Skjöl hjá FBI um Halldór Laxness ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Ættingar Laxness hafa beðið Ingibjörgu Sólrúnu,utanríkisráðhr. að kanna hvort þeir geti komist í skjöl honum tengd,sem vistuð eru hjá alríkislögreglunni FBI.Utanríkisráðhr.hefur orðið við beiðni ættingjanna.Umrædd gögn eru búin að vera hjá FBI yfir 60 ár.Guðný dóttir Halldórs segist enga skýringu hafa á þessari miklu leynd,sem yfir þessu máli hvíli,nema ef vera skyldi til verndar öðrum,sem kynnu að tengjast hlerunarmálum.

Þetta hefur haft þau áhrif,að ekki var hægt að gefa út verk Laxness í 50 ár í Bandaríkjunum.Guðný heldur því fram að njósnabeiðnin hafi á sínum tíma komið frá Bjarna Benediktssyni og ísl.ríkistjórninni.Í dag myndi maður kalla þetta landráð segir Guðný.

Vissulega væri fróðlegt að vita hvaða fleiri upplýsingar  eru vistaðar um Íslendinga hjá FBI,sem þeir hafa aflað með símahlerunum og öðrum hætti hérlendis m.a,á kaldastríðs árunum.Sú rannsókn,sem fram fór nýlega varðandi  Jón Baldvin Hannibalsson,þáverandi utanríkisráðhr.um meintar símahleranir í ráðuneytinu voru gagnslausar,þar sem þeir sem yfirheyrðir voru löggæslumenn,sem bundnir voru trúnaðarheiti í starfi og höfðu því enga lagalega heimild til að skýra frá málavöxtum.Rannsóknin leiddi af þeim sökum ekkert saknæmt í ljós og fullyrðingar  Jóns Baldvins standa ennþá óupplýstar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Manni grunar helst að upplýsingar þær sem eru sagðar "hættulegar þjóðaröryggi bandaríkjana" vera svo vegna þess að þá kæmist upp um svikult hlutverk lítilsgildra manna hér á landi sem voru að lepja í þá upplýsingum um hinn "stórhættulega" Laxness og fleyri varasama Íslendinga. Þeir "hlerunarfeðgar" Bjarni Benediktsson og Björn Bjarnason gætu líka verið afhjúpaðir illilega með óvarlegri birtingu trúnaðarskjala og BB að svara óþægilegum spurningum....kannski.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.2.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband