Hrein staða við útlönd neikvæð um 2095 miljarða - Viðskiptahalli aldrei meiri.

Við lok annars ársfjórðungs vernaði staðan um 27 míljarða.Þá var viðskiptahalli óhagstæður  um 128 miljarða á öðrum ársfjórðungi.

Ég ætla mér ekki að gerast spámaður um framtíðarstöðu þeirra 319 þúsund íbúa,sem hér búa við slíka skuldastöðu og viðskiptahalla.Miðað við höfðatölu erum við  skuldsettasta þjóð veraldar.Það gleymist alltaf þegar verið er að telja okkur í trú um að við séum eitt ríkasta land heimsins.

Ég held að tímabært sé að upplýsa þjóðina um heildar efnahagsstöðu hennar og framtíðarsýn í víðtækum skilningi.Fjárlögin eru að mestu eins árs framkvæmda - og rekstraráæltun ríkissjóðs. sem gefur okkar enga innsýn í skuldir banka og fyrirtækja,sem eru í reynd aðalorsakavaldar þess mikla fjárhagsvanda sem þjóðin býr nú við.

Sumir erlendir sérfræðingar telja að hugsanlega verði bankarnir gjaldþrota,þar sem þeir hafi ekkert lánstraust lengur á hinum almenna heimsmarkaði,hvað verður þá um sparifé þjóðarinnar ?. 


mbl.is Viðskiptahalli aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bankamenn halda því fram að 500 milljarða lán ríkissjóðs muni ekki duga til að bjarga bönkunum, lánið þurfi að vera í það minnsta 1000 milljarðar. 

Sigurður Þórðarson, 4.9.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Eins og skuldastaðan er nú þarf gott betur.Ríkissjóði ber engin skylda til að hjálpa bönkunum eftir að þeir voru seldir,engin ríkisábyrgð er til staðar lengur.Ég held að best væri fyrir þjóðina að fá hingað öflugan EVRU banka og skipta eins fljótt og auðið er yfir í evru,króan er löngu dauð,varð það reynar fljótlega eftir að henni var ýtt úr vör.Það máttu náttúrlega allir vita,sem höfðu eitthvað fármálavit,að örmynt eins og krónan gæti ekki staðið af sér opna  samkeppni  á heimsvísu.

Kristján Pétursson, 4.9.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband