Skattsvikarar hljóti vægari refsingu,sem gefa sig fram innan ákveðinna tímamarka.

Í Bandaríkjunum hafa viðkomandi yfirvöld lækkað skattsektir, hafi skattsvikarar innan ákveðins tímabils greitt umsamdar sektir.Jákvæð viðbrögð í USA ættu að opna öðrum þjóðum leiðir til að ná að innheimta slíkar sektir.

Nú er rétti tíminn að láta á þetta reyna hérlendis.Verði viðkomandi skattsvikarar ekki við slíkum fyrirmælum  viðkomandi yfirvalda innan ákveðinna tímamarka,verði þeir dæmdir til fullrar refsinga og eignaupptöku.

Er Þjóðin ekki búin að fá nóg,að þurfa að greiða hundruð miljarða skuldir þessara manna með skattahækkunum,launalækkunum,almenn hækkun vöruverðs og hvers konar samdrætti á almennri þjónustu ?

40.þúsundir heimila í landinu og þúsundir fyrirtækja eiga ekki eignir fyrir skuldum.Framlenging lána ríkisstjórnarinnar er bara tímabundinn gálgafrestur.Hvenær brestur stíflan og afleiðingarnar flæða  yfir land og þjóð.Þolinmæði heimilanna er þrotin,hvernig hún veltir af sér græðgisvæðingunni og hinni óendanlegu spillingu kemur  í  fyllingu tímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband