Fíflhyggju áróður Framsóknarfl.sker undan þeim sjálfum -Liggja marflatir við hlið íhaldsins.

Af hverju ræddu ekki form.framsóknarfl.og fylgdarlið hans við forsætirráðhr.Noregs um lánafyrirgreðslu Icesave málsins ef einhver alvara lá að baki.  ? Að ræða aðeins við flokksbræður sína  í Miðflokknum gat aldrei leitt til neinnar niðurstöðu þó þeir séu í norsku ríkisstjórninni.

Hér var því aðeins um áróðurbragð að ræða,sem átti að koma Framsóknarfl.vel og gera jafnframt Jóhönnu Sigurðard.forsætisráðhr.ótrúverða.Sannleikurinn var sá að Jóhanna og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar höfðu ítrekað  rætt við  Stoltenberg fjármálaráðhr..Noregs og fleiri áhrifamenn Jafnarmanna  um lán,en ávallt verið staðfest af þeirra hálfu ,að lánveitingin væri háð uppgjörinu við Icesave málið eins og önnur lán frá hinum Norðurlöndunum. 

Fyrstu alvöru spor Framsóknar leiðtogans sýna að hann þræðir dyggilega spor gömlu leiðtoga flokksins.Nýr Framsóknarfl.er ófæddur ,ný andlit breyta þar engu.Þeir liggja marflatir við hlið íhaldsins í fjötrum auðhyggjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segir þú, Kristján. Þetta leikrit framsóknarseppanna er hrein móðgun við heilbrigða skynsemi. Annars veit ég ekki hvort segja megi um norska miðflokkinn að hann sé "systurflokkur" framsóknarmanna. Eftir því sem mér er sagt af fólki, sem þekkir til í Noregi, sé þetta tiltölulega heiðvirður stjórnmálaflokkur, ef slíkt fyrirbæri er yfirleitt til. Það sama verður aldrei sagt um framsóknarmafíuna.

Rogastans (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband