Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Verður Icesavesamningurinn samþykktur með skýrum endurskoðunarákvæðum ?

Flest rök hníga að því að samningurinn verði samþykktur,en þó með þeim formerkjum af hálfu alþingis að ríkisábyrgðin verði tengd skýrum endurskoðunarákvæðum,þar sem greiðsubyrgði ísl.ríkisins verði stórlækkuð   miðað við greiðsluþol þjóðarinnar á hverjum tíma..Jafnframt verði áréttað  í samningnum að ísl.stjórnvöld afsali sér ekki rétti til málshöfðunar hér á landi,en eins og kunnugt er geta aðeins þjóðir inna ESP nýtt sér Evrópudómstólinn.Viðkomandi ríki Holland og Bretland yrðu að kæra Íslendinga fyrir Héraðsdómi óski þeir málsmeðferðar.

Nýr samningur milli þessara þjóða væri þó besti kosturinn í stöðunni til að leiða þessi mál til lykta.Hæfir innlendir og erlendir sérfræðingar utan ESB ríkja myndu verða tilkvaddir til að gera slíkan samning.

Það eru harðir kostir að ísl.þjóðin verði að gangast undir svona órétti og beri þungar byrgðar vegna aðgerða fjárglæfra og meintra glæpamanna.Þetta særir svo djúft réttlætis - og frelsiskennd þjóðarinnar.Auðhyggjan hefur rekið um árabil ósvífinn hrokafullan blekkingaáróður undir merkjum frjálshyggju kapitalisma.Uppskeruna sjá allir í dag,meinssemd græðginnar er nú öllum augljós.

 

 


Fjarlægðarmælingar með mælitækjum verði bönnuð á golfvöllum.

Nú er farið að nota síma til að reikna út vegalengdina frá kúlu að holu.Áður hafa golfleikarar notast við teigamerkingar og brautarhæla til að miða við vegalengdir á golfvöllum.Þessi nýja tækni með Sony Eirícsson og Samsung er á sinn hátt áhugaverð tæknilega séð,en svona reiknikunstir hafa reyndar verið notðar áður við vegalengdarmælingar.

Persónulega er ég mótfallinn þessari tækni,hver leikmaður á að ákvarða vegalendir og viðeigandi kylfur hverju sinni,hún er ein af  veigamestu ákvörðunartökum golfleikarans. Við eigum ekki að tæknivæða golfið til að gera það auðvelara,höldum okkur við góðu gildin og reglurnar í golfinu.Næst verður sjálfsagt farið að vindmæla hraða og kylfur notaðar í samræmi við það.

Við höfum slæma reynslu af breyttum aðferðum í frjálsíþróttum,látum ekki það sama henda okkur með golfið.


Fjárnámsbeiðnir í Reykavík eru á þessu ári 10500,en allt árið 2008 9500

Á einu og hálfu ári hafa því orðið 20.þúsund fjárnámsbeiðnir í Reykjavík,en á öllu landinu á sama tíma  um 40,þúsund.Þessar tölur sýna okkur hvert stefnir.Hverjar eru tillögur ríkisstjórnarinnar í málefnum íbúðareigenda og fyrirtækjanna.Veit það nokkur maður ?Greiðslufrestir íbúðarlána og frysting lána til 3. ára leysir engan vanda.Stöðugur ótti fólks við þessar aðstæður brýtur niður heimilin.Árin sem fara í hönd  munu skipta sköpum fyrir börn þessa lands.Nú þurfa allir að' taka höndum saman og verja yngstu kynslóðina,hún þolir ekki heimilishald,sem byggist á áhyggjum og kvíða.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband