Á að fórna lífeyrissjóðum landsmanna til að draga bankana upp úr forinni.

Mér lýst ekki vel á þessa úrlausn, nema þá helst að  lánin verði verðtryggð með ríkisábyrgð og háum vöxtum.Þetta kemur í ljós um helgina.Í kjölfarið fáum við væntanlega einhverja auknar bankatryggingar frá Norðurlöndunum.

Við verðum að gæta hófs á lánveitingum til bankanna.Þessir þúsunda miljarða skuldsetning þeirra er okkar litla þjóðfélagi ofviða.Helst vildi ég sjá við þessar aðstæður öflugan ríkisbanka,sem Seðlabankinn gæti þjónað með öruggum hætti.Einkabankarnir verða að bera fulla ábyrgð á sínun rekstri,enda eiga þeir engan lagalegan rétt á fjármunum úr ríkissjóði.

Við erum þó reyslunni ríkari af frjálshyggjunni eftir þessar ófarir,þar hefur græðgin ráðið ríkjum og dregið með sér niður í fallinu þúsundir manna.Líklegt er að fólk flykkist umvörpum úr landi ef þessari óáran lýkur ekki senn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk er þegar farið að flykkjast úr landi, sérstaklega ungt barnafólk. Er það ekki stefnan hjá sjórnvöldum? Nei, fyrirgefðu! Ríkisstjórnin er ekki með meina stefniskrá! Alveg rétt.

Ég er alla vega fluttur frá landinu og vona að ég eigi aldrei eftir að stíga fæti þar niður framar..

Óskar Arnórsson, 5.10.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband