Sveigðu framhjá slösuðum manni á Vesturlandsvegi - Hvað veldur ?

Enn og aftur gerist það,að ekið er fram hjá slösuðum manni .Í þessu tilviki var um að ræða mann á áttræðisaldri,sem hafði  dottið á veginum rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú.Talið er að minnsta kosti fjórir ökumenn hafi ekið fram hjá gamla manninum liggjandi  á veginum,en hann hafði fengið mikinn höfuðáverka.

Hvað veldur þessum viðbröðgum ökumanna,er erfitt að meta,kannski hræðsla við að sjá ástand hins slasaða,sumir þola illa að sjá mikið blóðstreymi,enn aðrir vilja ekki blanda sér í það sem kann að gerast á slysavettvangi.Það er algengt að ökumenn tilkynni lögreglunni um slys,sem þeir hafa ekið fram hjá,en ekki skoðað neitt slysavettvang.Það er þó lögboðin skylda okkar allra að veita í slysatilfellum alla þá aðstoð ,sem okkur er möguleg,þar til lögregla og sjúkrabílar koma ástaðinn.Eftir að GSM símar urðu almenningseign er auðvelt að fá leiðbeiningar um fyrstu aðgerðir  á slysstað gegnum 112.

Versta sem þú gerir sjálfum þér,er að aka framhjá slösuðu fólki og vera síðan með eilífa sektakennd um að þú hefðir getað hjálað viðkomandi.Ef þú treystir ekki sjálfum þér að veita fyrstu aðstoð,stöðvaðu þá næstu bifr.og fáðu hjálp.Hver stund er dýrmæt við slíkar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband