Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Undir 10% þjóðarinnar treysta ekki þinginu að fara með löggjafarvald þjóðarinnar.

Fyrir þessu kunna að vera ýmsar ástæður,sem rekja má að nokkru leiti fram á s.l.öld.Svikin kosningaloforð þingflokka og ýmsar óhæfur fyrir alþingiskosningar er alþekkt er varðar ýmsa þýðingarmikla og viðkvæma málaflokka.Þá eru ósannar staðhæfingar,rangar og gallaðar skilgreiningar um málefnalegar aðkomur flokka og þingmanna að ýmsum þingmálum.Stjórn - og skipulagsleysi þingsins eru flestum kunnar.

Stundum virka þingmenn  eins og  trúfífl,þar sem skynsemisheimskan ræður að mestu ríkjum.Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt og virt alþingi .Aðkoma þings og getuleysi ríkisstjórnar að bankahruninu og persónulegar mútur ættu að vera nægar ástæður til að þingið fari frá og sett verði á utanþingsstjórn.


Iðgjöld tryggingafélaganna stórhækka á meðan 42 miljarðar renna í þeirra vasa.

Iðgjöld þriggja tryggingafélaga hafa hækkað yfir 30% á tveimur árum.Almennar verðbreytingar á sama tíma voru 12,5%.Bílatryggingar hækkuðu um 28% meðan almennar   viðgerðir og þjónusta  ökutækja hækkaði um 8.9%.Þá munu um 12 miljarða skuldir hjá Sjóvá verið gjaldfelldar,en ríkissjóður er nú eigandi fyrirtækisins.

Er þarna ekki verkefni fyrir ríkissaksóknara að rannsaka hvert þessir 42 miljarðar runnu ?


Fylgi alþingis og ríkisstjórnar er nú undir 10%.

Löggjafarþinginu ber að víkja og starfsstjórn taki við meðan unnið er tímabundið að skipan utanþingsstjórnar.Við þurfum jafnframt að gera landið eins fljótt og auðið er að einu kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og jafnframt verði ákveðið að persónugjöra kosningar (kjósendur raði uppstillingu frambjóðenda á kjörseðla.)

Utanþingsstjórnin verður að endurreisa siðgæði og virðingu alþingis og sundurskilja þá langvinnu spillingu sem einkennt hefur samskipti löggjafarvaldsins við framkvæmda - og dómsvaldið.Þar ber hæst áhrif og samvinna fjármálastofna,banka og fyrirtækja sjávarútvegsins.Tugþúsundir heimila í landinu og fyrirtæki,sem nú hafa og eru að verða gjaldþrota vegna aðgerðarleysis stjórnvalda við stórglæpamenn sýna okkur augljósar afleiðingar græðginnar.Enn er verið að afskrifa miljarðaskuldir stórfyrirtækja hjá bönkunum á meðan þúsundir heimila verða gjaldþrota og eiga ekki fjármuni fyrir mat.Þjóðin hefur bæði kraft og getu að losna undan oki fjármálavaldsins og glæpamanna.


AGS telja að núverandi skuldaúrræði dugi heimilum í landinu.

Þessi skoðun AGS sýnir glögglega skoðun sjóðsins á fjárhagsstöðu heimilanna í landinu.Það var náttúrlega löngu vitað að þeir bæru enga samúð til þeirra,sem minna mega sín í samfélaginu.Það er bæði ranglátt,heimskulegt og sýnir mikla einfeldni af forsvarsmanni sjóðsins að halda slíku fram.

Þeir geta reynt að ranghverfa málefni og blekkja þjóðina,en við höfum dug,þekkingu og  kjark til að losa okkur undan vægðarleysi sjóðsins.Annars er það yfirleitt græðgin ,sem tortímir sjálfri sér eins og dæmin sanna.

Eins og ég hef margsinnis endurtekið í pistlum mínum,þá styttist í að ríkisstjórnin verði leyst frá störfum og reyndar allt löggjafarþingið,sem er rúið öllu trausti eins og skoðanakannanir sýna 13%.Í staðinn verðum við að fá ótímabundna utanþingsstjórn valinkunnra manna meðan verið er að eyða spillingunni.


Slæmt hlutskipti fyrir lögregluna að verja hið rangláta og ólýðræðislega löggjafarþing.

Ég var einn þeirra mörgu  sem lögðu leið sína á Austurvöll til að mótmæla stjórn - og framkvæmdaleysi þingsins á flestum stigum stjórnsýslunnar.Ljóst er að reiði og sársauki mótmælenda ristir djúpt í málefnum heimilanna,sjávarútvegi,hækkun skatta og lækkun launa ,sár fátækt, fólksflótta frá landinu o.fl.

Þúsundir manna eru komnir í fátækragildru vegna atvinnuleysis og ýmissa meintra glæpa á sviði húsnæðis - og bílalána.Fólkið losnar ekki úr hinu pólitíska myrkri  stjórnsýslunnar,sem sífellt blekkir og ranghverfur staðreyndir.Ég skora á fólkið í landinu að mótmæla störfum löggjafarþingsins í  tugþúsunda vís víðsvegar um landið og krefjast utanþingsstjórnar.

Þá bið ég alla að virða störf lögreglunnar og hætta hvers konar skemmdum og skrílsháttum,sem einungis valda tjóni og töfum á heiðarlegum umbreytingum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband