Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Fulltrúi AGS telur að auðvelt verði fyrir 'Islendinga að greiða 600 milj.lán.

Heildarlán Íslendinga frá AGS,Norðurlöndum o.fl.Evópuríkjum til Íslands verða 600 milj. á samningstímabilinu.

Þá vakti nokkra athygli að ftr.sjóðsins sagði að best væri að fresta ekki lengur gjaldþrota aðgerðum heimila og fyrirtækja.Engar tillögur nefndi ftr.til hvaða fjárhagslegra aðstoðar þyrfti að koma  heimilunum til handa.Svona ábyrgðarlaust blaður er ekki traustvekjandi.Svo virðist sem AGS ráði miklu um fjármálalausnir þjóðarinnar og það láti vel í eyrum fjármála - og forsætisráðhr.

Enn og aftur vil ég hvetja ríkisstjórnina til að láta heimilin í landinu hafa algjöran forgang um  alvöru úrlausnir.Það styttist í  harðar aðgerðir fólksins gegn ríkisstjórninni og reyndar alþingi líka.Þá þýðir ekki að reyna að lauma sér út um laundyr þinghússins.


Húsnæðislánum verði breytt í kaupleigurétt á sanngjörnum vaxta - og lánakjörum .

Hér er átt við hliðstæð kaupleigulán eins og tíðkast víðast hvar í Evrópu.Verðtrygging verði afnumin og höfuðstóll lána einnig.Í stað þess að framfylgja gjaldþrotum verði íbúðareigendum boðið upp á kaupleigusamninga með sanngjörnum afborgunar  - og vaxtakjörum .Þeir greiði t.d.50 þúsund  pr.mánuð til lánveitenda fyrir 3.herbergja íbúð miðað við núvirði,húseigna.Til greina kæmi  að hluti þeirrar upphæðar 5 - 10% myndi eignahluta íbúðareiganda, sem er þinglýst eign hans.

Nú verður að stöðva strax boðuð gjaldþrot á þúsundum íbúða.Verði það ekki gert  verður öll þjóðin að sameinast um aðgerðir að stöðva þessa óheillaþróun og hörmungar.Ríkisstjórn sem horfir aðgerðalaus á þessa þróun, ranghverfir  og blekkir þjóðina með alls konar ósannindum verður að víkja og utanþingsstjórn taki við.Við getum ekki horft aðgerðarlaus  á að þúsundir Íslendingar flýi land,slíkt tjón verður aldrei bætt.

 


Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar og alþingi taldi sig ekkert vita um aðdraganda að bankahruninu.

Þessar yfirlýsingar ráðhr.og þingmanna eru ósannyndi og beitt í þeim tilgangi að reyna að hreinsa mannorð sitt og getuleysi..Það vissu allir að fall krónunnar úr 58 kr.í 140 kr.per dollara á skömmum tíma og lokun á erlendum lánveitingum til ísl.banka og fyrirtækja var undanfari bankahrunsins,auk þess sem  margföldun á lánveitingum og ýmsu fjársýslubraski ísl.banka  hér og erlendis voru ekki í neinu samræmi við fjármálastöðu Seðlabankans á þeim tíma.

Hafi hins vegar  ráðhr.og þingmenn ekkert vitað um aðdraganda bankahrunsins eins og þeir halda fram ,þá voru þeir og eru með öllu óhæfir að sinna hlutverkum sínum á löggjafarþinginu.Þegar þingið stendur aðgerðarlaust andspænis stærstu og alvarlegustu fjársvikamálum þjóðarinnar,þá gaf þjóðin þinginu  aðeins 13% fylgi í skoðunarkönnun.Þjóðin hefur augljóslega gefist upp á þjóðskipulagi frjálshyggju kapítalisma,sem grundvallast hefur af stærstum hluta af græðgi og öðrum innbyggðum meinsemdum gróðaveganna.Verum samt þess minnug að ítrekað val kjósenda á stjórnmálamönnum og flokkum á stærstan hlut í hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þjóðin veit á hverju réttarfarslýðræði byggist,hún verður að kunna að velja rétt.


Aðeins 13 % þjóðarinnar styður nú löggjafarþingið - ranglátt og ólýðræðislegt stjórnarfar.

Hin miskunnarlausa og ranga stjórnsýsla þings og ríkisstjórna undanfarin ár hefur grafið undan trausti þjóðarinnar.Það er afar slæm þróun fyrir land og þjóð  ef hún getur ekki treyst löggjafarþinginu.Öllum eru ljósar stjórnsýslulegar afleiðingar af náinni samvinnu   stjórnmálamanna og spilltra fjársýslumann sérstaklega á sviði bankastjórna og í sjávarútvegi.Að baktryggja sig hjá valdhöfunum í gegnum pólitíkina hefur verið mikil meinsemd í þjóðfélaginu.Íhaldið og Framsóknarfl. hefur meira en í hálfa öld tekist að viðhalda kjörfylgi sínu og völdum með þessum hætti.Nú er spilaborgin hrunin a.m.k.tímabundið,en hvað vex upp úr skuldafeninu,tortímir kannski græðgin sér og dregur niður með sér í fallinu tugþúsundir láglaunamanna.

Þegar þjóðin styður ekki lengur auðhyggjuöflin og græðgina og aðeins 13% þjóðarinnar  styður alþingi , er kominn rétti tíminn til að velta af sér hinu pólitíska fargi.Það er hægt með samtakamætti og rökréttum aðgerðum að losa sig við núverandi löggjafarvald og koma á utanþingsstjórn.


Myndir Ómars um söguslóðir Eyvindar og Höllu er stórkostlegt og heillandi verk.

Ég naut þess í ríkum mæli að sjá hvernig Ómar og hans aðstoðarmenn fléttuðu saman hinni hörðu og heillandi  lífsbaráttu  Eyvindar og Höllu í hinu harðbýla en tignarlega umhverfi,sem fléttar saman tign fjallanna til hinnar síbreytilegu náttúru.Öll gerð myndarinnar er afar áhrifamikil og nær sterkum tilfynninaríkum tökum á manni,myndartaka góð og mjög gott val á lögum og ljóðum,sem féllu vel að öllum efnistökum og umhverfi.

Enginn hefur gert betur en Ómar að kynna  okkur á myndrænan hátt landið okkar og sögu ´fólksins frá fyrri tíð.Þetta mikla framtak hans nýtist ekki aðeins núverandi íbúum þessa lands  ungum sem öldruðum, einnig óbornum um alla framtíð.Fegurð landsins verður aldrei fullkomlega lýst með orðum einum.Því meira virði eru þúsundir náttúrumynda Ómars víðsvegar af öllu landinu,sem taka einnig til lífshátta og menningar þjóðarinnar á sínum. tíma.

Til hemingju með sjötíu ára afmælið.

 


Landsdómur í sjálfheldu vegna félagslegrar og persónulegrar vináttu þingmanna.

Sá sterki einingarandi og félagsleg samstaða,sem ríkir meðal þingmanna alþingis virðist gera þá vanhæfa að geta samþykkt eða hafnað með sjálfstæðum hætti afstöðu sinni um sekt eða sakleysi ráðherranna.Þetta hefur komið berlega fram eftir að þingnefndin skilaði tillögum og álitsgerðum í málinu.

Þarna kemur fram,sem reyndar löngu var vitað um  ósjálfstæði kjark -  og getuleysi þingmanna í stað þess að standa fast á sínum persónulegu skoðunum.Við verndum og rýmkun ekki lýðræðið með svona vinnubrögðum.

Það er einföld sjálfsvörun að segja já eða nei þegar sannfæring manns,heiðarleiki og siðferði bendir okkur á réttar niðurstöður. Það er stundum sagt að það sé auðveldara að vera kjáni en vitmaður,en ganga veginn gegn betri vitund og svíkja land og þjóð,það er versta niðurstaðan.

Það verður fylgst með þinginu og sérhverjum þingmönnum næstu daga.Við verðum að ná fram stöðugleika í efnahagslífi og stjórnsýslu þjóðarinnar.


Alþingi verður að kjósa sérstakan saksóknara sem rannsakar meint mál ráðhr.

Þingið kýs líka nefnd þingmanna,sem aðstoðar saksóknara.Þegar síðan Landsdómur kemur saman verður málarekstur með hliðstæðum hætti og hvert annað dómsmál.

Saksóknari útbýr ákæruskal,sem byggt verður á ályktun þingsins og ákærðir verða aðeins dæmdir fyrir þær sakir,sem samþykktar eru og tilgreindar af þinginu sjálfu Þá er rétt að hafa í huga að dómurinn er ekki bundinn við refsikröfur saksóknara.Þá hefur nokkuð verið deilt um það hvort hinir meintu aðilar myndu  njóta réttarstöðu sakborninga.Í lögum um Landsdóm munu ekku vera gerðar kröfur um það.

Ljóst er ,að á ráðherraábyrgðina mun mjög reyna, ef til rannsóknar kemur og samskipti Framkvæmda - og Löggjafarvaldsins.Siðlaus pólutísk og persónuleg fyrirgreiðsla stjórnsýslunnar hefur einkennt íslensk stjórnmál alla tíð.Við þurfum frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt þjófélag.


Vísur sem vert er að lesa eftir Sólveigu Hvannberg frá 1938.

Sektin -

 

Í hásætið var heimskan sett,

hugans blés í glæður.

Sjaldan dæmir sekur rétt,

sína félagsbræður

 

Valhöll -

 

Vínið deyfir - vitið fer,

viljans lamast kraftur.

Í " Valhöll " glöðum gestum er,

gefin sjónin aftur.

 

 Góð lýsing á samtíðinni þó liðin séu  tæp sjötíu ár síðan vísurnar urðu til.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband