Borgarstj.reynir að réttlæta alvarleg afglöp - Einangraður í eigin flokki -Opinber rannsókn.

Þessi frægi fundur dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur Energy Invest stjórnarm.Bjarni Ármannsson ,sem sameinaðist Geysi Green Energy s.l.miðvikudag.Borgarstj.sem situr í stjórn OR fyrir hönd borgarinnar hefur heldur betur komist í sjálfheldu.4.miljarða áhættu framlag OR í REI hafði ekki fengið formlegt samþykki borgarfulltrúa í hans eigin flokki,þar sem þeir voru mótfallnir að opinber fyrirtæki taki þátt í áhættufjárfestingum.Auk þess hafi þessi fundur verið boðaður með sólarhrings fyrirvara,en  lögum samkvæmt þarf viku fyrirvara.Fundurinn er því kolólögmætur af þeim sökum

Þegar svo kom í ljós,að Bjarni Ármannson hafði keypt hlut í hinu nýja félagi fyrir l.5 miljarð kr.og nokkrir gæðingar OR frá 7 - 23 milj.og óbreyttir starfsm.áttu að fá 100 -300 þúsund þá sprakk blaðran og varð að illkynjuðu meini.Hver hafði heimilað þessi viðskipti?Borgarstj.Vilhjálmur,Bjarni Ármannsson og hverjir aðrir báru ábyrgð á þessu fjármálahneyksli.Viðskiptin fóru fram á genginu 1.3,sem talið er að hafi þegar meira en tvöfaldast.

Það verður ekki hjá því komist,að fram fari opinber rannsókn á þessum gjörningi öllum,svo ljóst sé hvort borgarstj.hafi framið embættisafglöp,sem leitt geti til afsagnar hans og sömuleiðis verði Bjarni látinn gera fulla grein fyrir á hvaða forsendum og með leyfi hvers hann átti þessi persónulegu viðskipti.Sama gildir um aðra kaupendur í þessu máli.Þegar græðgin er farin að naga ríkisfyrirtækin innan frá  með þessum  hætti , þá er tími til að segja STOP.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband