Séra Gunnar Björnsson var sýknaður á báðum dómstigum,en samt færður til í embætti.

Á hvaða siðferðisgildum og kristilegum hugsjónum færir biskup Gunnar til í starfi.Fróðlegt væri að sjá hvaða réttlætis sjónarmið  biskup leggur til grundvallar sinni ákvörðun.Hvaða óhæfur framdi Gunnar í starfi,sem biskup sér,en ekki dómstólar.Sjálfsagt hafa heiðarlegar rökræður með skynsamlegri gangrýni farið fram meðal sóknarnefnda manna og sóknarbarna ,en þegar kristilegar tilfinningar takast á getur reynst erfitt að brúa bilið og ná fram fullum sáttum.

Það er mikill andlegur skaði fyrir  viðkomandi aðila að ná ekki fram sáttum.Þegar æðsta dómstól er ekki treyst af sjálfum biskupi þá er  siðferðisvitund ákveðinna aðila í byggðalaginu látin ráða för með aðgerð biskups.Þetta reiptog milli laga og trúar verður að leysa.Það er ekki hægt að búa við andstæðan boðskap Hæstaréttar og biskups.Kannski verður framtíðin þannig að engir utan fjölskyldunnar þori að faðmast.Mat á hvers konar kynferðislegri áreitni hefur verið mikið hert,jafnvel sjálfsagður hlýleiki getur verið misskilinn.Er hugsanlegt að framkoma Gunars hafi verið misskilin?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að vera mikil læti í kringum Gunnar.Tökum sem dæmi,hann var gerður brottrækur frá Önundarfirði,hann var gerður brottrækur frá Fríkirkjunni,og núna frá Selfossi.Eitthvað er bogið við þennan Séra.

Númi (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband