Borða minna og hreyfa sig meira -burt með fæðubótaefnin og megrunarvörur

Fæðubótaefnin eru ætluð til viðbótar við venjulegt fæði.Hvers konar megrunarefni til að auka fitubrennsluna eru markaðssett undir alls konar formerkjum.Satt best að segja finnst mér þetta komið út í slíkar öfgvar,græðgin ræður ferðinni ,en ekki heilsusamlegt líferni.Áhrifamesta þyngdarstjórnunin er jákvætt hugarfar, bætt matræði og heilbrigður lílstíll.

Það þarf engin töfralyf til að halda réttri þyngd,borða bara aðeins minna og hollann mat og umfram allt hreyfa sig  a.m.k 3-4 sinnum í viku og helst daglega sé þess kostur.Ég hef tileinkað mér þennan lífsstíl til að halda kjörþyngd með góðum árangri alla mína æfi.

Það er með ólíkindum hvað fólk er auðtrúa  og móttækilegt fyrir þessum fæðubótaefnum,og skyndilausnum í hvers konar töfluformi .Við fáum öll efni,sem við þurfum úr hollum mat. Þá kosta þessar vörur offjár.

Látið ekki markaðssetningar vera ykkar leiðarljós í matræði,þið sjálf eigið að byggja upp ykkar eigið heilbrigði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband