Veðsettar fiskveiðiheimildir til fjölda ára fyrir hundruð miljarða -Hvernig verður þeim úthlutað ?

Eins og kunnugt er dæmdi Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna tveimur íslenskum sjómönnum í vil í máli þeirra gegn ísl.stjónvöldum v/kvótalausra veiða.Flestir Sjálfstæðismenn, sem hafa fjallað um þessa niðustöðu Mannréttindanefndar telja enga ástæðu til að breyta neinu um meðferð fískveiðiheimilda við Ísland.Hver skyldi ástæðan vera önnur en sú ,að sex stærstu útgerðarfélögin í landinu hafa yfir að ráða yfir 60 % veiðiheimilda og eru gegnir og góðir flokksmenn Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.

Svo geta menn líka íhugað,hvernig hægt sé að umbreyta úthlutun fiskveiðiheimilda,sem hafa verið veðsettar hjá innlendum og erlendum lánastofnunum fyrir hundruð miljarða til marga ára .Þá er talið um að á annað hundrað miljarðar hafi verið  tekið út úr reksrti útgerðarfyrirtækja og fjármagnað í óskyldum rekstri eða komið fyrir í skattlausum"skúffufyrirtækjum" víðsvegar um heiminn.

Hvar ætla menn að finna sameign þjóðarinnar fiskinn í sjónum ? Honum var öllum af yfirlögðu ráði stolið frá þjóðinni með  ýmsum stjónsýsluaðferðum byggða á röngum"lagaákvæðum ",sem brutu í bága við ótvíræð lagaákvæði um að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar.

Niðurstaða Mannréttindastofnunar SÞ er tilefni til alls herjar uppskurðar á úthlutun fiskveiðiheimilda  við Íslandsstrendur.Öllu  ólögmætu braski  á fiski verði hætt og ríkið úthluti fiskveiðiheimildum eftir landsbyggðum eins og til er ætlast í niðurstöðu  Mannréttindastofnunarinnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband