Hver fyrirskipaði að eyða heimildargögnum lögreglunnar um símahleranir og hver framkvæmdi þær?

Nú þegar sýslumaðurinn á Akranesi hefur lokið rannsókn á meintum símhlerunum hjá Jóni Baldvin Hannibaldssyni fyrrv.utanríkisráðhr.og Árna Árnasyni starfsm.í utanríkisráðuneytinu ,sem fyrirskipaðar voru af ríkissaksóknara.Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu ekkert í ljós ,enda fyrirfram vitað að öll vitnin í málinu gátu ekki greint frá málavöxtum,þar sem þau höfðu öll unnið trúnaðarheit sem löggæslumenn um þagnarskyldu í starfi.Undan þeirru þagnarskyldu hefði þurft að leysa þá með lagasetningu á alþingi hefðu menn ætlað í alvöru að fá niðurstöðu í málinu.Vitanlega átti dómsmálaráðhr.að hafa forgöngu um slíka lagabreytingu svo málið fengi eðilegan framgang.Þegar dómsmálaráðhr.kemur svo fram fyrir alþjóð  eftir að rannsókn lauk og lætur að því liggja eins og fleiri flokksbræður hans að Jón Baldvin   hafi verið með fleipur,engar símahleranir hafi farið fram á skrifstofu hans í utanríkisráðuneytinu.Björn Bjarnason vissi allan tíman að engrar niðurstöðu væri að vænta v/þagnarskyldu vitna í málinu.Þá er ekki heldur vænlegt til úrlausnar að lögreglan rannsaki meint brot annara lögreglumanna.Hins vegar fannst dómsmálaráðhr.það ágætis málsmeðferð,sem samræmdist lögum.

Dómsmálaráðhr.hefði hins vegar átt að beita sín með lögformlegum hætti fyrir rannsókn um hvaða  símahlerunar gögnum virðist hafa verið eytt (brennd)hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík,hvenær og hvar það var gert,hverjir framkvæmdu verknaðinn og hver fyrirskipaði gjörninginn.Þá mættii  upplýsa þjóðina um leynilega  samvinnu  Bandaríska sendiráðsins og varnarliðsins, við flokksbræður dómsmálaráðhr.í gegnum árin.Ég gæti hugsanlega veitt einhverja aðstoð við uppsljóstrun þeirra mála.Það þarf ekki að veita Jóni Baldvin neina aðstoð í þessu máli,það er ennþá óupplýst,enda fjölmargir endar lausir,sem ekki verða bundnir saman með svona rannsóknarmáta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Stjórnmál á Íslandi... hm?! Ég segi bara kvitt og takk fyrir færsluna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 21:02

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef þetta er almennt framkvæmt vantar Íslandi orðið stóra parta af sögu 20 aldarinnar. Þetta finnst mér að auki á þörf þess að setja upp "Sannleiksnefnd" þar sem að hægt sé að afla þessara upplýsinga frá fólki án þess að það þurfi að óttast saksókn. Þannig og aðeins þannig er hægt að fá þetta mál á hreint.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.12.2006 kl. 11:34

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þó ekki væri nema lítill hluti ásakana um hleranir sannur væri það nægilegt til að rannsaka ofan í kjölinn.  Rannsókn eins og hinn annars ágæti sýslumaður Skagamanna framkvæmdi getur aldrei leitt neitt í ljós.  Að telja almenningi trú um annað ber vott um heimsku og ósvífni, þ.e. ósvífni þeirra sem setja slíka "rannsókn" á stað og heimsku þeirra sem trúa.

Annars vorkenni ég Ólafi Haukssyni sýslumanni að hafa verið settur í þennan kattarþvott.  Hann á betra skilið. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 29.12.2006 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband