Skrautsýning Gay Pride um næstu helgi - Er athyglissýkin að skemma fyrir samtökunum?

Markviss barátta samkynhneigðra á undanförnum árum fyrir réttindum sínum hefur skilað góðum árangri.Þeir hafa opnað dyrnar fyrir þúsundum Íslendinga,sem geta nú horft fram á veginn af öryggi og bjartsýni.Þessi barátta tekur samt seint endir,alltaf verða margir,sem sjá homma og lesbíur í öðru ljósi en gagnkynhneigðra.

Þessar miklu skrautsýngar á síðari árum til að sýna kraft og getu samtakanna eru að mínu viti komnar út í öfgar.Það er hægt að halda hátíðar á margvissari hátt með yfirveguðum hætti með því að höfða meira til tilfinninga fólks með látlausum tjáningum í stað hvers konar skrautsýninga, öskurs og trumbuslátta.Vissulega eiga samkynhneigðir að halda sína hátíð í miðbænum með ræðum,hljómleikum og ýmsum öðrum skemmtiatriðum.

Manni finnst að umgjörð sýninganna séu mótaðar af ákveðinni athyglissýki,sem yfirtekur góðan ásetning og getur skapað ákveðna tortryggni.

Gleðilega hátíð hommar og lesbíur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband