Knýja fram lausnir með valdi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - ESB ríki okkur andstæð.

Það virðist nokkuð augljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríki innan ESB ætla að reyna að knýja Íslendingina til að gera upp við sparifjáreigendur á Bretlandi,Holllandi Þýskalandi og reyndar víða áður en kæmi til úthlutunar úr sjóðnum.Smáríki eins og Ísland eru sýnilega talin auðveld bráð,sem hægt sé meðhöndla að vild.Við höfum verið að vona að öll Norðurlöndin stæðu með bræðraþjóð sinni til að leysa okkur að hluta til úr skuldasnörunni,sem sífellt herðir meir að.Augljóst er að ísl.þjóðin gæti aldrei ein  og óstudd komist út úr þessu skuldafeni.

Um ein miljón sparifjáreigenda í nokkrum Evrópulöndum virðast hafa tapað um  eitt þúsund miljörðum,en ekki hefur ennþá verið upplýst um hver endanlega tala er.Þá hefur ekki heldur verið upplýst  um hver fjárhagsleg staða ísl.bankanna er hérlendis.Maður hefði haldið ,að nóg hafi verið lagt á þjóðina okkar að vera með handónýta  mynt,sem búin er að rústa hagkerfið,en að þjóðin þurfi samtímis að vera lömuð af ótta og sorg vegna aðgerða nokkra fjárglæpamanna,sem í skjóli afglapahátta pólutískra ráðhr.og óhæfra embættismanna ,sem hafa haldið verndarhendi yfir þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband