Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Stendur háskólinn á Keflavíkurflug.á mengaðasta svæði á Íslandi?

Þeir sem vel þekkja til starfsemi varnarliðsins og verktakafélaga á Keflav.flugv.allt frá stríðsárunum vita mæta vel um fjölda svæða víðsvegar á flugvallarsvæðinu,þar sem mikil mengun er af völdum ýmissa spilliefna.Vitað er um staðsetningu fjölda sorphauga frá þessum tíma,sem staðsettir voru  í nálegð byggða,auk annara staða á flugv.þar sem notuð voru ýms hættuleg þrávirk eiturefni.Þá þarf einnig að rannsaka vel svonefnt Patterson svæði og nágrenni þess,þar sem sprengjuefnageymslur og fl.hergögn voru geymd í áratugi.

Það vekur undrun manns,að ekki skuli hafa verið gerð heildarúttekt á mengun  varnarsvæðanna áður en varnarliðið fór,svo hægt væri að meta umfang hennar og hvaða kosnaður væri við sýnistökur ,rannsóknir og jarðvegsframkvæmdir af þeim sökum.Af hverju upplýsa ekki  viðkomandi bæjaryfirvöld og ríkisstjórnin í hvaða farvegi þessi mál eru? Það hefði átt að vera forgangsverkefni að rannsaka svæðið áður en skipulögð starfsemi hæfist á svæðinu.Heilbrigðisyfirvöld verða að eiga frumkvæði í þessu máli.Yfirvöld hafa ávallt ítt þessum málum á undan sér af ábyrgðarleysi og undirlægjuhætti gangvart hernum.Fjárhagslegir hagsmundir ísl.verktakafélaga af varnarliðinu á sínum tíma hafa sjálfsagt ráðið mestu þar um.Við erum að ræða um heilbrigði fólks til framtíðar þó ekki væri síður nauðsyn á að líta einnig til fortíðar í þessum efnum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband