Hverjir tilnefndu þá menn,sem skyldu sæta símahlerana á árunum frá 1949 -1968 ?

Umræða fór fram í þinginu í dag samk.ósk Helga Hjörvars í tilefni af greinar Kjartans Ólafssonar fyrrv.ritstj.Þjóðviljans um símahleranir.Ég tel afar líklegt að núverandi dómsmálaráðhr.Björn Bjarnason viti hvaða menn tilnefndu þá, sem skyldu hleraðir á þessum tíma.Samkvæmt þeirra tilvísun  fór lögreglan fram á milligöngu dómsmálaráðhr. gangvart dómstólum.Þó svo að þeir menn, sem hér áttu hlut að máli séu allir látnir ætti dómsmálaráðhr.að upplýsa þjóðina um ,hvaða embættismenn og ráðhr.stóðu að baki þessum aðgerðum.Dómsmálaráðhr.staðfestir að dómarar hafi í öllum tilvikum úrskurðað þessar hleranir og þær séu því lögmætar.

Á þessum árum var lögboðin skylda að tilgreina nákvæmlega upplýsingaaðila áður en dómsúrskurður skyldi upphveðinn.Liggja slíkar upplýsingar fyrir í þessu máli? Óska eftir að dómsmálaráðhr.upplýsi þetta mál til fulls.Persónulega tel ég að dómsmálaráðhr.ætti að biðja alla viðkomandi aðila og ættinga þeirra fyrirgefningar á þessum hlerunum,sem leiddu ekki til sakfellingar nokkurs manns.Dómsúrskurðir í þessum málum breyta þar engu um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband