Lögreglustjórinn á Stór - Reykjavíkursvæðinu Stefán Eiríksson boðar nánari samvinnu við íbúana.

Lögreglustjóri boðar að lögreglan verði sýnilegri meðal fólks bæði á götum úti og hverfum borgarinnar.Hún muni reglulega heimsækja skóla og verustaði ungs fólks og reyndar hafa samband við alla sem hún geti veitt liðsinni.Þetta eru góð fyrirheit,sem ég veit að lögreglan getur sinnt með ágætum eins og hún gerði í nokkrum mæli fyrir allmörgum árum.

Það sem skiptir náttúrlega mestu máli er hvers konar trúnðarsambandi lögreglan nær við foreldra og ungmenni sem nýtist báðum aðilum sem best.Fólk finnur til öryggiskenndar þar sem lögregan er og það á ávallt að lýta á hana sem vini sína sem hægt er að treysta.Undir þessu trúnðartrausti verður lögreglan að standa, smá mistök geta sett hana á byrjunarreit.

Eins og allir löggæslumenn vita eru  hvers konar upplýsingar sem þeim eru veittar,hvort heldur sem trúnaðarmál eða ekki  mjög vandmeðfarnar svo þær valdi ekki trúnaðaraðilum vandræðum eða tjóni frá þeim sem þær beinast að.Til eru ýmsar öruggar leiðir til að koma áríðandi  og trúverðugum upplýsingum til lögreglu.Þá eru þekkt upplýsingakerfi lögreglu ,þar sem leitað er aðstoðar almennings við upplýsingaöflun án þess að hann þurfi að eiga neitt á hættu  afskipti af úrvinnslu mála.Þessi trúnaðarsambönd við lögreglu að láta hana vita um grunsamleg og meint afbrot er reyndar skylda hvers manns,það þarf bara að mynda rétta farvegi fyrir slíka samvinnu.

Ég óska lögreglustjóranum góðs gengis og það verður áhugavert að fylgjast með framgangi lögreglunnar á þessum  vettvangi.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fyrir tveimur árum síðan þá fengum við tvo lögreglumenn í hverfið okkar. Það búa ca. 800 manns í þessu hverfi. Lögreglumennirnir fara í skólann og ganga út um allt hverfið og tala við fólk um allt mögulegt. það hafa orðið ótrúlegar breytingar frá því við fengum þá hingað... Thats all

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband