Uppgjör Icesave samningsins virðist vera orðið skilyrði SF fyrir inngöngu í ESB.

Þessi niðurstaða er hrein hrollvekja fyrir land og þjóð.Að VG ætli sér að samþykkja samninginn óbreyttan vekur mikla undrun,þar sem nú er ljóst að inngangan í ESB er tengd uppgjöri Icesave samningsins.

Það er ljóst að þjóðin er búin að samtengja þessi mál og innan tíðar hefjast fjölmennir mótmælafundir um allt land. Við sættum okkur aldrei við að borga erlendar skuldir meintra afbrotamanna,sem tóku  hundruð miljarða  kr.ófrjálsri hendi frá þjóðinni.Fyrrverandi ríkisstjórnir bera þar höfuðábyrgð fyrir stjórn - og eftirlitsleysi og jafnvel meinta aðstoð við svonefnda útrásarmenn.Það verður vonandi leitt í ljós í skýrslum þeirra sem rannsaka fall bankanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband