Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Væri rétt að breyta 47.gr.umferðarlaga varðandi sýnistöku vegna gruns um neyslu áfengis - og fíkniefna.

Miklar umræður hafa farið fram vegna þvagsýnistöku,sem framkvæmd var af lækni og hjúkrunarfræðingi samk.fyrirmælum lögreglu  fyrir meinta neyslu á áfengi og fíkniefnum.Dögg Pálsdóttir.lögm.skýrði vel innihald 47. gr.umferðarlaga,sem tekur til þessa máls.Mörgum finnst aðgerðin,sem viðhöfð var við sýnistökuna vera hörð og  ómannúðleg.Valdsaðgerð sem þessi er lögreglunni og öðrum sem þar koma að afar erfið í framkvæmd og vissulega er full þörf á að reyna aðrar leiðir,sem gætu jafnframt fullnægt sönnunarskyldu lögreglunnar í viðkomandi málum.

Ýmsir hafa bent á,að hafni grunaður  sýnistöku,þá fái hann hæstu lögleyfða refsingu fyrir brotið.Svo einföld framkvæmd hefði sjálfsagt verið sett inn í lögin,sem voru endurskoðuð og breytt fyrir ári síðan.Vandamálið er m.a.að framburður grundaðra er oftar en ekki ómarktækur sökum ástands þeirra þegar þeir eru handteknir vegna áfengis - og fíkniefnaneyslu við akstur ökutækja.Lögreglan gæti því ekki tekið samþykki eða höfnun hins grunaða  til greina vegna ástands hans og yrði sjálfsagt kærð fyrir að hafa tekið framburð hans gildan.Þá þarf lögreglan að sjá til þess,að sýnistaka fari fram eins fljótt og auðið er.

Menn sjálfsagt vita,að lögreglan yfirheyrir ekki drukkna menn eða undir áhrifum fíkniefna,þar sem framburður þeirra er ekki marktækur fyrir dómi.Sjálfsagt er að skoða leiðir í þessum málum,sem gætu hugnast betur bæði grunuðum og lögreglunni í starfi.

Mér finnst afar ósanngjarnt ,að það sé verið að ráðast á lögregluna fyrir það eitt að gegna embættisskyldu sinni.Við eigum að sína löggæslunni virðingu  og hjálpsemi í starfi,þá skilar hún bestu störfum fyrir þjóðfélagið.  


Evran er gjaldmiðill stórfyrirtækja, en dvergmyntin krónan er fyrir launþega og smærri fyrirtæki.

Nánast öll stærstu fyrirtæki landsins nota evruna í sínum viðskiptaheimi.Þau þurfa stöðuga og trausta mynt í sínum viðskiptum  og verið samkeppnishæf á erlendum mörkuðum.Smærrir fyrirtæki og launþegar verða áfram að nota handónýta krónu,sem fer upp og niður eins og barómet. Ef þetta er framtíðar stefna ríkisstjórnarinnar í gjaldeyrismálum þjóðarinnar,þá er skammt í að botnhreinsa þurfi þjóðarskútuna.

Þarf ekki ríkisstjórnin að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa þjóðina hvað svona hundakúnstir þýða.Þá  þarf  Sjálfstæðisfl. líka að upplýsa þjóðina um tugi miljarða króna,sem ráðstafað hefur verið árlega án heimildar Fjárlaganefndar þingsins og Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemdir við. 


Hestaníðingur í beinni útsendingu sjónvarps -sýndi fúlmennsku og grimmdarverk.

Sjálfsagt hafa allir orðið sárir og öskureiðir að horfa upp á aðfarir níðingsins við hestinn á myndbandinu í sjónvarpinu .Ef satt reynist ,að lögregluyfirvöld ætli ekki að refsa níðingnum fyrir ódæðið,þá verður þjóðin að krefja lögregluna svara um ástæður þess.Ég tel að nafn - og myndbirting af níðingnum sé réttlætanleg og vona að fjölmiðlar séu mér sammála í þeim efnum.

Ég trúi ekki,sem fyrrv.löggæslumaður,að viðurlögum um níðingsverk á dýrum verði ekki framfylgt í þessu máli.Almenningsálitið myndi harðlega fordæma lögreglu - og dómsyfirvöld ef þau sinntu ekki lögboðinni  embættisskyldu  í málinu.Vonandi gefur lögreglan yfirlýsingu í málinu sem allra fyrst,svo fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um niðurstöðu þess.


Krónan þarf að vera 80 - 100 kr.pr.dollar - áður en við förum inn í ESB.

Í Kastljósi í kvöld skýrði Þorvaldur Gylfason prófessor frá því ,að gengi ísl krónunnar nú væri skráð alltof hátt ,þyrfti að vera 80 - 100 kr.pr.dollara.Hann taldi að Ísl. ættu að aðgæta vel að fara ekki inn  í ESB með ranglega skráð gengi,það gæti haft alvarlegar afleiðingar.Hann sagði líka að ríkisdæmi Íslendinga almennt væri ranglega metið út frá  hinu sterka gengi krónunnar.

Sjálfsagt bregður þúsundum Íslendinga við ,sem hafa tekið svonefnd myntkörfulán í gegnum bankana undanfarið.Það vekur furðu manns,að ekki skulu liggja fyrir neinar hagsýslutölur frá fjármálastofnunum og fyrirtækjum  um áætlaða stöðu krónunnar .Vitanlega er það breytilegt eftir fjárhagslegum aðstæðum  við aðal viðskiptalönd okkar,en eitthvert áætlað meðaltal þarf að vera til staðar,svo einstaklingar og fyrirtæki geti hagrætt sýnum viðskiptum og rekstri í samræmi við stöðu gjaldmiðils okkar. Þá ætti ríkisstjórnin ,Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins að taka þessum málum föstum tökum,þar sem verðlag í landinu grundvallast eins og kunnugt er að stórum hluta á gengi krónunnar á hverjum tíma.Hið fljótandi verðbréfagengi krónunnar ræður hennar för að stórum hluta,litli Seðlabankinn okkar er nánast bara nafnið eitt.


Rússneskar sprengjuflugvélar brjóta lofthelgi Íslands -Getur skapað hættuástand.

Fimmtán ár eru liðin síðan rússneskar hervélar komu að  Íslandsströndum.Þeim var þá ávallt mætt að bandarískum herþotum,þannig gekk það fyrir sig öll kaldastríðs árin.Þetta eru slæmnar fréttir og getur boðað breytt ástand rússneskra stjórnvalda gagnvart NATO ríkjum.Við þessu mátti reyndar búast þegar Bandaríkjamenn fyrir nokkru síðan tilkynntu aukin umsvif á staðsetningu flugskeyta í fyrrverandi ríkjum Varsjárbandalagsins vegna óvinveittra ríkja í miðausturlöndum.

Okkur stafar veruleg hætta af þessu flugi,þar sem rússnesku sprengjuflugvélarnar tilkynna ekki flugið inn á  Norður - Atlandshafs flugstjórnarsvæðið,sem Radsjárstofnun hefur eftirlit með.Ríkisstjórnin verður að mótmæla harðlega þessu flugi.Það er erfitt að spá í hvaða ástæður kunna að liggja til grundvallar þessu flugi.Er hún kannski táknræn af hendi stjórnvalda í Rússlandi að sýna herstyrk sinn vegna aðgerða Bandaríkjamanna í miðausturlöndum og víðar.

Nú ættu hernaðarandstæðingar að mótmæla þessu flugi við rússneska sendiráðið til að vera sjálfum sér samkvæmir.


Vindlingastubbar þekja gangstéttir og götur fyrir framan veitinga - og skemmtistaði.

Ríkissjóður græðir árlega tugi miljarða á sölu vindlinga.Ríkisstjórnin setur lög um að banna vindlinganotkun innanhús á veitinga - og skemmtistöðum og almennum vinnustöðum.Ríkisstjórnin setur reykingafólki engar reglur utanhús um að henda vindlingastubbum nánast hvar sem er.Gangstéttir og götur við veitinga - og skemmtistaði eru alþaktar vindlingastubbum.Oft má sjá ungmenni taka upp af götunum hálfreykta vindlinga og reykja þá upp til agna.Hér er því líka um að ræða mikinn sóðaskap og jafnframt verulega smithættu.

Ég tel að ríkisvaldið hafi gengið fram í þessum málum af tillitsleysi og yfirgangi við reykingafólk.Meðan vindlinganotkun er leyfilegur vímugjafi ber valdhöfum ríkisvaldsins að umgangast neytendur af tillitssemi og virðingu.Reykingafólk á ekki að þurfa að standa oft hundblautt utanhús við reykingar eins og einhverjir útigangsmenn.Það á að vera hverjum vinnuveitenda í sjálfsvald sett hvort hann setur um aðskilið pláss fyrir reykingafólk.

Ég reyki ekki og er því ekki neinn  talsmaður reykingafólks.Best væri að banna innan 3 - 5 ára tímabils allar tóbaksreykingar í landinu.Reyndar ætti Heilbrigismálastofnun Sameinuðu Þjóðanna að banna alla framleiðslu og neyslu á tóbaki innan ákveðins árafjölda,enda löngu vitað að skaðsemi reykinga er stærsti heilbrigðisskaðvaldur  í víðri veröld.


Skemmtistöðum í borginni sé lokað kl.þrjú,en nyrst á Granda séu næturklúbbar opnir til morguns.

Það verða að vera a.m.k.tvö megin borgarsvæði með breytilegum lokunartíma.Þegar skemmtistaðir miðborgarinnar loka t.d.um kl.þrjú þá getur fólk fengið sér góðan göngutúr út á Granda eða farið þangað með skipulögðum ferðum strætisvagna og  miðborgin tæmist.Þarna fær fólk ágætis valkosti að fara heim úr miðborginni og geta notið næsta dags eða halda áfram svallinu á næturklúbbum Granda og sofið úr sér vímuna næsta dag.

Þegar öllum skemmtistöðum miðborgarinnar var á sínum tíma  lokað kl.þrjú,fylltust göturnar af fólki og mikil bið skapaðist að komast heim til sín.Við þær aðstæður urðu oft mikil átök drukkinna manna,  skemmdir á eignum og hvers konar sóðaskapur.Skipulagsyfirvöld þurfa að taka á þessu máli og lögreglan verður að einbeita sér að úrlausn þessa mála.Miðborg Reykjavíkur er í dag sóðabæli um helgar og hættuleg vegfarendum.


Skemmuþjófurinn

Guðrún kemur inn með öndina í hálsinum og segir:"Skemman stendur opin ég held að þjófur sé inni í henni."Það getur ekki skeð segir Álfur."Álfur hleypur út að skemmudyrunum og kallar inn og spyr:"Er hér nokkur?" - og svarað er :"Hér er enginn."- "Ég vissi að það gat enginn verið," segir Álfur og læsir skemmunni,staulast síðan heim í bæinni og sest á rúmið sitt.Þá spyr Guðrún:Var nokkur í skemmunni? Álfur svarar:Þar sagðist enginn vera.Hver gat sagt það nema þjófurinn? Álfur hleypur aftur út að skemmunni og hittir þá svo á,að þjófurinn er með peningakistil í fanginu að troðast úr um skemmudyrnar.Álfur tekur þjófinn  og leggur hann og þrýstir að kverkum hans og segir að hann eigi alls kostar við hann,en biður þjófinn að liggja kyr meðan hann sækir ólarreipi inn í eldhúsið til að binda þjófinn með.Þegar Álfur kemur aftur er þjófurinn á bak og burt með peningakistilinn.Nokkru síðar fannst þjófurinn og þýfið og var hann dæmdur  til hýðingar,sem Álfur framkvæmdi.

Úrtak úr sögu Jónasar Hallgrímssonar skálds.Hver er Álfur nútímans og hver er þjófurinn? Er til einhver samsvörun við þá félaga?


Skrautsýning Gay Pride um næstu helgi - Er athyglissýkin að skemma fyrir samtökunum?

Markviss barátta samkynhneigðra á undanförnum árum fyrir réttindum sínum hefur skilað góðum árangri.Þeir hafa opnað dyrnar fyrir þúsundum Íslendinga,sem geta nú horft fram á veginn af öryggi og bjartsýni.Þessi barátta tekur samt seint endir,alltaf verða margir,sem sjá homma og lesbíur í öðru ljósi en gagnkynhneigðra.

Þessar miklu skrautsýngar á síðari árum til að sýna kraft og getu samtakanna eru að mínu viti komnar út í öfgar.Það er hægt að halda hátíðar á margvissari hátt með yfirveguðum hætti með því að höfða meira til tilfinninga fólks með látlausum tjáningum í stað hvers konar skrautsýninga, öskurs og trumbuslátta.Vissulega eiga samkynhneigðir að halda sína hátíð í miðbænum með ræðum,hljómleikum og ýmsum öðrum skemmtiatriðum.

Manni finnst að umgjörð sýninganna séu mótaðar af ákveðinni athyglissýki,sem yfirtekur góðan ásetning og getur skapað ákveðna tortryggni.

Gleðilega hátíð hommar og lesbíur.


Réttlætismál að hafa álagningaskrár opnar - Veitir aðhald að skattsvikum.

Ungir Sjálfstæðismenn hafa árum saman kvartað sáran yfir að skattaskrár séu opnar í nokkra daga eftir birtingu.Skattayfirvöld hafa ávallt ákveðið að hafa skrárnar opnar fyrir almenningi.Þetta er lýðræðisleg aðgerð fyrir jöfnum aðgangi allra að skránum,sem jafnframt mun vera gert til að skapa aðhald að skattsvikum.Hér erum við að ræða um opinbert fjármagn skattgreiðenda í sameiginlegan sjóð landsmanna.Það er eðlilegt að skattsvikarar séu mótfallnir slíkum birtingum,en af hverju ættu ungir Sjálfstæðismenn  að vilja setja ábreiðu yfir meint brot af þessu tagi?

Í þessum skrám sést greinilega,að margir þeirra sem stunda sjálfstæðan rekstur virðast ekki greiða skatta í  neinu samræmi við eignir og umsvif.Hinum almennum launþegum,sem greiða lögbundna  skatta af sínum tekjum sárnar eðlilega að sjá marga atvinnurekendur greiða  sáralítið til samfélagsins.Það er stór þáttur í lýðræðisskipun þjóðarinnar að hafa þjóðfélagið eins opið og gegnsætt eins og kostur er.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband