Færsluflokkur: Dægurmál

Munu skuldarar almennt hafna að greiða afborganir af gengistyggðum lánum?

Samkvæmt hinni nýju reikningsmeðferð Seðlabankans og FME myndu þeir þá væntanlega stefna greiðendum að greiða af hinum gengistryggðu lánum.Það verður síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna.Þangað til ætti enginn að borga af umræddum skuldum.

Samtök atvinnulífsins hafa skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir flýtimeðferð dómstóla.

Við stöndum á tímamótum,hvort fjármálastofnanir og stjórnvöld ætli ennþá einu sinni að beita sér gegn sjálfsögðum réttindum þjóðarinnar  í kjara - og réttindamálum.Öll þekkjum við afleiðingar verðtryggingar og hækkun höfuðstóls á íbúðarlánum,verðbólgu og hækkun almenns vöruverð og lyfja.Þá spilar hin handjárnaða króna okkar stærstum þætti í verðbólgubálinu og ójafnvægi milli innfluttra - og útflutingsverðmæta.

 

 


Verðtrygging á íbúðarlánum verði afnumin frá 1.jan.2008 og aðskilin frá neysluvísitölu.

Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að húsnæðiskosnaður eigi ekki að vera skráður samk.neysluvísitölu,enda er hér ekki um neysluvöru að ræða,heldur fasteignir ,sem greidd eru lögbundin fasteignagjöld af.

Ef þessi leið hefði verið valin og jafnframt bönnuð gengistryggð erlend lán væri ekki 40% heimila í landinu skuldsett langt umfram eignir.Verðtryggingin er í reynd ekkert annað en ólögmæt okurlán,sem veldur því að margfalda höfuðstól húsnæðislána.

Stjórnvöld sem láta svona viðskiptahætti viðgangast og bera fulla lagalega ábyrgð ættu að hverfa af alþingi og lúta sakamála rannsókn.


Neyðarlög verði sett til hjálpar nauðstöddum og fátækum heimilum.

Sú sára fátækt sem herjar á tugi þúsunda heimila í landinu verður ekki bætt með núverandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar og bankanna.Reyndar eru þær aðgerðir ómarktækar og einungis pólitískar yfirbreiðslur yfir höfuð varnarlausra heimila.Verst af öllu er að lántakendur eiga engar útgönguleiðir,þeir geta ekki selt eignir sínar,þær stórlækka í verði og verðtryggingar margfalda höfuðstóla lánanna.Þessi skuldafangelsi,sem ríkisvaldið og bankarnir hafa skapað varða um 40 þúsundir Íslendinga.

Þetta ástand er að rótfestast í hugum manna,fólk flykkist umvörpum úr land í þúsunda vís og sífellt fjölgar þeim þúsundum heimila,sem leita aðstoðar í formi matvæla og fjármuna hjá hjálparstofnunum.Sú mikla reiði og sársauki sem fólk býr við verður ekki leystur með hendur í skauti aðgerðarleysis stjórnvalda.Það mun standa fast á skoðunum sínum.

Pólitískir  vegvísar löggjafarvaldsins í þessum efnum eru svo þröngir að þeir lokast inni á eigin bás,en það gerist ekki sjálfkrafa.Þjóðin verður að hafa sterkan einingaranda og kjark til að losna undan þeirri pólitísku áþján og grimmd,sem við búum við.Enn og aftur skora ég á stjórnvöld að afnema verðtrygginguna,hún er stærsti örlagavaldur verðbólgu og skulda. 

 

 


Óhæfur og svik ríkisstjórnarinnar stórskerða lífskjör okkar og lemja á þjóðinni linnulaust.

Verðtryggingar og hækkun höfuðstóls heldur áfram samfara stórlækkunar á húsverði  og hækkun leiguverðs,lækkun launa , hækkun skatta heldur áfram og síhækkandi vöruverð.Síðustu afrek ríkisstjórnarinnar var að láta selja  til erlends aðila sameign þjóðarinnar Hitaveitu Suðurnesja og nýtingu jarðvarma á svæðinu til tugi ára.Ríkisstjórnin vill engar heiðarlegar umræður eða skynsamlega gagnrýni um þessi mál,enda litlar sem engar úrlausnir  fyrirliggjandi.Ósannar staðfestingar og meingallaðar niðurstöðir eru daglegt brauð.Það er eins og búið sé að draga pólutískt myrkur yfir höfuð varnarlausrar þjóðar.

Auk þessa má ætla að verulegur hluti löggjafarþingsins sé tengdur meintum fjársvika - og mútumálum.Það er löngu tímabært að ríkisstjórnin fari frá og sett verði á fót utanflokkastjórn,sem skipuð verði valinkunnum sérfræðingum íslenskra og erlendra í nokkur ár eða þangað til búið er hreinsa út auðhyggju græðgina og ásýnt hinnar innbyggðu meinsemda sem hrjáir þjóðfélagið.Vonandi eiga hin óvæntu tíðindi í borgarstjórnar kosningunum eftir að opna augu stjórnmálamanna að vald þeirra og drottnun lúti vilja þjóðarinnar.


Sameign þjóðarinnar jarðhitasvæði á Suðurnesjum og Hitaveitan seld erlendum aðila.

Að vinstri stjórn á Íslandi skuli vera við völd þegar fyrsta sameign þjóðarinnar  er seld erlendum aðila er svo andstætt yfirlýsingum þessa flokka,að maður þurfti ofti að heyra fréttina til að trúa henni.Áratugum saman eru þessir flokkar búnir að lýsa yfir að allar sameignir þjóðarinnar til lands og sjávar verði sameingir þjóðarinnar um alla framtíð.Slíkar samþykktir verði skráðar í stjórnarskrá lýðveldisins.Af hverju er ekki búið að ganga frá þessum málum? Núverandi stjórnarflokkar fyrst með stuðningi Framsóknarfl.og s.l.tvö ár með hreinum meirihluta hafa haft alla möguleika til að ganga frá þessum málum.

Ríkisstjórnin hefur svikið þjóðina og ber alla ábyrgð  á sölu Hitaveitu Suðurnesja og nýtingu erlendra aðila á jarðhitasvæðum á Reykjanesi til a.m.k.40 ára.Það er full ástæða til að rannsaka nákvæmlega þessi mál og fá fram allar ástæður fyrir þessum viðskiptum.Hafa verið greiddar ofurháar viðskiptavildir til þeirra sem hér eiga hlut að máli eða jafnvel mútur ? Það þarf að hreinsa óþverran af þessu máli strax og það verður ríkisstjórnin að gera. 


Hvaða leynd hvílir yfir eigendum Arion - og Íslandsbanka ?Utanþingsstjórn til 5.ára.

Ríkisstjórnin hefur verið að ræða um gegnsæi í stjórnsýslunni svo þjóðin geti hlutlaust metið á lýðræðislegan hátt starfsemi framkvæmdavaldsins. Þegar  hins vegar er  spurt  um nýju eigendur bankanna og stjórnendur þeirra ríkir algjör þögn.Það er eðlilegt miðað við alla fjármálaspillinguna ,sem undan er gengið,að allur almenningur geri kröfu um að fá fulla vitneskju um eigendur og rekstur bankanna.

Forsætis - og fjármálaráðherra ættu  sjá sóma sinn í ,að sýna í verki  að þeir vilji hafa öll opinber fjármálaviðskipti uppi á borðum.Sú leynd og endalausa pukur bankanna og stjórnmálamanna var megin orsök bankahrunsins.Þjóðin er besti endurskoðandinn ,við treystum ekki óhæfu löggjafar - og framkvæmdavaldi.Fjórflokkaklíkan á alþingi á m.a.stærstan þátt í að þriðji hluti þjóðarinnar er skuldsettur umfram eignir og þúsundir heimila búa við sára fátækt.

Hin  ágæta skýrsla endurskoðenda leysir takmarkaðan vanda á gjörspilltu löggjafarvaldi,það verður allt að víkja og skipuð verði jafnframt a.m.k. til 5 ára utanþingsstjórn,valinkunnra innlendra og erlendra sérfræðinga,sem jafnframt kenni þjóðinni að  virða almenna siðfræði,heiðarleika og réttarfarslegt lýðræði.

 

 


Gaf umhverfisráðhr.Svandís Svavarsdóttir leyfi fyrir gosinu á Fimmvörðuhálsi ?

Spurði ungur drengur sem var með foreldrum sínum við gosstöðvarnar í gærdag.Er ekki þessi sama kona að stöðva allar framkvæmdir í landinu bætti hann við ? Nærstaddir brostu og horfðu á drenginn.Ef hún lokar  gosinu ætla ég að lemja kerlinguna,við eigum það öll,sagði hann og við eigum líka norðurljósin,sem glitra á himninum.

 

 


Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja er 658 miljarðar - Er kvótinn sameign þjóðarinnar veðsettur fyrir skuldinni

Af hverju er ekki upplýst hvernig þessum viðskiptum er varið? Gaf ríkisstjórnin útgerðarfyrirtækjum heimild til að veðsetja óveiddan kvótann mörg ár fram í tímann? Við þessu verður þjóðin sem löggiltur eigandi fiskveiðiheimildanna að fá skýr svör frá ríkissjóði.

Hinsvegar væri ekki óeðlilegt að ríkisstjóður gæfi útgerðinni veðheimild lántöku fyrir uppgefnu fiskveiðmagni í byrjun hvers fiskveiðitímabils. Bankarnir geta ekki veitt nein lán út á sameign þjóðarinnar,nema með veðleyfi ríkissjóðs.

Þjóðin á skýra heimild á að fá upplýst hvaða láns - og veðheimildir   ríkissjóður veitir á hverjum tíma til einstaklinga og fyrirtækja vegna fiskveiðiheimilda.

Vonandi fær þjóðin vitnesjku um þessi mál í skýrslunni,sem á að birta þann 12.næsta mánaðar.Ríkisendurskoðun ætti að vera búin að upplýsa þessi mál fyrir löngu síðan.

 

 

 

útgerðar aðilum veðleyfi fyrir


Til haminju með kjör formanns í Frjálslindaflokknum.

Sigurjón Þórðarson er greindur og heiðarlegur stjórnmálamaður,sem mun njóta traust flokksmanna sinna og annara sem láta sjávarútvegs- og velferðarmál til sín taka.Hann hefur eins og kunnugt er skrifað um árabil mikið um breytingar á fiskveiðiheimildum þjóðariannar,eignarrátti ,framsali og leigu á kvóta o.fl.

Það verður áhugavert að fylgjast með framgöngu hans sem formanns flokksinssins og hvort honum tekst að ná til flokksins breiðari fylkingu sjómanna.

Ég óska honum velfarnaðar og skora jafnframt á alla að veita honum góðan framgang


Langavitleysa ríkisstjórnarinnar við skuldavanda heimilanna heldur áfram.

Í dag birtist þjóðinni lokasvar ríkisstjórnarinnar við skuldavanda heimilanna.Þær nýju aðgerðir sem nú er greint frá er samansafn af óskilgreindum úrlausnum með hliðstæðum rökum og fyrri tillögur ríkisstjórnarinnar.Haldið er áfram að ýta á undan sér skuldum heimilanna og lengja jafnframt í  skuldahalaanum.

Séu þetta einu úrlausnir ríkisstjórnarinnar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar,þá er ljóst að  blekkingaráróðurinn nær ekki tilgangi sínum til kjósenda.Það er eins og ríkisstjórninni sé fyrirmunað að hugsa skýrt og rökrétt þegar skuldamál heimilanna eru annars vegar.Höfuðstólar skuldanna hækka sífellt á meðan allar eignir stórlækka í verði.Það er vegið að ofan og neðan að heimilum í landinu.

Verðtryggingin er höfuðvandamálið,verði hún ekki aflögð tekst aldrei að leysa heimilin undan því oki,sem á þeim hvílir.Bankarnir og ríkissjóður hafa látið lántakendur  bera allan kosnað af verðtryggingunni.sem sett var á til bráðabyrða fyrir 26 árum.Engin þjóð í Evrópu er með verðtryggingu innan sinna efnahagsmála,enda skekkir hún alla eðlilega lífsafkomu heimilanna.Þjóðina hefur skort einingaranda í þessum málum,nú hefur ríkisstjórnin lagt fram aðgerðaplan,sem leysir engan vanda,hún er að ranghverfa staðreyndum og blekkja fólk.Þjóðin verður að standa saman með aðgerðum sem þingið skilur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband