Sparufé landsmanna í bönkum er ekki að fullu ríkistryggt - um lágmarksverd er að ræða.

Samk.lögum frá 1999 er ætlað að veita innistæðueigendum  í viðskiptabönkum og sparisjóðum lágmarkvernd.Um þetta fjallar  m.a.Þorvaldur Gylfason prófessor í Fréttablaðsgrein í dag.Eins og kunnugt er gengur ísl.bönkum illa að fá lánsfé á þeim kjörum hjá erlendum lánastofnunum   vegna skuldatryggingarálags ísl banka.Talið er að þeir loki a.m.k.tímabundið eða að mestu leiti fyrir lán til íbúðarkaupa af þessum ástæðum og á meðan Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum.

Ekki hefur verið upplýst,af hverju ísl.bankar fá ekki sömu lánakjör og aðrir bankar  erlendis.Gæti ástæðan verið sú,að þeir eru skuldsettari og eignarstaðan svo bágborin að  erlendir lánadrottnar treysta ekki lengur ábyrgðum þeirra .Eru víkingar ísl.útrásarinnar,sem margir hafa lofað  í  hástert búnir að missa tiltrú lánadrottna sinna vegna  áhættu - og glæfralega viðskipahátta.Þá hafa laun bankastj.og ýmissa forstjóra stórfyrirtækja  upp á hundruð milj.vakið mikið vantraut og reiði fólks á meðferð fjármuna hjá þessum aðilum.Margir hugleiða að breyta innistæðum sínum a.m.k.tímabundið í viðskiptabönkum sínum í erlenda gjaldeyrisreikninga á meðan mikil óvissa ríkir um fjárhagsstöðu bankanna. 

 Er að myndast biksvartur dökkvi út við sjóndeildarhringinn.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Biksvart við sjóndeildarhringinn? Ég held að þetta sé verra en svo.  Það sem óábyrgt í íslensku þjófélagi í dag, er það er ætlast til að okur á launafólki í formi vaxta eigi að borga brúsann.  Eins og alltaf þegar vantar pening svo topparnir lækki ekki í launum.

Bankar virðast aldrei þurfa að bera neina ábyrgð á gerðum sínum. Þeir spila hlutabréfapóker með peningum sem þeir eiga ekkert í, og þegar þeir tapa, hækka þeir bara vextina til að fá meirin peninga til að spila fyrir.  Alveg innilega sammála greininni  þinni.

Ríkið tryggir bara einkabanka upp að vissu marki. Restin er áhætta launafólks sem verður líklegast rænd með heimatilbúinni verbólgu, eins og venjulega.

Óskar Arnórsson, 24.2.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband