Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Er Framsóknarfl.að smeygja sér bakdyramegin inn til íhaldsins ?

Ýmsar sögusagnir eru á kreiki um baktjaldamakk framsóknar við ýmsa forustumenn íhaldsins um samstarf.Svo langt hafa þessar umræður náð,að Framsóknarfl.hefur frestað að samþykkja tillögur VG og SF fram yfir helgi.Þetta sýnir eins og við mátti búast,að límið er ekki enn þornað milli Framsóknar og íhaldsins,þeir vilja ná fastatökum aftur á bönkunum.Núverandi formaður Framsóknarfl.vildi ekki taka þátt í umræðum VG og SF um stjórnarsáttmála,hann myndi skoða hann þegar hann væri tilbúinn væntanlega svo flokkur hans gæfist tækifæri að bera hann saman við tilboð frá íhaldinu,sem væri tilbúið eftir helgi.

Ef þetta reynist á rökum reist þá vitum við hvað er á milli eyrna nýja formannsins.Ef mér berast frekari upplýsingar læt ég vita.


Áhugaverðar bráðaráðstafanir ,sem útleið úr peningamálakreppunni.

Willem H.Buiter kynnti nýlega í erindi um veikleika íslenska bankakerfisins í heimsókn sinni hingað til lands nýlega,að til greina  kæmu tvær  hugsanlega leiðir til , meðan við bíðum eftir inngöngu í ESB.Önnur leiðin væri tímabundið samkomulag að nota t.d.gjaldmiðil Norðmanna eða Dana.Hin leiðin að gera evruna að gjaldgengri mynt,við hlið krónunnar.Það myndi leiða til þess  að fljótlega yrði evran aðal gjaldmiðill þjóðarinnar.Þegar svo kæmi að því að ákveða lokagengið,sem krónan yrði reiknuð inn í evruna, væri líklegt að síðasta krónan í umferð  yrði að finna " innrammaða upp á vegg inni á skrifstofu Seðlabankastjóra Íslands ".

Góðar tillögur sem ætti að skoða vandlega strax. 


Lýgin og græðgin hafa lifað góðu lífi saman hjá íhaldinu - Þjóðin ýtti þeim út,

Blind hugsjónaörbigð,þekkingaleysi og sljóleiki Sjálfstæðisfl.undanfarin ár í samfelldri stjórnarsetu er öllum ljós.Hnignun á réttarfarlegu lýðræði er öllum augljós og hvernig þessu öllu var í skinn komið að ljúga að fólkinu og falsa fréttir um dagleg tíðindi.Allt var þetta gert eftir" þjóðskipulagi " frjálshyggju kaptalisma frá Bretlandi og Bandaríkjunum.Fjöldi hérvillinga innan Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.hleyptu þessari auðhyggju lausri af básnum  með því að gefa bankana til flokksbræðra sinna.Allir þekkja nú framhaldið, sem er gjaldþrota þjóð.

Nú er þjóðin loks laus við íhaldið,stöðugir ótmælendafundir tugþúsunda manna muldu ríkisstjórnina niður.Samfylkingin kvaddi íhaldið,þó forsætisráðhr.reyndi að faðma og kissa utanríkisráðhr.Hún var búin að fá margfalt nóg af aumingjahætti og aðgerðarleysi íhaldsins í nánast öllum málaflokkum.

Hennar tími var loks komin,Jóhanna Sigurðard.mun leiða næstu ríkisstjórn fram að kosningum 9 maí n.k. Við sjáum vonandi nýjan ráðherralista í kvöld.


Geir hafnaði SF um að losa sig við Seðabankastjóra - Fast skot Ingibjargar dugði.

Eftir að viðskiptaráðhr.sagði af sér og Fjármálaeftirlitið,töldu flestir víst að forsætisráðhr.myndi sjá til þess,að Seðlabankastjóri myndi fá poka sinn ásamt öðrum yfirmönnum bankans og jafnvel fjármálaráðhr.einnig.Sú varð ekki raunin,þá skaut Ingibjörg föstu skoti á Geir.Hún vildi að Samfylkingin fengi forsætisráðhr.embættið fram að kosningum og tilnefndi Jóhönnu Sigurðard.til að gegna því.Þá gæti Jóhanna vikið seðlabankastj.frá og hafist jafnframt handa að vinna ýms þau störf,sem forsætisráðhr.hefur ekki haft manndóm til að gera.Þessu hafnaði Geir og þar með var stjórnin fallinn.

Nú eru nokkrar pólutískar leikfléttur í gangi.Fyrst má ætla að SF og VG með hlutleysi Framsóknar ræði saman.Þá muni Sjálfstæðisfl.ræða við Framsókn.Þjóðstjórn er þriðji valkosturinn,en ólíklegt er að Geir fá samþykki hinna flokkanna fyrir að sitja áfram sem forsætisráðhr.Utanþingsstjórn fram að alþingiskosningum 9. maí skipuð okkar færustu sérfræðingum ásamt erlendum aðstoðarmönnum á sviði efnahags - og bankamála væri að mínu viti besti valkosturinn.Slíkri stjórn væri einnig falið að gera tillögur um  Stjórnarskrárbreytingar og einnig á  kosningalögum o.fl.

Ég dáist af dugnaði og krafti Ingibjargar, hún ætlar sýnilega ekki að láta íhaldið loka sig inni í svínastíu eins og Framsókn gerði.Mikið veik heldur hún enn um stýrið,inn og út af spítölum,en kemur gallhörð til baka.Nú skulum við öll standa þétt að baki hennar,hún er öðrum fremri til að sigla þjóðarskútunni í  höfn.


Nú er kominn tími á utanþingsstjórn - Löggjafarþingið hefur engar úrlausnur.

Þegar þjóðargjaldþrot vofir yfir verðum við rýmka lýðræðið og efla frelsið.Framkvæmdavaldið er nánast allsráðandi enda sitja ráðherrar þess beggja megin borðsins með löggjafarvaldinu.Flokksveldið hefur ráðið ríkjum,lýðræði hér  að mestu nafnið eitt eins og Stjórnarskráin ber ljóslega með sér.

Utanþingsstjórn valinkunnra sérfræðinga,sem hafa ekki setið á alþingi ættu m.a.að gera veigamiklar breytingar á eignar og nýtingarétti auðlenda  til lands og sjávar.Þá yrði landið gert að einu kjördæmi til að jafna vægi atkvæða.Allar sameignir þjóðarinnar væru lögbundnar í Stjórnarskrá lýðveldisins.

Slík utanþingsstjórn gæti setið a.m.k.eitt ár  og séð til þess að rannsóknir á meintum efnahagsbrotum s.l.8 ár yrðu fullrannsökuð.Þar yrðu þingmenn og ýmsir embættismenn ekki undanskyldir frekar en yfirmenn og eigendur bankanna.Við verðum að breyta  auðhyggjuásýnd græðginnar og þeirri stjórnmálafíflhyggju,sem er eins og illkynjað þjóðarmein. Hinar innbyggðu meinsemdir frjálshyggju kapitalisma hafa allar ratað hingað.Þjóðin mun ekki láta lemja sig linnulaust,hún mun hugsa skýrt, rökrétt og óhlutdrægt.Þeir stjórnmálamenn,sem setið hafa á löggjafarþinginu undanfarin ár eiga ekkert erindi þangað framar.


Aðgerðir mótmælenda munu harðna - Samfylkingin á leið úr ríkisstjórn.

Engin aðgerðaráætlun né nýr stjórnarsáttmáli hefur litið ennþá dagsins ljós frá ríkistjórninni.Hér er náttúrlega átt við aðgerðir gegn atvinnuleysi,verðbólgunni og verðtryggingu íbúðarlána,okurlánum,hátt matar-og eldsneytisverð og myntbreytingu.Mótmælendur vilja eins fljótt og auðið er nýjar alþingiskosningar.

Þá legg ég til að mótmælum verði frestað fram yfir helgi.Drukkið fólk er ekki góður félagsskapur til mótmæla með.Við verðum að leggja okkur fram,að mótmælin fari eins friðvænlega fram og kostur er,þannig bera þau sterkan og jákvæðan árangur. Þau hafa skilað mjög marktækum árangri og ríkisstjórnin er að falli komin.Við rekum endahnútinn á það eftir helgi með tugþúsundum manna í miðborg Reykjavíkur.Síðan höldum við sigurdag þegar löggjafarþingið yfirgefur þinghúsið.


Þjóðargjaldþrot með 2,8 þúsund miljarða skuldabagga - 3500 fyrirtæki í gjaldþrot.

15o miljarða halli á fjárlögum 2008  -  áætlað er að 17 - 20 þúsund manns verði atvinnulausir - skuldir (verðtryggingar íbúðarlána) yfir 30 þúsundir heimila umfram eignir -  tugþúsundir verða gjaldþrota - ætla má að 3500 fyrirtækja fara á árinu í gjaldþrot - heildarskuldir ársins verða 2,4 - 2,8 þúsund miljarðar kr.sem gerir um 7-8 miljónir kr.á hvern einstakling í landinu.

Verst af öllu við þessar aðstæður er að engin aðgerðaráætlun kemur frá ríkisstjórninni.Fyrirtæki og fólkið í landinu hefur ekki lengur fast land undir fótum.Engar upplýsingar koma heldur frá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn þeim víðtæku meintu þjófnuðum bankanna,sem hafa gert landið gjaldþrota.Kannski er þetta ein samofin glæpaklíka fjármálafyrirtækja og stjórnsýslunnar,sem lét þetta allt saman ganga yfir þjóðina. af yfirlögðu ráði. Yfir 100 dagar eru síðan bankarnir voru teknir yfir,en formleg sakarrannsókn er ekki en hafin.Hverjum er verið að þjóna ?Þeir eru ennþá að róta yfir skítinn úr sjálum sér.Eina von þjóðarinnar til að losna undan þessu fári er að fram fari þingkosningar sem allra fyrst.Þá fyrst getum við stígið á hemil græðginnar og totímt henni.

 


Situr ríkisstjórnin í skjóli lögreglunnnar ? Lögreglan gæti hagsmuna allra.

Lögreglan á að gera gera sér ljóst,að það slæma efnahagsástand ,sem við búum við í dag er fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn um að kenna.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið brugðust algjörlega eftirlitsskyldu sinni gagnvart bönkunumn og ríkisstjórninni var fullkunnugt um í hvað stefndi.Óðaverðbólgan,okurvextir,verðtryggingar og hin handónýta kr.o.fl.eru allt tilkomið vegna úrræðaleysis, spillingar og vísvitandi  afglapaverka og  blekkinga.

Hnignun á réttarfarslegu lýðræði,og auðhyggjan hefur rekið ósvífinn hrokafullann og forhertan blikkingaáróður.Ósannar staðhæfingar,rangar skilgreiningar og röksemdir frjálshyggju kapitalisma undanfarinn áratug hafa leitt þjóðina út í þá ófæru,sem við höfum fest okkur í.

Þegar reiði fólksins og sorg brýst út í formi mótmæla gegn ríkisstjórninni á hún að biðja þjóðina afsökunar og segja af sér,en sitja ekki við völd í skjóli lögreglunnar.Lögreglan á ekki að verja ríkisstjórnina,sem eru örlagavaldar þjóðargjaldsþrots,hún á að verja þjóðina gegn þeim glæpamönnum,sem ríkisstjórnin hefur stutt til valda á fjármálasviðinu. Ef lögreglan myndi tilkynna ríkisstjórninni,að hún myndi ekki telja sig umkomna að veita þeim vernd,myndi ríkisstjórnin verða að segja af sér og boða til kosninga eða að utanþingsstjórn  tæki tímabundið við stjórn þangað til alþingiskosningar færu fram.Skora á bloggara að láta skoðun sína í ljós.


Flýtimeðferð inn í evróska myntbandalgið - Lærum af endalausum mistökum.

Aðild að ESB og myntbandalagi er fljóvirkasta leiðin til að tryggja þjóðhagslegan stöðugleika og byggja upp trúverðugleika landsins til framtíðar.

Tafarlaus mannaskipti í Seðlabankanum,Fjármálaeftirlitinu og sjálfri ríkisstjórninni.Alþingiskosningar fyrrihluta sumars.

Edda Rós Karlsdóttir,hagfræðingur,telur núverandi  fyrirkomulag peningamála,með gjaldeyrishöft og háa stýrivexti ,sameina það versta í peningaheiminum.Okkur vantar trúverðuga framtíðarsýn,aðgerðaráætlun til nokkurra ára,svo fyrirtækin og fólkið í landinu viti að hverju það gengur.Þá verðum við að fá gagnsæja og samræmda upplýsingagjöf um rannsókn bankahrunsins til að skapa framtíðartraust á fjármálakerfinu.

Við þurfum að læra af mistökum fortíðar,en horfa nú fram á veginn inn í framtíðina af bjartsýni og djörfung.


Verða Kaupþingsbankarnir og Glitnir sameinaðir og seldir erlendum bönkum ?

Ríkissjóður verður kjölfestir í Landsbankanum.Innan 6 mánaða verður kr.um 90 -100 kr.miðað við gengi dollars,henni verður þá væntanlega skipt í evrur.Rekstur Sparisjóða verður tryggður.Ég hef reynt í stuttu máli  að lýsa því,sem líklegast sé að gerist í fjármálum þjóðarinna á næstu mánuðum.

Við verðum að reyna að draga fram í dagsljósið bjartari myndir af fjármála ástandi þjóðarinnar.Nú eru það heimilin og atvinnan ,sem verða að sitja í fyrirrúmi.Læt þessar vangaveltur nægja að sinni,læt ykkur vita ef frekari upplýsingar verða á vegi mínum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband