Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ástrali bauð sjálfan sig til sölu á eBay.

Hann brá á þetta ráð eftir að fimm ára hjónaband hans fór út um þúfur.Fölsk tilboð bárust á eBay eitt upp á 2.2 miljónir ástralska dollara.

Ástralinn sem reyndi að selja tilveru sína heitir Usher og býr í Berth.Þegar upp var staðið hafði hann þó grætt 400 þúsund dollara fyrir frumlega hugmynd til fjáröflunar.Kannski er þarna komin leið fyrir konur og karla,sem illa gengur að fanga sér maka.


Sofandi flugmenn fóru fram hjá áfangastaðnum - Mögnuð uppákoma.

Flugvél frá Air India á leið til Jaipur í Mumbai flaug fram hjá ákvörðunarstaðnum með báða flugmennina steinsofandi.Flugumferðarstj.tókst að vekja á neyðartíðni.

Hvað um flugfreyjurnar voru þær kannski líka steinsofandi ?Þetta vekur mann til umhusunar um,að víða liggja hættur í leyni.Varla fá þessir svefnvana flugmenn að fljúga oftar.Ætli manni verði hugsað til flugmanna í næsta langflugi?


Hver skoðanakönnunin rekur aðra sem staðfestir fylgishrun íhaldsins.

Þetta fylgishrun íhaldsins er bæði á landsvísu og í Reykjavík.Það þarf reyndar engan að undra,sem fylgist með stjórn efnahagsmála undir stjórn forsætisráðhr.að kjósendur yfirgefi flokkinn í stórum stíl.Úrræða -og skipulagsleysi á nánast öllum stigum stjórnsýslunnar er slíkt að undrun sætir.Engar aðgerðaáætlanir hafa verið gerðar af ríkisstjórninni til að hamla gegn okurvöxtum og óðaverðbólgu,sem eru að gera tugþúsundir heimila  gjaldþrota.Forsætisráðhr. reynir stöðugt að blekkja landsmenn um að,verðabólgan komi að stærstum hluta erlendis frá.Það er náttúrlega ósannyndi,nema er lýtur að eldssneyti,flotkrónan okkar er höfuð sökudólgurinn fyrir verðbólgunni og aðhalds - og eftirlitsleysi í verðlagsmálum,þar sem nánast engin samkeppni er.

Þá er einnig vitað,að ríkisstjórn íhalds og framsóknar eiga alla sök á óstöðugleika krónunnar.Þegar hin mikla útrás bankanna hófst og skuldsetning þeirra skipti þúsundum miljarða,máttu allir vita að Seðlabankinn hefði enga fjárhagslega getu til mæta því.Vitanlega átti strax,að aðskilja hin erlendu viðskipti þeirra frá innlendum rekstri þeirra.Nú hafa þeir engan hemil á græðgi peningavaldsins og okurvextirnir og verðbólgan æðir stjórnlaust um efnahgskerfi þjóðarinnar.

Fylgishrun íhaldsins mun halda áfram,það er ekkert sem bendir til annars.


Kjánaleg frétt um kylfubera Tiger Woods.

Í frétt mbl, kemur fram að Steve Williams kyfluberi Woods fái greiddar 145 mil.kr.á ári fyrir að það eitt að halda á golfpoka hans.Þetta er ekki rétt,starf kylfusveinsins er mjög fjölbreytilegt.Hann þarf að kynna sér gaumgæfilega alla velli sem Tiger keppir á,allt er fært til bókar sem viðkemur hverri braut,  flötum og næsta umhverfi.Hér er um mikið nákvæmisstarf að ræða,sem er aðeins á færi sérfræðinga að ráða fram úr.

Þá þarf kyflusveinninn að gjörþekka hið sálræna svið keppandans,því um helmingur golfsins varðar andlegan styrk hans við  breytilegar aðstæður á völlunum.Ég ætla ekki að reyna frekar að lýsa starfi kyflusveina,það er afar flókið,sennilega jafn breytilegt og fjöldi keppenda.Hins vegar er ljóst,að þeim Steve og Wodd kemur ákaflega vel saman,sé miðað við samstarf þeirra í golfinu. 


Önnum kafin utanríkisráðhr.okkar er nú stödd í Damaskus.

Hún fundar nú með sýrlendkum ráðamönnum um málaefni Mið-Austurlanda og málaefni Íraks og Íran.Hún vinnur að því að friður komist á fyrir botni Miðjarðarhafs.Hún er þegar orðin mjög víðförul eftir eitt ár í stóli utanríkisráðhr.Kannski erum við að eignast þarna alheimsfriðarboða eða eru þessar ferðir fyrst og síðast til að komast í Öryggisráð SÞ.

Það kemur illa við marga að heyra um þetta heimsflakk utanríkisráðhr.á meðan ríkisstjórnin er með allt niðrum  sig.Á ekki form.Samfylkingarinnar að spyrna við fótum í innanlandsmálum og koma fram ásamt samstarfsflokknum með aðgerðaráætlanir,gefa landmönnum von um uppstyttu t.d. í verðbólgu - og okurvaxtamálum áður en tugþúsundir heimila verða gjaldþrota og að flotkrónan okkar hverfi eins fljótt og auðið er.Það eru allir orðnir afar þreyttir á forsætisráðhr.okkar,nú beina menn augum til utanríksráðhr.að hún beini orku sinni og víðsýni í þágu eigin lands.

 


mbl.is Utanríkisráðherra fundar með ráðamönnum í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígaunar og betlarar falla ekki inn í íslenskt umhverfi.

Nokkuð hefur borið á Rúmenskum betlurum við innganga í verslanir undanfarna mánuði og nú handtók lögreglan á Selfossi Sígauna á götunni,sem voru að selja ódýra skartgripi eða eitthvað drasl,sem þeir töldu vera dýrasta skart.

Ég vil persónulega að þessu fólki sé vísað úr landi.Sumir telja að þessi lífsmáti fylgi fjölmenningar þjóðfélögum.Ég tel hins vegar að fólk eigi að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt,það á ekki að innleiða hér svona innblástur frá öðrum löndum.

Ég tel að stjórnvöld eigi að spyrna við fótum í tíma og koma í veg fyrir betl innlendra sem erlendra manna.


mbl.is Vafasamt glingur selt á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varað við SMS skilaboðum - þar er eigenda símanr.tilkynnt um vinning í happdrætti.

Vinningshafar eru beðnir að hafa samband í gegnum tiltekið netfang til að fá strax send 945 þús.pund ,sem svarar til 80 mil.kr.Hér er enn ein aðferðin til að svíkja fé út úr fólki.

Öllum ætti þó að vera ljóst,að hann vinnur ekki í happdrætti nema hafa tekið þátt í því.

Svarið ALDREI svona SMS skilaboðum,að þeim standa glæpaklíkur.


mbl.is Varað við SMS skilaboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisfl.tapar þriðjungi kjósenda sinna á landsbyggðinni samk.könnun Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisfl.og Samfylkingin mælast nú jafnstórir með 32% kjósenda og myndi hvor flokkur fá 21 þingmann,VG 11 og Framsóknarfl.Frjálslyndifl.fá 5 þingmenn hvor.

Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart.Forsætisráðhr.hefur enga opinbera stefnu í efnahagsmálum.Sagði reyndar í hátíðisræðu sinni 17 júní,að þjóðin ætti að spara.Frá honum hefur engin aðgerðaráætlun borist þjóðinni í vaxta - og verðbólgumálum.Tugþúsundir íbúðareigenda eiga ekki lengur fyrir skuldum,höfuðstóll af meðalháum íbúðarlánum hækkar á annað hundrað þúsund á hverjum mánuði meðan húsverð fer lækkandi.Íbúðarlán í erlendri mynt sem tekin voru  í gegnum bankana eru í mjög slæmum málum. Flotkrónan okkar er löngu síðan ónothæf mynt segja atvinnufyrirtækin í landinu og aðilar vinnumarkaðarins eru því sammála.Forsætisráðhr.og flokkur hans vill ríghalda í krónuna með tilstyrk Seðlabankans þó allir heilvita menn sjái að það er enginn grundvöllur fyrir því.

Kjósendur í landinu sjá þetta og hafna Sjálfstæðisfl.sem er í reynd ekki samstarfshæfur í ríkisstjórn.Hann vill engar aðgerðir nema styrkja bankana.Það má ekki skoða aðild að ESB og ekki heldur taka upp nýtt myntkerfi t.d.norska krónu.Það má ekki heldur endurskoða grundvöll neysluvísitölunnar,sem mælir verðbólguna.Þar má t.d. fella út ákveðna liði eins og húsnæðiskosnaðinn og kanna vægi og endurskoða aðra kosnaðrliði t.d.eldsneyti.Verðtryggingar lána á að fella niður eins og er inna ESB ríkja.Það á ekki sífellt að koma aftan að lántakendum með hækkun höfuðstóla lána.

Sjálfstæðisfl.er búinn að máta sig út í horn,hann hefur ekki lengur hemil á græðgi peningavaldsins og fjöldi kjósenda flýr nú flokkinn.Honum tekst ekki öllu lengur að ranghverfa málum og blekkja fólk,græðgin hefur nefnilega þann eiginleika að tortíma sér og draga niður með sér í fallinu þúsundir manna.Spurningin er hvort Samfylkingin verði flotkví fyrir íhaldið.


Eining samvinna og dugnaður ísl.kvennalandsliðsins til fyrirmyndar.

Sá íslenska kvennalandliðið vinna Slóveníu 5 - 0.Það er svo gaman að sjá þennan leiftrandi kraft og gleði sem einkennir leik liðsins.Samvinnan og leikskipulagið gengur eitthvað svo áreynslulíið fyrir sig,en er virkilega að virka.Ég held að karlalandsliðið okkar ,sem lengi hefur átt dapra leiki og er neðarlega á heimslitanum ætti að taka kvennalandsliðið sér til fyrirmyndar.Ég sé ekki betur en þær standi þeim framar í leikskipulagi,hafi betra úthald og sigurviljinn sé meiri.

Þjóðin á að sýna þeim í verki að hún meti árangur þeirra og fylla Laugardalsvöllinn.Um 4 þúsund áhorfendur voru á leiknum,það er alltof lítið.Það er löngu tímabært,að konur fái verðskuldaða eftirtekt,fjölmiðlar hafa lengst af gefið þeim litla athygli.Kvennalandsliðið okkar stendur nú hæst á tindi íþrótta hérlendis.

Til hamingju með frábæran leik og kærar þakkir fyrir skemmtunina.


Vanburða aðgerðir ríkisstjórnarinnar - vextir og verðbætur nú um 20%

Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa engin áhrif á vexti og verðbætur húsnæðislána.Hámarkslán fara úr 18 mil.í 20 mil.kr.og brunabótamat verður ekki lengur notað sem viðmiðun á lán.Lánin miðast nú við 80% kaupverðar húseignar.

Ég held, að ætti að gefa út allsherjar aðvörum til allra þeirra,sem hafa í hyggju að taka íbúðarlaán á þeim kjörum sem í boði eru.Okurvextir og verðbætur nálgast nú 20 %,sem þýðir í reynd aðeins eitt,að lántakendur lenda í skuldasúpu með höfuðstól lána,sem leiðir á skömmum tíma að eignir standa ekki undir skuldum.Nú er ekki hægt að treysta á að söluverð íbúða hækki  og mæti eins og áður var  hækkun höfuðstóls íbúðarllána.Ekki er ástand þeirra sem tóku erlend lán betri með dollarann á 82.60 krónur.

Um þetta grundvallaratriði fjallaði ríkisstjórnin ekkert um.Einu fyrirmælin sem þjóðin fær frá forsætisráðhr.er að spara.Hins vegar er ekki orð um að ríkisstjórnin gangi hægt um gleðinnar dyr,þar heldur áfram fjáraustrið.Nú þegar er orðið ljóst,að ríkisstjórnin getur ekki staðið við verðlags - og vísitölumarkmið sín við stéttarfélögin í landinu á næsta ári.Nú ættu þau að taka höndum og gera þær mótvægiskröfur,sem koma duga.Burt með krónuna,taka t.d.upp norska krónu og fá hingað erlenda banka til að skapa eðlilega samkeppni og eyða þeirri bankaógn samtryggingar,sem við búum nú við.þá kæmi sterklega til greina að setja hér upp einn ríkisbanka,einkabankarnir hafa nú þegar sýnt að þeir eru vanhæfir til að þjóna þjóðinni.Þar er enginn hemill á græðgi peninmgavaldsins.Þetta gæti orðið góður millileikur á meðan könnuð er aðkoma okkar að ESB.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband