Færsluflokkur: Dægurmál

Af hverju má ekki auka fiskveiðiheimildir við Ísland?Hættum viðræðum um Icesamninginn.

Á sama tíma og heimilin og fyrirtækin í landinu sökkva stöðugt dýpra í skuldafenið koma engar úrlausnir frá löggjafarþingu.Sífellt er verið að ræða um Icesave samninginn,það er eins og hann sé upphaf og endir efnahagsþróunar þjóðarinnar.Ljóst er að samningurinn hefur verið miskunarlaust beitt í þágu Breta og Hollendinga gegn Íslendingum með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Hættum öllum lántökum í gegnum sjóðinn og jafnframt  viðræðum um Ice samninginn.Látum Breta og Hollendinga  sækja málið fyrir dómi.Væntanlega yrðu þeir að hefja sinn málarekstur hérlendis fyrir hérðaðsdómi.Málarekstur af þessu tagi mun taka nokkur ár,hér er um mjög lagalega flókin og vandmeðfarin mál að ræða,eins og fram hefur komið í lögfræðilegum greinargerðum innlendra og erlendra virtra  lagaprófessora  og einnig hagfræðiprófessora.

Við getum hæglega aukið stórlega við fiskveiðiheimildir þjóðarinnar með alla flóa og firði fulla af fiski.Sjómenn allt um kring um landið hafa aldrei verið vitni að slíkri fiskgegnd.Látum ekki L.Í.Ú og Hafrannsóknarstofnun koma í veg fyrir auknar veiðiheimildir. Þeim hefur ekki tekist að spá í 26 ár ( frá því kvótinn kom til sögunnar 1984 )fyrir um vöx og viðgang  bolfisk við Íslandsstrendur.Nú er kominn tími til að beita réttarfarslegum úrræðum og sína kjark og dug,látum þá ekki lengur beita vopnlausri þjóð rangsleitni ,ofbeldi,blekkingum og lýgi. 

 


Nú er kominn tími á utanþingsstjórn - Þjóðaratkvæðagreiðslan staðfestir vantraust á löggjafarþingið

Þessi niðurstaða sýnir augljóslega algjört vantraust á alla málsmeðferð Icesave málsins frá upphafi þess.Allir þingflokkar hafa tekið þátt í úrlausn þess,en engum tekist að koma því í höfn.Samþykkt núverandi ríkisstjórnar á þinginu með 33 atkvæðum var engin lending,þjóðin gat ekki staðið við  fjárhagslegar skuldbinginar samningsins.Forsetinn leysti þjóðina úr snörunni a.m.k.tímabundið með að hafna undirskrift þess og þjóðin hefur í dag hafnað því með yfir 90% atkvæðum.

Hvað er þjóðin að segja svo eindregið og skýrt við þingið,við treystum ykkur ekki lengur,þetta á jafnt við ríkisstjórnina  sem stjórnarandsstöðina.Nú er kominn tími á og þó fyrr hefði verið ,að sett verði á fót utanþingsstjórn,þar sem öllum þingmönnum löggjafarþingsins verði haldið utan stjórnar.Fólkið í landinu treystir þeim ekki lengur,atkvæðagreiðsla fólksins sýnir eindregið vilja þjóðarinnar.

Vanda þarf vel val utanþingsstjórnar og fá jafnframt valinkunna erlenda sérfræðina okkur til liðsinns á hinum ýmsu efnahags - og stjórnsýsluþáttum  þjóðarinnar.Vanmáttur og þekkingarleysi stjórnsýslu okkar er augljós,sem m.a. hafa leitt til svo víðtækra afbrota á sviði viðskipta og fjármála að þjóðargjaldþrot vofir yfir heimilum og fyrirtækjum í landinu.

Þjóðin hefur svarað skýrt í þessum kosningum,nú er komið að löggjafarvaldinu að greiða fyrir utanþingsstjórn hið allra fyrsta.


Skilanefndarmenn bankanna með 25 þúsund krónur pr.klst.- 5 mil.kr.mánaðarlaun.

Á sama tíma og almenn laun lækka og skattar hækka í landinu er græðgin enn að spenna launabogann hjá svonefndum skilanefndum gömlu bankanna.Hér er um að ræða lögfræðinga og endurskoðendur sem fá fyrir 7.klst vinnu jafnmikið og mánaðarlaun verkamanna.Ég efast um siðferðiskennd skilanefndarmanna og reyndar ríkisstjórnarinnar líka sem greiða þeim slík ofurlaun.Á sama tíma og tugþúsundir landsmanna búa við sára fátækt, eru að missa húsnæði sitt ,flykkjast umvörpum úr landi og verða að fá mataraðstoð .

Það er svo sárt að vera vitni að svona tilfinningaleysi og ótíðindum auðhyggju ásýndarinnar,sem engu eyrir hvernig sem ástatt er fyrir þjóðinni.Hvar er samúðin með þjóð í nauð.Það setur að manni enn meiri kvíða og sorg að vita af fjölda manns,sem er tilbúinn  að nýta sér núverandi aðstæður  þjóðarinnar sjálfum sér til  persónulegrar framdráttar.


Eru engar opinberar sérreglur um öryggismál jökla - og annara óbyggðaferða.

Vegna þeirra tíðu slysa og óhappa,sem orðið hafa í jökla - og fjallaferðum hefur það leitt hugann að opinberum almennum öryggisreglum.Sýslumaðurinn á Selfossi sagði í viðtali vegna hinnar vítæku leita björgunarsveita ,að engar sérreglur væru til staðar í þeim efnum.

Vera kann að hinar velþjálfuðu bjögunarsveitir okkar og löggæslunnar hafi leitt til þess,að opinberir aðilar telji þar nóg að gert.Þeir aðilar sem skipuleggja jökla og fjallaferðir og hafa atvinnu af slíku ættu að hafa  opinberar sérreglur um lögmæt réttindi til slíkra ferða.Hér á ég við alla umferð um hálendið og sérstaklega er lýtur að öryggismálum.Lögleiða ætti staðsetingartæki í öllum farartækjum,sem notuð eru til jöklaferða ,einnig í afskiptum óbyggðum.

Það skal fram tekið,að ég hef takmarkaða reynslu af slíkum ferðalögum,en skora á alla viðkomandi aðila að taka öryggismálin til endurskoðunar.Bjögunarsveitum okkar og löggæslu verður seint fullþakkað í bráð og lengd þeirra mikilvægu störf fyrir land og þjóð.


Eru myntkörfulánin ólögmæt - Hver verður niðurstað Hæstaréttar.

Alltaf bætist eitthvað nýtt í fjármálaóreyðu bankanna.Náttúrlega átti aldrei að samþykkja myntkörfulánin.Fljótlega varð ljóst,að þau gætu valdið lántökum mjög víðtæku tjóni.Þó varð ekki brugðist við að breyta myntkörfulánunum þá strax í hefðbundin krónulán.Það sáu allir sem höfðu smá fjármálaþekkingu að lánin gætu ekki gengið  í fljótandi  handónýtu örmyntakerfi samferða verðtryggingunni.

Tjónið af þessari hringavitleysi allri saman hlýtur að lenda á bönkunum ef Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héðaðsdóms.Kannski eigum við enn eftir að sjá bankana endasteypast af eigin vanþekkingu og flónshætti.


Handbolta hetjurnar á góðri siglingu að ná í gullið.Þeir eru til alls vísir.

Þjóðin stendur heil að baki landsliðinu.Gott að hvíla sig á kreppunni og allri eymdinni,sem herðir stöðugt tökin á þjóðinni.

Strákarnir okkar er hin heilsteypta heild,einn fyrir alla og þjóðina líka.Þeir eru svo heilbrigðir,  menningarlegir  ,kraftmiklir og gleðin skín úr hverju andliti.Mig dreymdi draum um sigur þeirra gegn Noregi,en naumur var hann 31 - 30.Mun skýra ykkur frá draumnum ef úrslitin verði þessi,Áfram Ísland.


Eins og þú sáir munt þú uppskera-Hrun fjármálavaldsins - græðgin

Allt þetta var mönnum augljóst  frá því bankarnir voru nánast gefnir flokksmönnum íhaldsins og framsóknar og fiskveiðiheimildum var úthlutað með sama hætti.Sameign þjóðarinnar fiskurinn var afhentur útvöldum flokksgæðingum sömu flokka til eignar.Þeir seldu hann og leigðu að vild og tóku hundruð miljarða út á óveiddar fiskveiðiheimildir,sem úthlutað var til eins árs í senn.Þessir fjármunir fóru að stærstum hluta í alls konar  brask,sem ekki tengdist á nokkurn hátt sjávarúrvegi.

Eins og öllum er nú kunnugt settu bankarnir þjóðfélagið á hausinn og útgerðarfyrirtækin skulda nú um 600 miljarða,sem óveiddur fiskurinn í sjónum er veðsettur fyrir.Þriðjungur heimila í landinu skuldar umfram eignir hundruð miljarða í íbúðarlánum,sem væntanlega verða að verulegum hluta tekin til gjaldþrotaskipta.Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar heimilunum eru vægast sagt óskipulegar og ranglátar og virðast fyrst og femst vera til að baktryggja bankana.

Heimilin í landinu hafa bundist samtökum um að spyrna við þessu ranglæti á meðan ráðhr.ríkisstjórnarinnar reyna að ná niðurstöðum í Icesave málinu og öðrum skuldafenum.

 Auðhyggjan og ræðgin hefur nánast lokað öllum heilbrigðum útgönguleiðum fyrir heimilin og  fyrirtækin.Í þjóðskipulagi auð - og frjálshyggju kapitalisma eru svo margar innbyggðar meinsemdir,sem hann grundvallast á.Við verðum að rýmka lýðræðið og frelsið öllum til handa.Aldrei aftur,við þurfum víða að spyrna við fótum og umfram allt standa saman.

 

 

 


Skipaðar verði strax 5.manna sáttanefndir viðkomnadi deiluaðila í Icesave málinu.

Fimm verði tilnefndir af ísl.stjórnmálafl. og jafnmargir frá Englandi og Hollandi.Þá verði þrír sérfræðingar utan ESB landa fengnir til að leiða umræðurnar.Við Íslendingar ættum að óska eftir norskum sérfræðingi okkur til halds og traust.

Áður en lagt er í slíkan leiðangur verður löggjafarþingið og stærstu hagsmunaaðilar þjóðarinnar að koma sér saman um megin niðurstöður tillagna okkar.Við verðum að sýna m.a.afdráttarlausa samstöðu um lækkun vaxta Icesamningsins a.m.k.um 50% - 60% og allar þjóðareignir verði tryggðar með varanlegum hætti í stjórnarskrá.

Þá mótmæli Íslendingar harðlega beitingu breskra hryðjuverkalaga,sem augljóslega ollu okkur miklu fjárhagslegu tjóni og reyndu þannig að beita okkur  forhertu harðræði til að valda okkur líka sem mestu mannorðslegu  tjóni.Fyrir þessar hrokafullu aðgerðir verða bretar að stórlækka fjárkröfur á Íslendinga.

Við viljum heiðarlegar rökræður eða skynsamlega gagnrýni,þjóðin verður ranglega að bera þær skuldabyrgðar,sem á hana voru lagðar í skjóli bankanna vegna eftirlits - og stjórnleysis viðkomandi stjórnvalda.Vonandi verða þessi sakamál upplýst af viðkomandi saksóknurun.Þjóðin getur  dregið einhverja lærdóma af öllum þessum meintu hamförum. 

 


Fjármálaráðhr.vill áfram viðhalda ójafnræði og verðbólgu með notkun krónunnar.

Þessi einhæfa rökleysa ráðhr.skerðir  gýfurlega lífskjör almennings í landinu.Hækkun á innfluttum varningi hefur t.d.hækkað um 35 -  40% á s.l.2.árum.sem síðan hækkar stórlega neysluvísitöluna og vöruverðið í landinu.Þetta kemur náttúrlega fram í öllum rekstrarþáttum heimilanna.er þó ótalin hækkun íbúðarlána,sem mestum skaða veldur.Útflutningsverslunin græðir hins vegar mikið á hinni röngu skráningu krónunnar um 50%,en sá hagnaður nær aðeins til fámenns hóps þjóðarinnar.Sameign þjóðarinnar fiskurinn í hafinu er að stærstum hluta veðsettur fyrir hundruðum miljarða kr.skuldum í nafni útgerðarinnar.Um þá ólögmætu aðgerðir ræðir ekki fjármálaráðhr.heldur hvernig megi lækka laun og hækka skatta og skerða laun þeirra sem minnst mega sín.

Hefði ekki verið skynsamlegra að auka fiskveiðiheimildir tímabundið (2 -3 ár ) um 200.þúsuns tonn og greiða þannig upp að stærstum hluta Icesave skuldina.Það er helvíti hart að hlusta nú á komandi aðgerðir stjórnarflokkanna í efnahagsmálum,sem töldu sig málsvara láglaunafólksins í landinu fyrir kosningar.

Það vita allir sem bera eitthvað  skynbragð á efnahagsmál þjóðarinnar,að krónan er ónothæfur gjaldeyrir,sem muna viðhalda áfram ójafnræði og verðbólgu í landinu.

 

 

 


Nú verður þjóðin að standa saman - efla einingaranda og frelsið,

Það er örlát og góð þjóð,sem er ávallt tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem þurfa á aðstoð að halda í sárri neyð.Þó okkur skorti oft samstöðu og einingaranda í stjórnmálum,þá er hins vegar sá samúðarhugur og kærleikur til  staðar þegar mest á ríður það er sjálf vonin.

Við þurfum  andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp heilbrigt og menningalegt þjóðfélag. Hvað er andlegt frelsi ? Það er m.a.lausn undan blekkingum persónuleikans og sjálfslyginni.

Það er staðreynd,hvort heldur við erum trúaðir,vantrúaðir eða allt þar á milli,að við verðum að leita styrks í trúnni.Ef við látum berast  stjórnlaus fyrir vindi og iðandi straumi,verðum við fyrr eða síðar að taka út andlega þjáningu.

Kenningin um ódauðleika sálarinnar er efasemdarmönnum íhugunarefni en ekki hlutlæg sönnum.Hún skyggir  samt ekki á kristna trú.Á meðan við miðum líf okkar hér á jörðu að meira eða minna við undirbúing annars lífs,er og verður trúin á Jesúm Krist eiíf.

Í bók sem ég skrifaði 1994 og ber heitið Þögnin Rofin,fjallaði ég m.a.um örlagaþrungnar sakamálsögur,sem leiddu mig oft inn  í trúarlegar  hugleiðingar.Nú þegar kreppir að þjóðinni og óvissan um farsæla niðurstöðu í efnahagsmálum er ekki til staðar og löggjafarþingið nær ekki að sameinast um úrlausnir,þá erum við í miklum vanda stödd.Þó bjarráðin séu oft vandfundin,þá verða stjórnvöld og fólkið í landinu að standa nú saman eins og við höfum ávallt gert þegar stór slys og hörmungar hafa gengið yfir.

Þær þúsundir Íslendinga sem nú verða að leita aðstoðar hjálparstofnana og tugþúsundir heimila, sem eru að missa húseignir verða að fá varanlega hjálp.Til að ná því markmiði verðum við öll að standa þétt saman og ástunda sannleikann og heiðarlegt hugarfar.

Gleðilega hátíð og farsæl komandi ár. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband