Fyrst átti ríkisstjórnin að setja lög um skuldaaðlögun þjóðarinnar í heild,en taka síðan ákvörðun um aðgerðir í Icemálinu.

Það má segja að ríkisstjórnin hafi byrjað á öfugum enda,fyrst átti hún að meta nákvæmlega greiðslugetu bankanna,heimilanna og fyrirtækjanna.Þau nýju lög  um skuldaaðlögun heimilanna sýna okkur ljóslega,að þau eru óraunhæf og mjög illa skilgreind.Nýmæli lagabreytingarinnar  felst í því að sett er þak á greiðslujöfnun fasteignaveðlána,þannig að lánin lengjast að hámarki um þrjú ár.Þessi lenging í skulda hengingunni lækkar greiðslubyrði um 17%.enda séu þá lánin í skilum.Lán í frystingu verða sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun þegar affrystingu lýkur.Lánastofnanir munu fyrir 15.nóv.n.k senda bréf til viðskiptavina sinna,sem fara sjálfkrafa í greiðslujöfnun.Aðrir lántakendur sem eru í vanskilum verða að hafa samband við sína lánveitendur.Hér er því í reynd ekkert verið að lækka greiðslur af íbúðarlánum,aðeins verið lengja í skuldahengingunni og affrysta lánin.Höfuðstóllinn heldur áfram að stækka og gnæfir upp úr skuldasúpunni og verðtryggingin fæðir hann og klæðir ásamt handónýtri krónu.

Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina hugmynd um heildarkosnað þessa aðgerða,sem eru sýnilega stórlega vanmetnir,sama gildir um fyrirtæki í landinu.Náttúrlega átti fyrst að gera heildaráætlun um allan fjárhagslegan innlendan kosnað áður en farið var að ræða um greiðslur vegna Icesave samninganna,sem eru ekki í neinu samræmi við greiðslugetu þjóðarinnar.Við áttum strax að gera Iceþjóðunum ljóst hver hámarksgreiðsla þjóðarinnar gæti orðið samk.opinberum niðurstöðum.Hefðu þær ekki fallist á sanngjarna lausn,færu Íslendingar í málaferli.

Við hófum þessa baráttu í lausu lofti og ekki verður séð hvort eða hvenær við lendum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband