Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ennþá sama siðspillingin og auðhyggju græðgin nú hjá skilanefndum og slitastjórnum bankanna.

Nú er að koma í ljós að þeim sem falið var að moka flórinn hjá Landsbanka og Glitni fá 6 - 7 milj.kr.í mánaðarlaun.Hér er um að ræða svonefndar skilanefndir og slitastjórnir " valin kunnra manna fjármála sérfræðinga ".Þessi laun svara til 9 þúsund kr.á tímann allan sólarhringinn. og nema nú hundruðum miljóna kr.Ætlar þessari fjármálaóreiðu aldrei að linna sama hver stjórnar þjóðarskútunni.Á sama tíma og ríkisstjórnin boðar nú 40 miljarða samdrátt og skattahækkanir er hundruðum miljóna kr.afhentar sérvöldum gæðingum peningavaldsins.

Hvar er skjaldborgin,sem forsætisráðhr.lofaði þjóðinni,heimilin í landinu hafa ekki séð hana og hafa litlar sem engar væntingar frá hinni miskunnarlausu og óhæfu ríkisstjórn.Ósannar staðhæfingar og gallaðar skilgreiningar á flestum sviðum stjórnsýslunnar eru nánast daglegir viðburðir.Ruglandi sem stafar  af þekkingarskorti má ryðja úr vegi með meiri þekkingu,en vísvitandi rangfærslur og bein ósannyndi er afar erfitt að ráð bót á.


Þagnarskylda presta ætti aldrei að koma í veg fyrir uppljóstrun sakamála..

Þagnarskylda presta varðandi kynferðisafbrot barnaníðinga og annarra,sem verða fyrir slíkum brotum og þeir fá vitneskju um í sínu starfi ættu undantekningalaust  að tilkynna strax til lögreglu og dómsyfirvalda svo hægt sé að sannprófa framburði viðkomandi aðila.

Þagnarskylda presta má aldrei verða til að hylma yfir svo alvarleg brot,hvort sem þeir eiga sjálfir hlut  að máli eða ekki.Það er mikið í húfi að þessi mál verði leist með trúverðugum og skýrum hætti .Við þurfum heiðarlegar rökræður og skynsamlega gangrýni  svo kirkjan og þjóðin beri ekki varanlegt tjón af.Við þurfum öll að losna úr myrkri persónuleikans.Við þurfum líka andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp kristilegt menningarríki.

Með lögum skal land byggja,þar standi allir jafnir.


Skoðun sr.Geirs Waage um þagnarskyldu presta.Ætti hann að víkja úr starfi ?

Geir heldur því fram að þagnarskylda presta gangvart sóknarbörnum sé algjör og þar sé engan milliveg að finna.Biskupinn hefur þegar mótmælt þessum orðum Geirs og vísað í viðkomandi lög máli sínu til stuðnings.

Öllum hlýtur að vera ljóst að skoðun Geirs  er stórhættuleg og virðist lýsa frekar andlegum veinleika á þessum málum fremur en þekkingarleysi nema hvoru tveggja komi til.Röksemdir hans að prestar geti haldið leyndum t.d. hvers konar kynferðisafbrotum  frá viðkomandi lögboðnum yfirvöldum,sem þeir móttaka í starfi er með ólíkindum.Siðleysi eða einhver algjör trúblina prestsins í þessum efnum virðist þurfa að rannsaka til hlýtar.Er hugsanlegt að þessi skoðun Geirs hafi þegar valdið einhverjum skaða ?

 


Skoðunarkönnun verði gerð á landsvísu um utanþingsstjórn og löggjafarþingið aflagt.

Brýna nauðsyn ber til að slík könnun fari fyrst fram á netinu svo fyrir liggi niðurstaða þjóðarinnar um  tímabundna utanþingsstjórn t.d.til 4.ára.Þegar fyrir liggur hversu víðtæk þátttaka þjóðarinnar væri,þá yrðu næstu skref stigin  gegn einokrunar - og auðvaldsstefnu valdaklíkunnar.Hið rangláta og ólýðræðislega stjórnarfar sem þjóðin hefur orðið að búa við um  áratug og leitt hefur til falls þjóðarbúsins á sviði hagkerfisins og fjármálastjórnunar.Fjársvik,þjófnaðir ,blekkingar , lýgi og undankoma fjármuna hafa einkennt auðhyggjuna og græðgina.

Þjóðin verður að standa saman það dugar ekki að mótnæla hver í sínu horni.Við þurfum valinkunna og heiðarlega aðila íslenska og  erlenda,sem standa utan fjórflokkanna til að  leiða þjóðina út úr þeim spillingarheimi sem við búum við.Það er búið að fjötra tugþúsindir heimila og fyrirtæki í lokaðan einokunarhring fátæktar og eymdar.

Það eru nokkrar leiðir til að koma löggjafarþinginu frá,en það er  einungis á valdi meirihluta  þjóðarinnar að gera það með lögmættum hætti.Löggjafar - og framkvæmdavaldið hafa ítrekað brotið landslög gagnvart þjóðinni.Sama virðist gilda um meðferð og skipan dómsmála.


Fólk liggur hundflatt fyrir alls konar pólutískum trúfíflum og loddurum.

Stundum er erfitt að greina milli fíflhyggju og vanþroskunar þegar kjósendur velja sér flokk eða beinna fjárhagslegra hagsmuna .Fjöldi kjósenda liggja beinlínis hundflatir fyrir alls konar áróðri og skrúfmælgi stjórnmálafl.skiptir þá engu máli þó búið sé að ranghverfa málefnum og beinlínis blekkja fólk með hvers konar kosningaloforðum.Kjósendur láta draga sig eins og heimsk trúfífl á græðgi penginavaldsins.Þjóðina skortir stéttarlega samstöðu til að efla samstöðu sína á lýðræðislegan hátt með því að hugsa skýrt  rökrétt og óhlutdrægt.Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum,áður en allt er komið í óefni.

Framundan eru tugþúsundir heimila sem verða tekin á næstunni  til gjaldþrotaskipta,ríkisstjórnin horfir aðgerðalaus á.Nú dugar ekki lengur að frysta og framlengja lánin,bankarnir og Húsnæðisstofnun ríkisins verða að fá sínar afborganir og skuldir greiddar. Talið er að 44.þúsund heimili og fyrirtæki eigi ekki fyrir skuldum,hver verða örlög þeirra?

Það mun kosta hundruð miljarða að leysa úr þessum skuldahala,enginn hefur hingað til komið fram með tillögur til að leysa þennan mikla vanda heimila og þjóðar.

Þegar eru uppi  ýmsar hugmyndir skuldhafa og aðstandenda þeirra til sórátaka við ríkisstjórnina og þingið,sem bera fulla ábyrgð á þeim pólitísku vegvísum sem farnir voru  í efnahagsmálum þjóðarinnar.Það stóra slys sem orðið hefur í hinu pólitíska gangverki ´þjóðarinnar  verða ekki löguð,nema  hér viðtaki utanþingstjórn valinkunnra Íslendinga og erlendra sérfræðinga til nokkra ára og löggjafarþingið verði tímabundið lagt niður.Þeirra verður ekki sárt saknað.

 


Umferð eldsneytis ökutækja um Hvalfjarðargöngin.

Vegna þeirrar miklu hættu,sem almennri umferð stafar frá eldsneytisbifr.um Hvalfjarðargöng, datt mér í hug að leysa þau tímabundið eða þar til önnur göng verða gerð með tímatakmörkun.Hér á ég við að akstur eldsneytis ökutækja verði aðeins heimilaður t.d.frá  kl.04.00 - 0530 að nóttu til,allur akstur annara bifreiða verði bannaður.

Ég hef ekki  rætt umrædda hugmynd við stjórnendur ganganna,en tel hana þess virði að hún verði könnuð vandlega vegna hinnar milklu umferðar og mikla magns eldneytis sem um göngin fara.Ég tel áhættuna meiri en minni,að þarna verði slys og því verði gerðar sem allra fyrst ráðstafanir til að forða slíku.Við verðum að fyrirgirða svona slys ,afleiðingarnar gætu valdið miklu manntjóni eins og dæmin sanna erlendis frá.


Árslaun sparisjóðsstjórans á Reykjanesbæ 2009 voru um 200 mil.auk 53 mil.starfslokasamnings.

Hverjir bera ábyrgð á þessar dæmalausu græðgi og siðspillingu,eftir að hafa rekið sparisjóðinn í þrot,en tapið á sparisjóðnum nam 19 miljörðum 2008.Íslenska ríkið yfirtók sjóðinn 2010.Margir urðu fyrir miklum fjárskaða.Annað fjármálahneyksli er að hann mun hafa verið starfandi stjórnarformaður Icebank þegar bankinn olli gjaldþroti Seðlabankans í hruninu haustið 2008.

Mér virðist sem gömlum Keflvíkingi að Reykjanes bær sé sokkinn í eitt alls herjar skuldafen.Bærinn verður að greiða ákveðnum póluískum gæðingum íhaldsins hundruð miljóna leigu fyrir flestar fasteignir  bæjarins.Auðhyggjan rekur ósvífinn hrokafullan blekkingaráróður undir skipulagi frjálshyggju kapitalisma.

Er ekki þjóðin búin að fá nóg af stjórnleysi auðvaldsins og reyndar alls löggjafarþingsins sem liggur ráðþrota undir  yfirgangi auðhyggjunnar.Spurningin er hvort við séum nægilega þroskaðir til að lifa í lýðræðisríki.Fólk liggur ennþá hundflatt fyrir allskonar áróðri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband