Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fyrrv.ríkisstjórn og Hafrannsóknarstofnun bera fulla ábyrgð á eyðingu þorskstofnsins.

Það virðist augljóst,að hinar gegndarlausu veiðar í aðalfæðu þorsksins loðnan,rækjan og kolmuninn eiga  stóra sök á samdrætti í þorskveiðum við Ísland.Þá hefur kvótasetningin frá 1984,sem hefur staðið samfleytt í rúm  23 ár og átti að vernda og auka  fiskstofnana engu skilað,hefur reyndar aldrei verið minni frá árinu 1937.Þetta kerfi var sett upp fyrir stærstu útgerðarfyrirtækin í landinu,til að soga til sín aflaheimildir frá minni sjávarbyggðum umhverfis landið.

Ég hef rætt við nokkra skipstjóra og sjómenn,sem ég þekki persónulega og þeir telja að 25 -27% af fiski hafi verið hent í hafið eftir að sala og leiga hófst á kvóta 1991,auk annara svikaþátta við löndun.Ef þessar tölur eru raunhæfar hefur veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar verið byggð á kolröngum tölum á aflamarki í 16 ár.

Ég hef skrifað tvær greinar nýverið á bloggið mitt,þar sem ég legg fram ákveðnar tillögur um samvinnu við alla hagsmunaaðila í þessum málum,til að ná fram sönnum heimildum um aflamark og jafnframt að gera heildarbreytingar á fiskveiðistjórninni.Hvet alla til að  kynna sér þessi mál vel,þau varða fjárhagslega hagsmuni allrar þjóðarinnar.


Misvísandi kannanir um notkun fíkniefna geta skaðað aðgerðaráætlanir gegn þeim.

Af og til berast yfirlýsingar frá viðkomandi hérlendum yfirvöldum ,nú síðast frá heilbrigðisráðhr.um að fíkniefnaneysla fari mínkandi hérlendis.Eru þá menn  væntanlega að lofa þær forvarnar - og aðgerðaráætlanir,sem hér eru til staðar og störf löggæslunnar.Vissulega ber að fagna því sem vel er gert í þessum efnum.Ég spyr hins vegar á hvaða gögnum slíkar mælingar eru grundvallaðar.Mér er ekki kunnugt um neina þjóð a.m.k.í vestur Evrópu, treysti sér að meta með ábyrgum hætti , hvort dregið hafi úr fíkniefnaneysla í viðkomandi löndum.Hins vegar er ljóst,að alþjóðlegir glæpahringir sem tengjast fíkniefnum verða sífellt hættulegri og eru nú farnir að gera sig gildandi hér á landi.

Ég þekki vel til þessara mála og get ekki með nokkrum hætti séð eða áætlað,að úr neyslu þeirra dragi,þvi miður.Nýleg viðtöl við Ófeig Þorgeirsson yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans benda fremur til versnaði ástands þeirra neytenda ,sem þangað leita vegna áverka.Þar er allt í hershöndum um helgar og lögregla til staðar.Lögreglumenn,sem starfa við fíkniefnarannsóknir telja ástandið verra en fyrir nokkrum árum,áverkar árása alvarlegri og meiri grimmd.Fyrirvaralausar árásir færast í vöxt,sem bendir eindregið til á aukningu á neyslu sterkra efna.Rán , linnulausir þjófnaðir og hvers konar skemmdarverk eru ekki vísbendingar á mínkandi fíknefnaneyslu.

Magnið sem næst árlega af fíkniefnum hjá tollgæslu og lögreglu,er ekki marktækur mælikvarði á aukningu eða samdrátt í innflutningi fíkniefna.Þar kemur aðalega tvennt til, aukning aðgerða löggæslunnar og hins vegar þegar næst til stórra fíkniefnasendinga ,þá er það ekki heldur neinn mælikvarði á  heildarneyslu fíkniefna í landinu.Þá er ekki  heldur vitað með neinni vissu , hvað mörg % neytenda leita til meðferðarstofnana.

Ég leyfi mér að vara stjórnmálamenn og yfirmenn löggæslu í landinu um að vera með einhverjar bjartsýnisspár eins og ástandið er í dag.Það verða allir ,að leggjast á eitt að berjast gegn þessari vá og auka stórlega fjármuni til forvarnar - og löggæslumála,en mikið hefur áskort ,allt frá því farið var að vinna að þessum málum l970,að svo hafi verið gert.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband