Fiskveiðiheimildir verði auknar um 100.þús.tonn á ári næstu þrjú árin.

Ástand fiskistofna við Ísland hafa ekki í áratugi verið jafn góðir samk.niðurstöðum nýafstaðinna fiskirannsókna.Þetta eru góðar fréttir fyrir efnahag þjóðarinnar,nú er bara að nýta þær vel í þágu lands og þjóðar t.d. að koma í veg fyrir áætlaða hækkun skatta  lækkun launa og leiðréttingum á íbúðarlánum.Þá mætti jafnframt lækka erlend lán um a.m.k um helming

Svo virðist sem allir flokkar á alþingi núna séu samþykkir að auka verulega fiskveiðiheimildir nema VG.Hvaða tenging er á milli þeirra og LÍÚ ? Það hefur vakið mikla athygli að undanfarin 3 ár hafa Rússar veitt  árlega 2-3 sinnum meira magn af fiski en uppgefnar fiskveiðiheimildir þeirra sýna.Þrátt fyrir það hafa mælingar þeiira sýnt umtalsverða aukningu á fiskislóðum þeirra.Það virðist vera komin staðfesting á því ,að rannsóknir ísl.fiskifræðinga hafa ekki verið martækar um áratugaskeið er varðar aðferðarfræði    um verndun fiskistofna og stofnstærðir.

25. ára reynsla eða allt frá því að kvótinn var settur á 1984 hefur ekki tekist að byggja upp fiskistofna við Íslandsstrendur.Skipstjórar og ýmsir úgerðaraðilar hafa árum saman mótmælt þeirri aðferðarfræði,sem notuð hefur verið af fiskifræðingum til að auka fiskgengt hér.Við hefðum þó getað lært margt af Færeyingum og einnig ákveðna þætti frá Norðmönnum undanfarin ár.Kvótasala og okurleiga á fiskveiðiheimildum frá 1991 hefur setið í fyrirrúmi fiskveiðistefnunnar á Íslandi ásamt takmarkalausri græðgi.Afleiðingarnar hafa verið  augljósar í flestum sjávarbyggðum umhverfis landið.verðfall á húseignum, mínkandi atvinna og brottflutingar á fólki frá heimabyggðum.Þessar staðreyndir hafa blasað við þjóðinni í áratugi með fullu samþykki viðkomandi stjórnvalda Sjáfstæðis - og Framsóknarflokksins þrátt fyrir löggiltan eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiheimildum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sá vestfirski Einar Kristinn Guðfinnsson, jók fyrir nær ári fiskveiðiheimildir um 30 þús. tonn, féll fiskverð á Evrópumarkaði daginn eftir. Fiskheildsalar, sem eru ansi samtaka, hvað sem lögum Evrópusambandsins líður, fylgjast vel með hvað gerist þar sem fiskur er dreginn úr sjó og auknar veiðiheimildir þýða aukið framboð. Þetta segir manni að það þarf að auka aflaheimildir gætilega til að slíkt skili okkur auknum tekjum í kassann.

Pokamaður (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband