Reiðin og óttinn magnast - Vænta má alvarlegra átaka innan tíðar.

Það blikar í hörð átök í þjóðfélaginu vegna langvarandi mótlæti og stjórnleysi ríkisstjórnarinnar.Fylgifiskar fátæktar og skorts skapar mikla andúð og reiði og fólk getur hæglega misst tímabundið vald á dómgreind sinni.Ef mönnum veitist erfitt að hemja reiði sína vegna úrræðisleysis og heimsku stjórnvalda,þá er skynsamlegt að varast sérhvert tilefni,er getur valdið skapofsa og hömlulausa bræði.Þetta ætti ríkisstjórnin og viðkomandi stjórnvöld að hugleiða vel vegna stigvaxandi spennu í þjóðfélaginu,sem m.a.kemur fram í átökum við lögreglu og skemmdarverka.

Það getur reynst afar erfitt hlutskipti að veita ríkisstjórninni og fjármálavaldinu fyrirgefningu,sem hafa  endurtekið mjög alvarlegar misgjörðir á hlut saklausra borgara með okurlánum,óðaverðbólgu,verðtryggingu,mútum og þjófnaði,auk verðlausrar myntar.Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að fela sig bak við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið,þeir bera þar fulla ábyrgð.Það er afar slæmt ef þjóðin þarf lengi að bera hefndarhug í brjósti vegna aðgerðarleysis og aumingjaháttar stjórnvalda,það geta orðið djúp sár sem erfitt reynist að græða.

Þegar þjóðin sér,að ríkisstjórnin ætlar enga ábyrgð að bera á misgjörðum sínum og engin marktæk rannsókn verður gerð á bönkunum,enda löngu búið að forfæra og breyta gögnum af fyrrverandi eigendum bankanna og koma undan fjármunum .Steinarnir sem Geir sagði að yrði öllum velt við,verða allir á sínum stað,Davíð hefur þetta lið allt í hendi sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband