Sífelld lýgi ríkisstjórnarinnar glymur í eyrum þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin heldur því stöðugt fram,að lískjör séu að batna hér á landi.Á sama tíma fjölgar stöðugt þeim fjölskyldum,sem leita framfærsluaðstoðar.Fátækt eins og hún er skilgreind  hér á landi hefur aukist stöðugt frá frá l998,þegar hún var 13 ,6%,en er nú um 30%,hefur rúmlega tvöfaldast.Þá  er um 30% öryrkja og ellilífeyrisþega undir fátækramörkum og 32% einstæðra foreldra einnig.Sé miðað við hin Norðurlöndin erum við með 2 - 3 sinnum meiri fátækt en hjá umræddum aðilum hérlendis.

Þessar niðurstöður afhjúpa lýgi ríkisstjórnarinnar um kaupmáttaraukningu þessa lálauna fólks.Þeir virðast trúa því , að stöðug og sífelld ósannyndi geti  orðið í hugum fólks að sannleika.Treysta á vanþekkingu kjósenda og beita sömu aðferðum og þekkt eru í alræmdum einræðisríkum,að endurtaka lýgina með upplognum tölum,sem verða til innan þeirra eigin stofnana.

Á þessu verða kjósendur að vara sig og byggja sína þekkingu á áreiðanlegum hagtölum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands ,ASÍ,Hagstofunnar.o.fl.aðila. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðat þegar ég vissi var fátækt mæld þannig: Að ef þú ert undir meðal launum ertu fátækur. ef 3 þegnar væru í samfélaginu en verðlag það sama. Einn væri með 1.000.000 á mánuð annar 5.000.000 og sá 3 30.000.000 væru  þá væru 2/3 undir undir meðaltali samt gætu allir lifað mjög góðu lífi.

 Staðan er þannig að lítill hópur þjóðarinnar undir 4000 manns, sem vinna 24 tima sólahringsins 365 daga ársins hafa vegna menntunar sinnar náð árangri með fyrirtækinn sem þeir eru hjá og fá því hærri tekjutengd laun en áður og því hækkar áður nefnd % þín frá 1998.

1998 Er ekki valið fyrir tilviljun þar sem ég hef ekki aðgang að þessari töflu sem þú ferð eftir en þekki staðreynd málsins. Ætla ég að gera mér það í hugarlun að staðan hafi batnað mjög á árunum 1995-1998 en hafi versnað eftir það þar sem vissir hópar hækkuðu í einkavæðinngunni. Samt sé staðan betri en árið 1994   

 Staðreyndinn er því sú að kaupmáttur hefur því aukist.

arnar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 13:24

2 identicon

Síðat þegar ég vissi var fátækt mæld þannig: Að ef þú ert undir meðal launum ertu fátækur. ef 3 þegnar væru í samfélaginu en verðlag það sama. Einn væri með 1.000.000 á mánuð annar 5.000.000 og sá 3 30.000.000 væru  þá væru 2/3 undir undir meðaltali samt gætu allir lifað mjög góðu lífi.

 Staðan er þannig að lítill hópur þjóðarinnar undir 4000 manns, sem vinna 24 tima sólahringsins 365 daga ársins hafa vegna menntunar sinnar náð árangri með fyrirtækinn sem þeir eru hjá og fá því hærri tekjutengd laun en áður og því hækkar áður nefnd % þín frá 1998.

1998 Er ekki valið fyrir tilviljun þar sem ég hef ekki aðgang að þessari töflu sem þú ferð eftir en þekki staðreynd málsins. Ætla ég að gera mér það í hugarlun að staðan hafi batnað mjög á árunum 1995-1998 en hafi versnað eftir það þar sem vissir hópar hækkuðu í einkavæðinngunni. Samt sé staðan betri en árið 1994   

 Staðreyndinn er því sú að kaupmáttur hefur því aukist.

arnar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband