Sett verði lög fyrir ferðamenn um hálendissvæðin vegna öryggismála o.fl.

Á hverju ári verða bjögrunarsveitir að fara í fjölda leiðangra inn á hálendið að leita að fólki,sem hefur  villst af leið ,fest  eða skemmt farartæki sín og hafa ekki nothæfan fjarskiptabúnað eða alls engan meðferðis.Þá láta sumir aðalega útlendingar ekkert af sér vita.

Skipulagðar leitir fjölmennra björgunarsveita eru afar kosnaðarsamar og fáir eru tryggðir fyrir slíkum aðgerðum.Ég viðurkenni að mig skortir þekkingu á þessu sviði bæði framkvæmda - og lagalega séð.Er eins og hver annar Íslendingur,sem heyrir frásagnir í fjölmiðlum af hvers konar leitar - og björgunaraðgerðum.

Mér hefur oft dottið í hug,að hálendissvæði ,sem eru hættuleg yfirferðar væru öll kortlögð með ákveðnum litum,mælikvöðrum og kennimörkum.Sett yrðu lög um að allir þeir sem fara um þessi svæði verði að tilkynna ferðamálaskrifstofum ferðaáætlun sína nákvæmæmlega og þeim sé skylt að hafa öruggan og viðurkenndan fjarskiptabúnað meðferðis.Fari ferðamenn í heimildarleysi inn á þessi svæði séu ákveðin viðurlög við að brjóta þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband