Núverandi leiðréttingar á íbúðalánaskuldum eru afglapaverk,sem standast ekki jafnræðisreglu

Samkvæmt síðustu aðgerðum bankana til lækkunar á höfuðstóli verðtryggða íbúðarlána vekur sérstaka athygli óeðlileg aðferðafræði milli lántakenda.Þar er lagt til grundvallar mismunur á fasteignamati og höfuðstól Þeir sem greitt hafa reglulega vexti og afborganir lána og verulegar fjárupphæðir inn á höfuðstól og staðið að mestu í skilum, fá nú margfalt lægri niðurgreiðslur af verðtryggðum lánum,en þeir sem eru í vanskilum. Þessar niðurstöður bankanna vekja enn meira athyglis sé  haft í huga,að þeir hafa eindregið hvatt lántakendur að greiða af höfuðstóli lána.Þeir sem fóru að ráðum bankanna og reyndu að standa í skilum eru nú þeir sem minnst fá.Hafa í reynd tapað sínu spari - og lánsfé m.a frá foreldum.Þessi framgangsmáti bankanna er hvoru tveggja í senn dómgreindarlaus og óheiðarlegur.

Hér er um mjög ósanngjarna afgreiðlsu að ræða,er lýtur að jafnræði lántakanda á sömu kjörum lána.Slíkar afgreiðslur bankanna og misræmi í meðferð fjármuna sýnir afar slæmt fordæmi og dómgreindarleysi.Vissulega hafa lántakendur mismunandi fjárráð,en það réttlætir engan vegin svona aðferðarfræði,enda ólíklegt að bankinn geti haft raunhæft yfirlit yfir fjárráðum og eyðslu heimila almennt.Nauðsynlegt er að kannað verði hvort svona málsmeðferð samræmis lögum eða sé einfaldlega  hundavaðsleg fíflhyggja.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband