Starfsm.Hitaveitu Reykjavíkur eiga engan rétt á kaupréttarsamningum frá Reykjavík Energy Invest.

Það fordæmi,sem viðhaft er nú af stjórnarmönnum Hitaveitu Reykjavíkur með borgarstjórann í broddi fylkingar að leyfa starfsmönnnum Hitaveitunnar að kaupa bréf í Reykjavík Energy Invest á hálfvirði er afar slæmur gjörningur.Halda þessir stjórnarmenn,að starfsm.Hitaveitu Reykjavíkur séu eitthvað verðmætari sinni stofnun,en t.d.sérmenntaðir starfsmenn við heilbrigðiskerfið ,menntamál,löggæslumál o.fl.Náttúrlega ekki,þessi kauréttarsamningur er bittlingur og hreint bull af hendi stjórnarmanna Hitaveitunnar.Það heyrist ekki orð frá aðilum vinnumarkaðarins né BSRB um þessi viðskipti.

Bréfakaup Bjarna Ármannssonar á hálfvirði hjá þessu fyrirtæki upp á einn og hálfan miljarð,er talin vera hluti af hans samningi við fyrirtækið.Þeir sem gera slíkan samning er með öllu óhæfir að fara með opinbert fé landsmanna.Það verður ekki heldur séð,að fyrrv.bankastj.Bjarni Ármannsson hafi neina yfirburða fjármálaþekkingu né tækni - og vísindalega sérþekkingu á þessu sviði  umfram fjölda annara manna,sem gagnist fyrirtækinu sérstaklega í þeirri framrás sem fyrirhuguð er.Við höfum nóg af hæfum mönnum í þessa forstjórastöðu,sem ekki þarf að greiða miljarða í kaupréttarsamninga.Hvernig var ráðingu þessa manns háttað? Svona launasamningar magna upp mikinn óróa í verðandi launasamingum,sem mun hækka vöruverð og auka verðbógu í lanmdinu.

Var ekki nóg fyrir þjóðina,að fá staðfest að bankastjóri KB banka fékk yfir 800 miljónir í árstekjur á s.l ári.Það fer að verða vandfunndinn sá staður í víðri veröld,þar sem fjármálaspillingin hefur grafið sig dýpra en á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband