Endur á tjörnum GKG golfvallar eru fastagestir mínir á vellinum - rauða blússan.

Vil leyfa ykkur að heyra skemmtilega sögu af öndum,sem halda sig á tjörnum golfvallarins í Garðabæ.Ég hef um nokkrurn tíma gefið þeim brauð þegar ég spila golf á vellinum.Ég hef átt golfbíl um nokkurt skeið,sem ég nota vegna smávandræða í baki .Emdurnar koma fljúgandi til mín þegar ég nálgast þær,klæddur  rauðri blússu.Sé ég öðruvísi klæddur t.d.í blárri blússu þá koma þær ekki til mín.Ég verð dálítið spældur,að þær skulu ekki elta mig persónulega heldur rauðu litinn á blússunni minni.Ég var nokkurn tíma að átta mig á þessu,hélt þær þekktu röddina,en nú er þetta fullreynt að ég tel.

Á s.l.ári þegar endurnar voru farnar af tjörnunum á golfvellinum langaði mig að vita hvert þær hefðu farið.Fór ég þá m.a.að tjörninni í Reykjavík og gekk umhveris hana.Sá ég þá m.a.nokkrar endur við brúna í nokkurri fjarlægð.Ég var náttúrlega í rauðu blússunn.Allt í einu syndir  ein öndin í áttina til mín og kemur upp á tjarnabrúnina.Ég þekkti hana strax,þar sem hún var dálítið hölt á vinstri fæti.Ég gaf henni brauðmola sem ég var með og svo skyldu leiðir okkar.Það skal tekið fram að þetta var fyrsta öndin sem hændist að mér á golfvellinum,þá með nokkra unga.Nú þarf hún að fá læknismeðferð með fótinn sinn,hún er orðin draghölt ,ég verð að hjálpa henni,hún á það sannarlega inni hjá mér fyrir vinskapinn.Ég hef yndi af öllum dýrum,nema helst kisu hún drepur fugla og mýs sér til ánægju fremur en matar.Þetta er hennar lífsmáti og það verður maður að virða og segja bara pass.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband