjálshyggjumenn með aðstoð ríkisstjórnarinnar búnir að leggja undir sig  stærstu fjármálastofnanir landsins s.s. banka og nánast flest verðmætustu inn - og útflutingsfyrirtæki.

Allt var þetta gert með samþykki  Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.,sem seldu flokksbræðrum sínum öll helstu ríkisfyrirtæki þjóðarinnar á gjafverði.Þessa flokka vill þjóðin nú burt úr íslensum stjórnmálum,sem skilja eftir sig 1100 miljara þjóðarskuld. Viðskilnaði þessa flokka má þjóðin aldrei gleyma.Öll þau meintu fjársvikamál og glæpir sem að baki standa verða aldrei að fullu upplýstir,en af þeim eigum við að læra hvað ber að forðast um alla framtíðgrundvallast á.

 Nú ber að rýmka frelsið og efla lýðræðið,halda í heiðri heiðarlegar rökræður og skynsamlega gagnrýni.Tveir vel mannaðir vinstri flokkar eiga að geta og verða að byggja upp heilbrigðan pólutískan  vegvísir, sem  menningar - og heiðarlegt þjóðfélag grundvallast á.

Loksins er stundin að renna upp,nú verða Jafnaðarmenn hvar í flokki sem þeir standa að sameinast og sigra  með glæsibrag.Látum auðhyggjuna og græðgina renna sitt síðast skeið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband