Úræði ríkisstjórnarinnar v/húsnæðismála ómarkviss - skila engum árangri.

Háir vextir,mikil verðbólga og gengishrun krónunnar hefur grafið undan fyrirtækjum og heimilum.Yfir 40 þúsund einstaklingar eru með neikvæða eignafjárstöðu.Eitt er fullvíst að ekkert brennur þyngra á fjölskyldum í landinu.

Þessum málum verður ekki lengur velt á undan sér,niðurstða  ríkisstjórnar verður að liggja strax fyrir og koma til framkvæmda.Reyndar átti fyrrverandi ríkisstjórn að ljúka við tillögugerðir um aðstoð við heimilin og hefja aðgerðir til úrlausnar.Heimilin eiga ekki að þurfa að hanga lengur í algjörri óvissu og rugli stjórnmálamanna.Það er ekki endalaust  hægt að draga myrkur yfir höfuð varnarlausra fjölskyldna.

Heimilin verða að hafa forgang þar liggja rætur þjóðarinnar,þriðjungur þjóðarinnar býr við sívaxandi fátækt. Kreppulækningar ríkisstjórnarinnar leiða til þunglindis og ótta heimilanna.Þjóðin verður að spyrna við fótum,hætta að greiða vexti og afborganir af lánumm þar til ríkisstjórnin hefur greitt til baka þá fjármuni sem ranglega hafa verið teknir af lántakendum.Það styttist í alvarleg átök fólksins í landinu ef ekki verður strax gengið til verks  að hjálpa íbúðareigendum úr sínum rangsleitna skuldavef.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband