Er rétt að skrá fjárhagslega hagsmuni kjörinna borgarftr.Hvaða manndómi þjónar það.

Nú eiga allir borgarftr.að vera búnir að skrá fjárhagslega hagsmuni sína.Ég hef verið í nokkrum vafa um þessa aðgerð,tel reyndar hana höggva um of að persónulegum upplýsingum viðkomandi.Hins vegar tel ég sjálfsagt að borgarftr.og þingmenn framvísi  hegningarvottorðum áður en þeir eru kjörnir.Dugar þá ekki að viðkomandi fá uppreisn æru eða sakaruppgjör,eins og gerst hefur á alþingi. Til setu á alþingi hafa líka verið kosnir þingmenn með þunga refsidóma að baki,þeir hafa ekki einu sinni verið beðnir um sakarvottorð áður en þeir unnu sín þingmannaheit.

Löggæslumenn þurfa að sýna hreint sakarvottorð áður en þeir hefja störf.Sömu kröfur ætti  líka að gera til handhafa löggjafarvaldsins,þingmanna, ráðhr. og dómara.

Hins vegar tel ég að óviðkomandi aðilar eigi ekki að hafa frjálsan og tilefnislausan aðgang að fjárhagslegum hagsmunum umræddra aðila.Komi upp rökstuddur grunur um meint lagabrot t.d.þingmanna eða ráðhr.skulu þeir ekki njóta friðhelgis á þingi.Þessi friðhelgi er gömul eftiröpun erlendis frá.Brot á hegningarlögum þarf hugsanlega að endurskoða með tilliti til alvarleika afbrota og gildismats.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband