Þingmenn og ráðhr.hafa fengið á annan miljarð v/eftirlaunafrumvarpsins síðan 2003.

Nú þegar verið að rífa málið upp þá er það Samfylkingin sem það gerir.Valgerður Bjarnadóttir lagði nýlega fram frumvarp  um að eftirlaunafrumvarið yrði afnumið og nú hefur Ingibjörg Sólrún lagt til að í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar að það verði afgreitt áður en þingið fer í sumarleyfi.

Ekki heyrist neitt  marktækt frá stjórnarandstöðufl.í þessu máli,nema hvað þeir reyna að gera gys að Ingibjörgu.Þá er öllum kunnugt eineltið sem Stöð 2 hefur haldið uppi gangvart Ingibjörgu í fleiri vikur út af þessu máli.Það á að þakka Ingibjörgu og Valgerði fyrir að taka málið upp í þinginu,þær sýna í verki að Samfylkingin vill afnema þetta dæmalausa óréttlæti,sem var þingheimi til háborinnar skammar og mæltis eðlilega mjög illa fyrir hjá aðilum vinnumarkaðarins á sínum tíma.Rétt er þó að geta þess að Samfylkingin að einum þingmanni undanskilið og VG samþykktu ekki fraumvarpið í meðferð þingsins.Það kann þó ekki góðri lukku að stýra þegar sjálft alþingi skapar svona fordæmi fyrir sjálft sig og æðstu embættismenn þjóðarinnar.Það er hörmulegt að heyra suma alþingismenn réttlæta svona afglapaverk.Það verður fróðlegt að sjá hvernig VG,Framsókn og Frjálslyndir koma að þessu máli.

164 þingmenn og ráðhr.fengu greitt á s.l.ári 250 mil.kr.í eftirlaun samk.umræddu eftirlaunafrumvarpi.Líklegt er að þessi hópur hafi frá 2003,er frumvarpið var samþykkt fengið greitt á annan miljarð kr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband