Icesave málið verður ekki óbreytt samþykkt á alþingi.

Icesave samkomulagið stenst ekki,þar sem engin ríkisábyrgð er á Tryggingasjóði innistæðu eigenda.Enginn ísl.ríkisábyrgð verði fyrr en eftir samþykkt alþingis.

Það er augljóst að ekki var leitað eftir viðeigandi ráðgjöf innan eða utanlands áður en Icesave samkomulagið var undirritað. Um það eru okkar færustu lagafrófessorar og hæstaréttalögmenn sammála.Íslendingar verða að óska eftir nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga og viðurkenna um leið handvöm og kunnáttuleysi  sitt við samningsgerðina bæði er lýtur að lagalegum og fjárhagslegum þáttum málsins.

Þó við ljúkum þessu máli ekki með reisn úr því sem komið er,skulum við samt í lokin gera það á  lögformlegan  og drengilegan hátt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband