Ég nefni þá bloggbleyður,sem eru með lokaðar heimasíður.

Blogg er m.a. til að skiptast á skoðunum,auka þekkingu sína,gagnrýna og lofa það sem vel er gert.Skapa opnari viðræður um daglegt líf og kynnast fjölda fólks og viðhorfum þess.Allt er þetta mjög jákvætt ef allir sýna hvor öðrum tillitssemi og viðeigandi háttsemi.Vitanlega skarast allar skoðanir manna,lífsýn manna eru jafn fjölbreytileg eins og við erum mörg.

Nokkrir stjórnmálamenn þar á meðal ráðherrar eru með lokaðar heimasíður.Mér finnst þeir eiga ekki heima í blogginu.Það ættu að vera reglur hjá Morgunblaðinu um, að bloggsíður eigi að vera opnar og allir skrifi undir með réttum nöfnum.Finnst nokkrum það heiðarleg framkoma að deila á menn og málefni og leyfa engum  andsvör á sínu bloggi ? Ég leyfi mér að kalla þessa aðila bloggbleyður,sem ættu að hverfa sem allra fyrst úr bloggheimum.Þeirra verður örugglega ekki sárt saknað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

sammála þér Kristján

Hallgrímur Óli Helgason, 14.9.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég tek undir með þér. Ég segi bara, þetta fólk er að skrifa einhverja minnispunkta fyrir sjálft sig. Ég er ekki að hnýsast í einkamál annarra og læt því alveg vera að lesa það.

Þórbergur Torfason, 14.9.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband