Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Falliđ yrđi frá refsingu sjómanna og útgerđarmanna fyrir ađ upplýsa meint brot á fiskveiđilöggjöfinni.

Ţjóđin má ekki láta ţađ viđgangast lengur,ađ augljós meint afbrot ,sem varđar tugi miljarđa  árlega  á fiskveiđistjórninni séu látin afskiptalaus af viđkomandi stjórnvöldum.Í hverju byggđalagi umhverfis landiđ er fólk fullkomlega međvitađ um hversu víđtćk ţessi afbrot eru og gera sér fullkomllega grein fyrir alvöru málsins.Sú spilling sem fylgir ţessum brotum skapar virđingaleysi fólks fyrir lögum og reglum og reyndar Stjórnarskránni líka,ţar sem fiskurinn er lögum samk.sameign ţjóđarinnar.

Ţađ er fullreynt ,ađ stjórnvöld hafa engan vilja eđa getu ađ setja ný lög um fiskveiđistjórnun,en núverandi löggjöf veldur mestu um ţau alvarlegu afbrot, sem eiga sér  stađ.Ţar eru viss ákvćđi laganna eins og  framsal og leiga á kvóta o.fl.sem er innbyggt í kerfiđ ,sem beinlínis opnar smugur til lögbrota.

Í fyrri grein minni hef ég lauslega skýrt frá ađgerđum brota og sagt ađ sjómenn og útgerđarmenn verđi sjálfir ađ höggva á hnútinn međ ţeim hćtti ađ stađfesta skriflega allir sem einn,öll meint brot sín á fiskveiđilöggjöfinni, en ţćr skýrslur verđi  ekki afhentar viđkomandi yfirvöldum , fyrr en fyrir  lagi, ađ  alţingi hefđi stađfest ađ falliđ yrđi frá refsingu sjómanna og útgerđarmanna  vegna meintra brota á fiskveiđilöggjöfinni.

Sjómenn og útgerđarmenn leggi samtímis fyrir alţingi tillögur um nýja löggjöf á fiskveiđistjórninni,sem m.a.tryggi  óframseljanlegar fiskveiđiheimildir sjávarbyggđa og framsal og leiga á kvóta sé bönnuđ.Augljóst er ađ hluti af ađ núverndi kerfi, er varđar rekstur stćrstu útgerđarfyrirtćkjanna verđur ekki breytt á skömmum tíma,en ríkisstjórnin á strax ađ tryggja smćrri sjávarbyggđum varanlegar fiskheimildir,sem ţeir geta byggt framtíđ sína á.

Nú hćttum viđ ađ blađra um ţessi mál og látum verkin tala.Fyrrv.ríkisstjórn hefur ađeins sinnt hagsmunum kvótaeigenda.Ţessi mál varđa hagsmuni allrar ţjóđarinnar og ţví erum viđ öll ţátttakendur ađ eyđa ţessari meinsemd. 


Eru sjómenn og útgerđarmenn í herkví LÍÚ og Fiskistofu?Eiga sjómenn og útgerđarmenn ađ höggva á hnútinn?

Í mjög athyglisverđum Kompás ţćtti Stöđvar 2 fyrir nokkru síđan  kom m.a.fram ,ađ gýfurlegu magni af fiski vćri kastađ í sjóinn og ađeins verđmesta fiskinum landađ.Ţá kom einnig fram ,ađ landađ fćri fram hjá vikt í stórum stíl,hluti af lönduđum afla gefiđ upp sem ís ,magntölum á fisktegundum sé breytt í miklum mćli viđ löndun  međ ţví ađ setja verđminni fisktegundir efst í fiskkerin o.fl.Allir sem ađ ţessum málum koma virđast međvitađir eđa beinir ţátttakendur í svindlinu ,enda hagnast flestir vel á ţví. Eins og kunnugt er,er sökudólgurinn og orsakavaldurinn í allri ţessari rúllettu, lögin um fiskveiđistjórnun frá 1991,ţegar heimilađ var framsal og leiga á kvóta.Ţá opnuđust allar gáttir og hver reyndi međ sínum hćtti ađ hagnast sem mest á ţessu arfavitlausa kerfi.

Ţróunin hefur orđiđ sú, ađ leiguverđ á kvóta  er ţađ hátt,ađ engin rekstargrundvöllur er fyrir leigutaka, ađ hún beri sig ,nema ţverbrjóta lögin eins og lýst er hér ađ framan.Ţá er kaupverđ á kvóta svo hátt,ađ ţar er heldur enginn rekstrargrundvöllur og nýliđun í útgerđ óhugsandi.Ţađ sem vekur mesta athygli  nú, er algjört sinnulaysi og ţögn stjórnvalda.Ţađ er eins og allir séu múlbundnir eđa úrrćđalausir um ađ stíga fram og gera skyldu sína á ţessum vettvangi.Er herkví LÍÚ og fiskistofu svo sterk,ađ allir sjó- og útgerđarmenn séu međ skottiđ á milli fótanna af ótta viđ ţessa ađila.Ţađ hefur ákaflega lítiđ heyrst til Frjálslyndafl.um ţennan Kompás ţátt,vekur reyndar furđu mína.

Sjómenn og útgerđarmenn hljóta ađ gera sér grein fyrir ţví,ađ ţessu fiskstjórnunarkerfi verđur aldrei breytt nema ţeir hafi forgöngu um ţađ sjálfir.Er kannski til í dćminu,ađ ţađ sé flestum í hag ađ búa til svona svindkerfi,sem allir geti eitthvađ hagnast á?Hvar er eftirlit Fiskistofu og lögreglunnar,er búiđ ađ segja ţeim,ađ horfa fram hjá afbrotum af ţessum toga,sem ćtla má ađ varđi fleiri tugi miljarđa árlega.

Hvernig vćri nú, ađ hundruđ sjómanna og útgerđamanna um land allt myndu kćra sjálfan sig til viđkomandi yfirvalda fyrir ađ brjóta framkvćmd ţessa kolvitlausu laga og myndu ţannig reyna ađ knýja fram nýja fiskveiđilöggjöf.Slík ađgerđ vćri einsstök í Íslandssögunni og myndi vekja heimsathygli.Ţetta ţarf ađ skipuleggja afar vel og gerast samtímist um land allt.Nauđsyn brýtur lög,er gamalt og gott máltćki,sem svo sannarlega á viđ í ţessum málum.Hér er um ađ rćđa umfangsmesta spillingar - og sakamál Íslandssögunnar,sem  daglega siglir á sléttum sjó fyrir framan nefiđ á ríkisstjórn,alţingi og viđkomandi yfirvöldum.Eru ţađ ekki gjörspillt stjórnvöld,sem láta ţetta viđgangast?


Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar.Stefnt er ađ,unniđ ađ,móta skal,áhersla lögđ á.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru mörg áhugaverđ mál,sem hún ćtlar ađ láta til sín taka.Hins vegar finnst mér fjöldi mála hanga í lausu lofti vegna orđalags,sem ríkistjórnin getur auđveldlega skotiđ sér undan.

Ţarna kemur m.a.fram eftirfarandi setning:"Stimpilgjald verđi afnumiđ á kjörtímabilinu,ţegar ađstćđur á fasteignamarkađi leyfa."En hvađ,ef ţćr ađstćđur skapast ekki,er ekki stimilgjaldiđ líka alfariđ gjald sem rennur í ríkisstjóđ?

Stefnt skal ađ ţví ađ lćkka skatta á fyrirtćki og einstaklinga segir einnig í yfirlýsingunni.Af hverju ekki ađ segja ákveđiđ , ađ skattar skulu lćkkađir á kjörtímabilinu.

Fjöldi greina í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar eru mótađar af ţessu ţokukennda orđalagi,ađ stefnt sé ađ,unniđ ađ,móta skal,áhersla lögđ á o.fl.í ţeim dúr.Persónulega er mér afar illa viđ svona vilja yfirlýsingar ,ţó meiningin eđa hugsunin ,sem ađ baki liggur  lýsi góđum ásetningi,er ţetta opiđ í báđa enda og auđvelt ađ smokra sér fram hjá slíkum yfirlýsingum.Vonandi fćr ţessi stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar skýrara tungutak ţegar hún verđur til umfjöllunar á alţingi.


Geir ţorđi ekki ađ rugga skútunni,ađeins ein breyting á ráđherralista flokksins.

Ađeins ein kona á ráđherralista Sjálfstćđisfl.Ţorgerđur Katrín Gunnarsd.Sturla lćtur af ráđherraembćtti,samgöngumálaráđhr.og Guđlaugur Ţór kemur inn sem heilbrigđismálaráhr.Satt best ađ segja átti mađur von á frekari breytingum. Geir hafđi úr ađ velja hćfileikaríku,velmenntuđu fólki,sem hefđi svo sannarlega sett nýjan og ferskan blć á ríkisstjórnina og jafnframt skapađ jöfnun kynjanna innan ríkisstjórarinnar.Ţetta virkar á mig,ađ Samfylkingin verđur ađ draga plóginn.

Ég er mjög ánćgđur međ ráđherraval Samfylkingarinnar.Ingibjörg mun standa sig vel sem Utanríkisráđhr.eins og allt annađ ,sem hún tekur sér fyrir hendur.Össur er fjölhćfur og dugmikill og mun skila  góđu starfi sem Iđnađarmálaráđhr.Kristján Möller er forkur duglegur og fylginn sér og fékk Samgöngumálaráđurneytiđ og hentar  afar vel í ţađ embćtti.Jóhanna Sigurđardóttir á hreinlega heima í Félagsmálaráđuneytini,hún ţekkir ţar alla innviđi ,er afburđa dugleg, hefur ávallt jafnrćđi og réttlćti ađ leiđarljósi.Björgvin er ungur og fylginn sér og ćtti ađ  skila góđum árangri sem Viđskiparáđherra.Ţórunn Sveinbjarnard.ţekkir afar vel til umhverfismála,er dugmikil og víđsýn kona.Ţrjár konur og ţrír karlar,fullkomiđ jafnrćđi kynjanna,glćsilegt hjá Samfylkingunni.

Nú bíđur mađur bara eftir stjórnarsáttmálanum á morgun.


Enn og aftur er sala á kvóta ađ leggja sjávarbyggđir í rúst.Samfylkingin verđur ađ láta til sín taka í ţessum málum.

Nú er ţađ Flateyri,sem er ađ missa kvótann  ađ ţessu sinni úr sínu byggđalagi.Hátt í helmingur atvinnubćrra í manna í bćnum missir atvinnu sína og enginn veit hvađ viđ tekur.Á sama tíma verđa húseignir óseljanlegar og enskis virđi.

Mannlegar hörmungar vega sífellt ađ fólki,sem byggir atvinnu sína á fiskvinnslu.Framsal og leiga á fiskveiđiheimildum,sem alţingi samţykkti  1991 hefur leitt til ţess eins og alţjóđ veit,ađ flestar minni sjávarbyggđir hafa lent í miklum hremmingum.Ađ heimila sölu og leigu á  fiskinum,eru lög sem gengu gegn ákvćđum fyrri laga frá 1984 um ótvírćđan rétt ţjóđarinnar á sameigin alls fisks innan fiskveiđilögsögunnar.Allt kjaftćđi fyrrv.ríkisstjórnar ,ađ um nýtingarrétt fiskveiđihafa sé ađ rćđa eru blekkingar,enda sjá ţađ allir ađ međhöndlun útgerđarađila á öllum fiskveiđiheimilidum eru nýttar,sem um hreint eignarhald sé ađ rćđa.

Samfylkingin getur ekki gengiđ til samstarfs viđ Sjálfstćđisfl.án ţess ađ lögum um fiskveiđiheimildir verđi breytt.Fyrsta ađgerđ gćti veriđ ađ setja á byggđakvóta,sem vćri óheimilt  ađ selja eđa leigja út úr byggđalćginu.Ríkissjóđur leggđi byggđalögunum til fiskveiđiheimildir fyrir hćfilegt gjald,sem vćri  ađ hluta til viđbót viđ heildarkvóta landsmanna í dag.Nýliđun í greininni vćri hluti af ţessum ađgerđum.Hér verđur ekki greint frá ţeim heildarbreytingum ,sem ţarf ađ gera á ţessu helsjúka kerfi,ţađ tekur sennilega mörg ár.Viđ eigum ađ taka okkur til fyrirmyndar sjávarútvegsstefnu frćnda okkar Fćreyinga sóknarmarkiđ.


Ţingvallastjórnin skal hún heita.Samfylkingin mun verđa trú hugsjónum jafnađarmanna.

Ţingvallastjórnin mun verđa full sköpuđ innan ţriggja daga,eru nýjustu innanveggja fréttir frá samningum flokkanna,sem ganga vel.Sú ríkisstjórn,sem nú kveđur fćr falleinkun á flestum sviđum efnahagsmála,verđbólgu,háa vexti međ tilheyrandi verđbótum,útflutningsgreinar á heljarţröminni vegna sterkrar krónu,velferđakerfiđ međ ţúsundir sjúklinga á biđlistum, jafnréttismál í kyrrstöđu og kvótinn heldur áfram ađ rústa litlu sjávarbyggirnar.Ţađ verđur mikiđ verk ađ vinna ađ hreinsa upp eftir ţessa ríkistjórn.Ţar treystum viđ best Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur form.SF,hún sýndi hvađ í henni bjó ,sem borgarstjóri Reykjavíkur í 12.ár.Vonandi hressist  Sjálfstćđisfl.ađ fá ađ njóta samstarfs viđ hugsjónaríka jafnađarmenn. 

Íhaldiđ sendir Framsóknarfl. út í kuldann,allt traustiđ fariđ út í veđur og vind.

Tólf feit ár Framsóknarfl.í fađmi íhaldsins er lokiđ.Ţeir misstu 8.ţingmenn í samstarfi viđ íhaldiđ frá 1995.Ţeir ćtluđu samt ađ sitja áfram í ráđherrastólunum,ţó 5. ţingm.fćru nú fyrir borđ ţ.m.form.flokksins og ráđherra.Halda kjósendur Framsóknarfl.ađ ţingmenn ţeirra og ráđhr.hafi í ţessu samstarfi veriđ eitthvađ ađ hugsa um málefnalega stöđu flokksins.Nei svo sannarlega ekki,ţeir hugsuđu bara um eigiđ skinn og budduna sína.

Hugstjónamönnum í stjórnmálum fer stöđugt fćkkandi,stjórnarsáttmálar flokka er oftar en ekki innrömmun í orđi en ekki á borđi.Margsvikin kosningaloforđ er ţađ sem kjósendur verđa vitni ađ viđ hverjar kosningar og menn verđa undrandi ef einhver flokkur stendur viđ gefin loforđ.Almenningur treystir afar illa stjórmálamönnum eins og skođanakannanir hafa leitt í ljós,en lćtur samt draga sig á kjörstađ af einhverjum gömlum vana.

Nú fá Framsóknarmenn góđan tíma til ađ stoppa í götin og leita ađ nýjum formanni.Ţađ virđist ekki henta Framsóknarfl.ađ vega salt á miđjunni.Ţeir ţurfa ađ endurnýja sín pólutísku markmiđ ,vera ekki međ ţennan hrćrigraut til hćgri og vinstri.


Karlinn síbrosandi međ ruslatínuna og kerruna,heldur bćnum hreinum.

Ég hef árum saman horft á grannvaxinn,síđhćrđan og síbrosandi starfsmann í Garđabć,sem er á ferđinni um allan bć međ ruslatínuna sína og litla handvagninn.Ég hef nokkrum sinnum talađ viđ hann og síđast í dag.Ţađ er hreinlega mannbćtandi ađ tala viđ ţennan heiđursmann,sem búinn er ađ gegna ţessu starfi í 12.ár.Hann segist vera mjög ánćgđur međ ţetta starf,vera sjálfs síns húsbóndi,anda ađ sér fersku lofti og ţekkja mikiđ af góđu fólki.

Ef mađur gerir ekki of miklar kröfur í lífinu ţá er mađur alltaf sćll og kátur,sagđi hann.Hvađ finnst ţér um allt ţetta rusl,sem fólk er ađ kasta frá sér? Ég vćri ekki hér Kristján,ef ţessir sóđar vćru ekki til.Ţetta leiđir hvort af öđru tilveran er svo breytileg,sagđi hann og hló.Ţú veifar oft til vegfarenda ţegar ţeir fara fram hjá ţér,af hverju gerir ţú ţađ,spurđi ég.Hann svarađi ađ bragđi,ég vil vera vingjarnlegur og kurteis viđ alla,svo er líka gott ađ ţeir taki eftir hvađ ég er ađ gera,ţá vonandi fćkkar eitthvađ ţeim sem kasta ruslinu.

Ţađ er mannbćtandi ađ tala viđ svona mann,lífsgleđin, jákvćđnin,tillitssemi og kurteisin eru hans leiđarvísar í lífinu.Hann brosir og veifar til vegfarenda  hvernig sem viđrar og heldur stöđugt áfram ađ tína upp rusliđ,ţađ er náttúran sem geldur sóđaskapar,viđ verđum ađ vera umhverfisvćn,erum viđ ekki öll orđin grćn,sagđi hann brosandi um leiđ og hann kvaddi mig.Ćtli nokkur mađur vinni betra starf fyrir bćinn sinn,en ţess mađur? 


Samfylkingin lítur á Sjálfstćđisfl.sem höfuđandstćđing sinn í stjórnmálum.

Framsóknarfl.fékk verstu kosningaúrslit  í 90 ára sögu sinni rúm 11%.Formađurinn féll og einn ráđhr.flokksins einnig.Á Stór - Reykjavíkursvćđinu fékk flokkurinn ađeins einn ţingmann.Góđ kosningaúrslit Sjálfstćđisfl.leiddu hins vegar  til ţess, ađ ríkisstjórnin hélt velli međ 1.sćta ţingmeirihluta.Framsóknarfl.er varla búinn ađ sleikja sárin,ţegar hann lćtur ađ ţví liggja, ađ hann vilji halda áfram samstarfi í ríkisstjórn međ Sjálfstćđisfl.Hefur flokkurinn enga sjálfsvirđingu fyrir sjáfum sér eđa kjósendum.Ţjóđin gat ekki sent flokknum skýrari skilabođ um ađ halda sig utan ríkisstjórnar.

Ég ćtla ekki ađ koma fram međ á ţesssari stundu neinar ákveđnar tillögur um samsetningu nćstu ríkisstjórnar.Eitt get ég ţó sagt strax,ađ mér hugnast ekki samstarf Samfylkingarinnar viđ Sjálfstćđisfl.Ţađ yrđi til ađ sundra ágćtu samstarfi stjórnarandstöđunnar.Íhaldiđ mun leggja áherslu á ađ ná samstarfi viđ SF eđa VG til ađ splundra ţeirra samstarfi eins og ţeir hafa áđur gert.Ţađ getur reynst erfitt ađ koma saman sterkri stjórn.Viđ teflum Samfylkingunni í dag fram, sem ađalvalkost og mótvćgi fyrir kjósendur gegn Sjálfstćđisfl.um forustuhlutverk í stjórmálum framtíđarinnar , og viljum ekki eiga neina ađild međ ţeim ađ ríkisstjórn .Stćđarmundur flokkanna í 2.síđustu alţingiskosningum hefur veriđ frá 4 - 10%,sem er minni munur en á breska Íhaldsfl. og Verkamannafl.Ţeir flokkar  hafa fariđ međ ríkisstjórn landsins til skiptis,ţeir myndu aldrei fara saman í ríkisstjórn nema á ófriđartímum.

Sjálfstćđisfl.hefur látlaust allt s.l.kjörtímabil. veriđ međ róg og níđ um ISG ,af ţví hann lítur á Samfylkinguna vera sinn megin andstćđing.Viđ  jafnađarmenn lýtum  hins vegar á Sjálfstćđisfl.  höfuđandstćđing okkar í stjórnmálum,enda eru stefnumál flokkanna grundvölluđ, sem kunnugt er  á gjörólíkum lífsgildum,annarsvegar félagshyggju grundvallađa  á jafnarđarstefnu  og frjálshyggju kapitalisma íhaldsins.


Falli ríkisstjórnin,hlýtur stćrsti stjórnarandstöđufl.ađ fá umbođ til stjórnarmyndunar.

Samfylkingin á raunhćfa möguleika ađ fá umbođ  forseta Íslands til stjórnarmyndunar falli ríkisstjórnin.Ţjóđin  hefur ţá kveđiđ upp sinn dóm og hafnađ núverandi stjórnarflokkum.Á s.l.vetri var eins og kunnugt er gert samkomulag milli Samfylkingarinnar,VG og Frjálslyndra ,ađ fengu ţeir meirihluta í kosningunum myndu ţeir fyrst reyna stjónarmyndun.Ţađ vćri ţví eđlilegt,ađ forsetinn gćfi Samfylkingunni tćkifćri á slíkri stjórnarmyndun.

Ţađ er löngu tímabćrt,ađ Sjálfstćđisfl.fái hvíld frá stjórnarmyndun eftir samfelld 16. ár í ríkisstjórn og lengstan hluta s.l.aldar.Ţađ er hollt fyrir lýđrćđiđ,ađ breyta um stefnumál og hugsjónir í atvinnu - efnahags - félags -heilbrigđis og menntamálum.Ţađ er komin ákveđin ţreyta og framkvćmdaleysi í ţessa ríkisstjórn.Nú ţurfum viđ flokka sem standa m.a. vörđ um lýđrćđiđ,janfréttis - og umhverfismál og sýna sjálfstćđi og ábyrgđ á alţjóđavettvangi.

Hvert atkvćđi,sem Samfylkingin fćr, fćrir hún okkur nćr ţví , ađ fá umbođ til stjórnarmyndunar eftir kosningar og fá ţannig möguleika í stjórnarsáttmála viđ ađra flokka ađ koma okkar veigamestu málum á framfćri s.s.velferđarmálin o.fl.Jafnađarmenn um land allt klárum dćmiđ , viđ erum komin í innsiglinguna , ţađ eru bara sárafá áratök í lendingu.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband