Er forsætisráðhr.strengjabrúða Seðlabankastjóra ? Glitinsmálið staðfestir það.

Hvenær verður mælirinn fullur hjá ríkisstjórninni og Seðlabankastjóri látinn hætta störfum.

Seðlabankinn og reyndar ríkisstjórnin líka hafa aldrei komið með heildstæða áætlun til að vinna sig út úr fjárhagsvandanum.Seðlabankinn átti fyrir mörgum árum síðan að vera búinn að ná samningum við aðra Seðlabanka m.a. Norðirlandanna um aðgang að nægu lausafé,nákvæmlega eins og samvinna hinna Norðurlandanna hefur verið um langa hríð.Þetta fé hefði svo Seðlabankinn okkar geta notað ef illa áraði til að hjálpa bönkunum okkar.

Það þýðir lítið eins og Davíð gerir og forsætisráðhr.að hlaupa til og ætla að ná stórum lánum þegar heimskreppa er skollin á.Það sama gilti reyndar um alla bankana,þeir sinntu ekki að byggja upp lausafjárstöðu sína þegar vel áraði,þeir óðu áfram án nokkurrar ábyrgðar og fyrirhyggju og lentu síðan í slíku strandi,að mikil óvissa er um að þeim verði aftur ýtt úr vör.

Það þarf að taka skjóta ákvörðun um hveru langt ríkissjóður á að ganga til að hjálpa bönkunum út úr sínum ógöngum.Fari þeir á hausinn þarf ríkissjóður að tryggja að landsmenn missi ekki sparifé sitt,en að öðru leiti eiga landsmenn ekki að taka á sig fjárhagslega ábyrgð  fyrir þessa einkabanka,sem engin ríkisábyrgð hvílir á.

Við erum búin að horfa áratugum saman á þessa frjálshyggju menn,sem hafa í pólutísku skjóli íhalds og framsóknar gleypt bankana og verðmætustu fyrirtæki landsins.Halda svo þessir sömu menn,að þjóðin sé tilbúin að senda björgunarskip til að draga banka og fyrirtæki þeirra að landi.Gróði þessa fyrirtækja er vandlega falinn í skattaparadísum víðsvegar um heiminn.Það eru þessir sömu aðilar,sem segjast ekki eiga neitt lausafé til að reka bankana.Hvað um hundruð miljarða hagnað þessa banka og fyrirtækja á undanförnum árum,sem þeir hældu sér af ársfjórðungslega,hvar er hann núna ? Var stöðugt verið að ranghverfa  staðreyndum og blekkja þjóðina ? Var ekki nóg komið að þessir sömu aðilar fengu t.d.bankana á algjörum spottprís?

Nú eru þessir útrásarmenn nýju Víkingaaldarinnar  vonandi að hverfa af vettvangi og talsmenn frjálshyggjunnar hafa degið sig inn í skelina , þegar sýnilegt var öllum ,að grægðin var orðin að illkynjuðu þjóðarmeini. 

Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp  fjárhagslega heilbrigt þjóðfélag,við þurfum öll að geta dregið lærdóma af reynslunni og haft hemil á grægði peningavaldsins, sem þegar hefur dregið með sér í fallinu tugþúsundir Íslendinga.Það er nógu lengi búið að draga yfir höfuð manna pólutískt svartnætti,við þjóðin verðum að fá nýja liðsmenn til að lýsa okkur veginn.Davíð og Geir eiga strax að yfirgefa skútuna ,síðan má hræra í hinum pólutíska potti og sjá hvort eitthvað af þessu liði sé á vetur setjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband