Ætlar Steingrúmur J.að koma í veg fyrir viðræður um inngöngu í ESB

Þá loksins tókst að fella íhaldið og vinstri flokkarnir náðu meirihluta virðast VG.ætla að koma í veg fyrir aðildarviðræður við  ESB og að þjóðaratkvæðagreiðla fari fram um málið.Afstaða VG er ólýðræðisleg að reyna að fyrirgirða aðkomu þjóðarinnar  að málinu.Maður hefði þó haldið að þeir vildu rýmka lýðræðið og jafnframt efla frelsið.

Persónulega legg ég ekkert mat á inngöngu í bandalagið fyrr en niðurstöður viðræðna liggja fyrir.Ljóst má þó öllum vera að sameignir þjóðarinnar koma ALDREI til greina að verða hluti af slíkum  samningi við bandalagið.

Það ætti öllum að vera ljóst að þjóðin verður að fá nýja örugga mynt til að skapa nýjan grundvöll í viðskipa - og efnahagsmálum.Þessar kreppulækningar á krónunni hafa og munu ekki gera hana nothæfa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG setur fram hina mjög svo ólýðræðislegu kröfu um að þjóðin greiði atkvæði um það hvort að þessi 95% af aðildarskilmálanum séu tæk til að byrja með áður en ráðist er í að semja um þessi 5%.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband