Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Verstu ótíðindi í sögu Morgunblaðsins - Lesendur flykkjast umvörpum frá blaðinu.

Oft hefur fíflhyggjan gengið fram af þjóðinni,en auðhyggju ásýndin aldrei verið augljósari en nú.Eitt er víst að Mogginn átti ekki þetta skilið,hann hefur yfirleitt þjónað sínu hlutverki vel.

Það setur að manni þunglyndi að upplifa svona ráðingu.Hvað næst?Segja upp Mogganum meðan Davíð Oddsson situr í sæti ritstjóra.Pólutískur vegvísir hans er öllum kunnugt,enda skorið sig djúpt í endurminningar þjóðarinnar.


Frystu fiskmeti úthlutað óheypis til heimila,sem þurfa á því að halda.

Ljóst er fjöldi heimila á ekki peninga til daglegra matarkaupa.Ríkið ætti að heimila fiskveiðar á nægu magni fyrir þessi heimili og greiða útgerðarkosnað þar að lútandi.Einnig þarf að koma upp frysti - og kæligeymslum.Hér er ekki um stórar fjárupphæðir að ræða,fiskurinn er sameign þjóðarinnar,sem ekkert þarf að greiða fyrir.

Hjálparstofnanir myndu skipuleggja og framkvæma afhendingu fisksins samkvæmt ákveðnu úthlutunarkerfi,svo fiskmetið færi til réttra aðila.Fiskur er eins og kunnugt er á mjög háu verði í verslunum og ekkert bendir breytinga á því.


Tiilögur til úrlausnar íbúðarlána - tillögur ríkisstjórnarinnar vanhugsaðar.

Ríkissjóður ,bankar og aðrir lánveitendur leysi til sín skuldsettar íbúðir og leigi þær aftur á sanngjörnu verði til fyrri eigenda,sem jafnframt fengju forkaupsrétt.

Nefnd skipuð öllum viðkomandi hagsmunaaðilum,ákveði kaupverð bankana og ástand íbúða.

Skilyrt er að íbúðareigandi hafi greitt tilskilin gjöld af lánum.( vextir afborganir )

Yfirskuldsettar eignir sem ekki hefur verið greitt af tilskilin gjöd fari í gjaldþrotameðferð.

Þeir sem hins vegar hafa ekki getað  staðið í skilum vegna atvinnuleysis,veikinda eða annra ástæðna fái sértækar úrlausnir sinna lánamála.

Ég hef einnig áður sett fram hugmyndir um að íbúðarlán verði lækkuð frá 1.júlí 2007 sem svarar verðtrygginu,en hún verði síðan afnumin í áföngum eigi síðar en 1.jan 2010


40 % af sameign þjóðarinnar fiskurinn veðsettur fyrir lánum í Íslandsbanka.

Nú eru erlendir skuldhafar að eignast 95% af Íslandsbanka.Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru afar sátt við þessa niðurstöðu og innan tíðar mun Kaupþing einnig verða selt erlendum aðilum.Þjóðin hefur ekki verið upplýst um hina nýju eigendur ,er þó ærið tilefni til

Hins vegar verður fróðlegt að sjá hvernig ríkisstjórnin mun standa að veðsetningu lána útgerðarinnar hjá hinum nýju erlendu eigendum bankans,en eins og kunnut er fiskurinn sameign þjóðarinnar.Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja munu vera um 600 miljarðar,sem er að stærstum hluta veðsettar í óveiddum fiski til fleiri ára. Um 40% útgerðarlána munu vera í Íslandsbanka,svipað hjá Landsbanka,en minnst hjá Kaupþingi.

Standi útgerðin ekki í skilum  með lögboðnar greiðslur til bankanna og komi til  gjaldþrota verður ríkissjóður að bera tjónið,sem eigandi sameignarinnar fiskinum í sjónum.Þarna gæti hæglega verið að opna dyr fyrir  skuldafeni  á þjóðinni (engu minna en Icesave ) t.d.með samdrætti á fiskveiðum,verðlækkun afurða o.fl.

Þá verður einnig fróðlegt að sjá hvernig íbúðarlánum heimilinna verður komið fyrir hjá hinum erlendum bönkum eða á íbúðarlánasjóður einn að sjá um þau.?


Bólusetning gegn reykingum eftir fáein ár góðar fréttir.

Umræður um að lögleiða bann á Íslandi við  tóbaksreykingum er hugmynd,sem yrði afar erfitt að framfylgja.Hins vegar er sjálfsagt að reyna eins og mögulegt er að draga markvist og skipulega úr notkun reykinga,sem er orsakavaldur flestra dauðsfalla í landinu.Við höfum reynslu af lögboðnu banni á ávana og fíkniefnum.Talið er að aðgerðir löggæslunnar og meðferðarstofnana  dragi úr um 10 - 12 % neyslu efnanna.

Það mætti áætla að smygl á hvers konar vindlingum myndi aukast mjög mikið bæði með skipum,flugvélum,farþegum og póstsendingum.Hækkun verðs á vindlingum hefur líka í för með sér aukningu á smygli tóbaks,tel reyndar af fenginni reynslu að það skili ekki tilætluðum árangri.

Ég hvet  hins vegar alla landsmenn að styðja vel við aðgerðir þeirra,sem vinna gegn tóbaksneyslu,það er ekki aðeins vegna heilbrigðismála, það kostar einnig fjárhagslega gífurlegar upphæðir.


mbl.is Bólusetning gegn reykingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð hugmynd Bjarnar Harðarson um fjárhagsvanda heimilanna.

Á blog síðu Bjarna í gærdag kom fram áhugaverð hugmynd um hvernig fjárhagsvandi heimilanna varðandi íbúðarlán verði best leystur.Hann telur að hið opinbera leysi til til sín eignir og leigi þær aftur á sanngjörnu verði.Þetta er einföld og gæti verið skilvirk leið ef rétt er að henni staðið.Þá er einnig rétt að hafa í huga hvaða viðmiðun  verði notuð við verðákvörðun íbúða og hvaða aðilar myndu framkvæma hana.Það verður strax að losa skulduga íbúðareigendur úr snöru verðtrygginga,það eiga lánveitendur og ríkisstjórnin að gera.

Einafaldleikinn er oftast besta lausnin og þess vegna styð ég þessa tillögu og tel hana góðan grundvöll til að byggja á.Vona að stjórnvöld skoði þessa hugmynd vel. 


Endur á tjörnum GKG golfvallar eru fastagestir mínir á vellinum - rauða blússan.

Vil leyfa ykkur að heyra skemmtilega sögu af öndum,sem halda sig á tjörnum golfvallarins í Garðabæ.Ég hef um nokkrurn tíma gefið þeim brauð þegar ég spila golf á vellinum.Ég hef átt golfbíl um nokkurt skeið,sem ég nota vegna smávandræða í baki .Emdurnar koma fljúgandi til mín þegar ég nálgast þær,klæddur  rauðri blússu.Sé ég öðruvísi klæddur t.d.í blárri blússu þá koma þær ekki til mín.Ég verð dálítið spældur,að þær skulu ekki elta mig persónulega heldur rauðu litinn á blússunni minni.Ég var nokkurn tíma að átta mig á þessu,hélt þær þekktu röddina,en nú er þetta fullreynt að ég tel.

Á s.l.ári þegar endurnar voru farnar af tjörnunum á golfvellinum langaði mig að vita hvert þær hefðu farið.Fór ég þá m.a.að tjörninni í Reykjavík og gekk umhveris hana.Sá ég þá m.a.nokkrar endur við brúna í nokkurri fjarlægð.Ég var náttúrlega í rauðu blússunn.Allt í einu syndir  ein öndin í áttina til mín og kemur upp á tjarnabrúnina.Ég þekkti hana strax,þar sem hún var dálítið hölt á vinstri fæti.Ég gaf henni brauðmola sem ég var með og svo skyldu leiðir okkar.Það skal tekið fram að þetta var fyrsta öndin sem hændist að mér á golfvellinum,þá með nokkra unga.Nú þarf hún að fá læknismeðferð með fótinn sinn,hún er orðin draghölt ,ég verð að hjálpa henni,hún á það sannarlega inni hjá mér fyrir vinskapinn.Ég hef yndi af öllum dýrum,nema helst kisu hún drepur fugla og mýs sér til ánægju fremur en matar.Þetta er hennar lífsmáti og það verður maður að virða og segja bara pass.


Tillögur um úrlausnir á íbúðarlánum - skuldir heimilanna 1500 miljarðar.

 Lækka vexti ,afskrifa eins mikið og hægt er af skuldum og lækka þannig greiðslubyrgði heimilanna eru m.a. þau vandamál sem stjórnvöld standa andspænis í húsnæðismálum..Hinn stóri undirliggjandi vandi er verðtryggingin og hin handótnýta mynt,sem valda stærstum hluta verðbólgunnar.Frá 1. júlí 2007 til 1.sept.2009 hafa verðtryggð íbúðarlán hækkað um 35% - 40% ,en erlendu verðtryggðu gjaldeyrislánin um 75 - 100 % á sama tíma.    

Þetta sífellda tal fyrrv - og núverandi ríkisstjórnar um óskilgreinda greiðsluaðlögun er eins og óútfylltur víxill,það veit engin hver upphæðin er.Um 40 þúsund heimili skulda hærri upphæðir en eignastaða þeirra er og hundruð  heimila bætast við þann skuldalista á hverjum mánuði.

Ég tel að ætti að miða núverandi verðtryggingu íbúðarlána við júlí 2007,hafa hana óbreytta frá þeim tímamótum og lækka lánin sem því nemur.Verðtrygginin verði síðan afnumin að fullu í  tveimur áföngum fyrir 1.jan.2010.Best væri vegna verðtryggingarinnar,að lánveitendur keyptu allar skuldsettar íbúðir ,sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna og leigðu þær  síðan  út til fyrri eiganda,sem hefði forgangskauparétt yfir ákveðið tímabil.Þetta gæti verið  þrátt fyrir allt hagkvæmasta leiðin út úr þessum ógöngum íbúðarlána.Tillagan er einföld í framkvæmd, auðskilin og laus við allar flóknar reikningskúnstir

Tillöga  Framsóknarfl.um 20% flatan niðurskurð  skulda er ekki ein og sér nothæf ,skapar of mikinn ójöfnun og aðstöðumun eftir fjárhæðum lántakenda.  Hugmyndir Samfylkingarinnar um að frysta og lengja skuldahala íbúðarlána a.m.k.  fimm ár,skilyrt væri að  greitt  hafi verið tilskilin afborgun og vextir  af lánunum þann tíma.Þessi hugmynd er óraunhæf,enda nýtur hún tæpast  meirihluta alþingis .Hugmyndir VG um að greiða lántakendum fasta upphæð og vinna að niðurfellingu verðtryggingar gæti verið raunhæf að vissu marki.

Allir stjórnmálafl.lofuðu tillögum í húsnæðismálum heimilanna fyrir kosningar,en enginn hefur komið fram með nothæfar tillögur ennþá.

 


Niðurgreiddur matur þingmanna á meðan þúsundir landsmanna skortir mat.

 Hvert sem maður fer heyrir maður frásagnir af fjárvana fólki,sem ekki getur greitt afborganir og vexti af íbúðarlánum og neyðin er slík hjá þúsundum heimila,sem verða stöðugt að leita til hjálparstofnana vegna fjárskorts fyrir daglegum nauðsynjum.Þetta ástand fer síversnandi á sama tíma situr ríkisstjórnin,alþingsmenn og starfsmenn þingsins aðgerðarlaus og háma í sig niðurgreiddan mat á kosnað fólksins í landinu.Reyndar gildir sama um starfsmenn ráðurneyta og ýmsar stofnanir ríkisins.

Ríkisstjórnin átti fyrst af öllu í sínum fjárhagslegu aðgerðum að skoða ástand og lífsafkomu sinnar eigin þjóðar og meta síðan hvort hægt væri bæta  Bretum  og Hollendingum hluta af því tjóni,sem þeir urðu fyrir.Nú er komið að skuldadögum,þá er  þjóðin sett niður í hyldýpi erlendra skulda, launalækkanir  og skattahækkun. Á sama tíma hækkar einnig allt verðlag á vörum og þjónustu.

Nú er  þjóðin loks búin að fá meira en nóg af afleiðingum græðginnar og blekkingum stjórnvalda.Þjóðin lifir í hvíldarlausum ótta við fjárhagslegar afleiðingar fortíðar og því sem við tekur í fjármálum ríkisvaldsins .Nú eru það heimilin í landinu sem munu innan tíðar mótmæla og krefjast leiðréttingar á sínum kjörum,ella víki ríkisstjórnin og viðtaki utanþingsstjórn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband