Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslensku bankarnir byggðir á sandi - Allir eftirlitsaðilar brugðust starfsskyldu sinni

Annað hvort átti að byggja upp nægjanlegan gjaldeyrissjóð,sem nægði fyrir útrás bankanna eða taka upp evru.Best hefði þó verið að aðskilja erlenda sarfsemi bankanna frá þeirri íslensku.Ekkert rétt var gert,báru þó fjórir aðilar  vissa ábyrgð á þessum gjörningi þ.e.fyrrv.ríkisstjórnir,bankarnir,Seðlabankinn , fjármálaeftirlitið og skattayfirvöld..Hvernig geta svona yfirsjónir og alvitlausar skilgreiningar gengið fyrir sig árum saman? Svo virðist sem bankarnir hafi baktryggt sig gagnvart  sjórnvöldum með hagsmunatengslum ,blekkingum.þekkingarleysi þeirra og fyrirgreiðslum  og jafnvel mútum.Þetta verður allt að rannsaka vel og fá til þess færustu erlenda sérfræðinga sem völ er á.Ef við ætlum að byggja á traustum grunni verður að rannsaka þessi mál til botns. 

Á að fórna lífeyrissjóðum landsmanna til að draga bankana upp úr forinni.

Mér lýst ekki vel á þessa úrlausn, nema þá helst að  lánin verði verðtryggð með ríkisábyrgð og háum vöxtum.Þetta kemur í ljós um helgina.Í kjölfarið fáum við væntanlega einhverja auknar bankatryggingar frá Norðurlöndunum.

Við verðum að gæta hófs á lánveitingum til bankanna.Þessir þúsunda miljarða skuldsetning þeirra er okkar litla þjóðfélagi ofviða.Helst vildi ég sjá við þessar aðstæður öflugan ríkisbanka,sem Seðlabankinn gæti þjónað með öruggum hætti.Einkabankarnir verða að bera fulla ábyrgð á sínun rekstri,enda eiga þeir engan lagalegan rétt á fjármunum úr ríkissjóði.

Við erum þó reyslunni ríkari af frjálshyggjunni eftir þessar ófarir,þar hefur græðgin ráðið ríkjum og dregið með sér niður í fallinu þúsundir manna.Líklegt er að fólk flykkist umvörpum úr landi ef þessari óáran lýkur ekki senn.   


Er forsætisráðhr.strengjabrúða Seðlabankastjóra ? Glitinsmálið staðfestir það.

Hvenær verður mælirinn fullur hjá ríkisstjórninni og Seðlabankastjóri látinn hætta störfum.

Seðlabankinn og reyndar ríkisstjórnin líka hafa aldrei komið með heildstæða áætlun til að vinna sig út úr fjárhagsvandanum.Seðlabankinn átti fyrir mörgum árum síðan að vera búinn að ná samningum við aðra Seðlabanka m.a. Norðirlandanna um aðgang að nægu lausafé,nákvæmlega eins og samvinna hinna Norðurlandanna hefur verið um langa hríð.Þetta fé hefði svo Seðlabankinn okkar geta notað ef illa áraði til að hjálpa bönkunum okkar.

Það þýðir lítið eins og Davíð gerir og forsætisráðhr.að hlaupa til og ætla að ná stórum lánum þegar heimskreppa er skollin á.Það sama gilti reyndar um alla bankana,þeir sinntu ekki að byggja upp lausafjárstöðu sína þegar vel áraði,þeir óðu áfram án nokkurrar ábyrgðar og fyrirhyggju og lentu síðan í slíku strandi,að mikil óvissa er um að þeim verði aftur ýtt úr vör.

Það þarf að taka skjóta ákvörðun um hveru langt ríkissjóður á að ganga til að hjálpa bönkunum út úr sínum ógöngum.Fari þeir á hausinn þarf ríkissjóður að tryggja að landsmenn missi ekki sparifé sitt,en að öðru leiti eiga landsmenn ekki að taka á sig fjárhagslega ábyrgð  fyrir þessa einkabanka,sem engin ríkisábyrgð hvílir á.

Við erum búin að horfa áratugum saman á þessa frjálshyggju menn,sem hafa í pólutísku skjóli íhalds og framsóknar gleypt bankana og verðmætustu fyrirtæki landsins.Halda svo þessir sömu menn,að þjóðin sé tilbúin að senda björgunarskip til að draga banka og fyrirtæki þeirra að landi.Gróði þessa fyrirtækja er vandlega falinn í skattaparadísum víðsvegar um heiminn.Það eru þessir sömu aðilar,sem segjast ekki eiga neitt lausafé til að reka bankana.Hvað um hundruð miljarða hagnað þessa banka og fyrirtækja á undanförnum árum,sem þeir hældu sér af ársfjórðungslega,hvar er hann núna ? Var stöðugt verið að ranghverfa  staðreyndum og blekkja þjóðina ? Var ekki nóg komið að þessir sömu aðilar fengu t.d.bankana á algjörum spottprís?

Nú eru þessir útrásarmenn nýju Víkingaaldarinnar  vonandi að hverfa af vettvangi og talsmenn frjálshyggjunnar hafa degið sig inn í skelina , þegar sýnilegt var öllum ,að grægðin var orðin að illkynjuðu þjóðarmeini. 

Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp  fjárhagslega heilbrigt þjóðfélag,við þurfum öll að geta dregið lærdóma af reynslunni og haft hemil á grægði peningavaldsins, sem þegar hefur dregið með sér í fallinu tugþúsundir Íslendinga.Það er nógu lengi búið að draga yfir höfuð manna pólutískt svartnætti,við þjóðin verðum að fá nýja liðsmenn til að lýsa okkur veginn.Davíð og Geir eiga strax að yfirgefa skútuna ,síðan má hræra í hinum pólutíska potti og sjá hvort eitthvað af þessu liði sé á vetur setjandi.


Fleytisamningar stéttarféaga til nokkra mánuða - upphaf af undanhaldi í komandi kjarasamningum.

Hugsanlega er þarna komin skýring á,að ríkisstjórn hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun í efnahagsmálum.Það á að ýta vandanum undan sér með fleytisamningum við stéttarfélögin fram eftir næsta ári.

Ríkisstjórnin lofaði ótal  aðgerðum eftir gerða kjarasamninganna á almennum markaði s.l.vetur.en lítð orðið um efndir.Húsaleigbæturnar hafa t.d.ekki gengið eftir og svo átti náttúrlega að hækka strax skattleysismörkin þegar verðbólgan fór á skrið og ríkið átti að setja aukna fjármuni til félagsmála,sem gangast best láglaunafólki.Loforð ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar að afnema stimilgjöld voru starx svikin og skildi það gilda aðeins um kaup á fyrstu íbúð.

Maður hefur megnustu skömm af ríkisstjórnum undanfarinna ára og núverandi siglir í kjölfar hinna.Það þarf engan að undra að samk.skoðanakönnun á s.l.ári settu landsmenn alþingi í neðsta sæti yfir vinsældir  stofnana ríkissins.Við erum að ræða hér um sjálft löggjafarvald þjóðarinnar.Er ekki löngu tímabært að rannsaka hvaða ástæður liggja til grundvallar vanþóknun og virðingarleysi þjóðarinnar  fyrir Alþingi Íslendinga ? Er nokkur von til þess að við fáum hæft fólk til að gegna störfum alþingismanna við slíkan orðstír?

Þegar við hlustum á umræður frá alþingi þá fáum við reyndar að hluta til svar við þessu virðingarleysi.Það er eins og ekki sé hægt að koma nokkru máli í gegnum þingið á rökrænan og skipulegan hátt,endalausar fortíðarumræður, fyrirspurnir og andssvör um málefni, sem virðist gera þingið  nánast óstarfhætt.Þá eru þingmenn alltaf að reyna að baktryggja sína stöðu  hjá valdhöfum  flokkanna oft gegn betri vitund..Lýðræði og frelsi verður seint skapað innan þingsins með þessum hætti.Hinn pólutíski flokksvegvísir þingmanna er afar þröngur og torveldar lýðræðislegar niðurstöður.

Hvað er andlegt fresli ? Það er lausn undan blekkingum persónuleikans, sjálfslýginni.


Hráolíuverðið hefur lækkað um 24% á einum mánuði eða 335 $ tunnan úr 147 $ í lll.

Hvernig hefur þessi lækkun komið fram hjá okkur Íslendingum við olíufélögin ?Eitt er víst að hún skilar sér hægt og seint til neytenda og mér virðist nokkuð vanta uppá að umrædd 24 % lækkun hafi öll skilað sér til neytenda.Það á að vera hægt að fylgjast vel með byrgðastöðu og innkaupamagni á öllu eldsneyti hérlendis.Eiga ekki neytendasamtökin og Félag Ísl.bifreiðaeigenda að fylgjast með þessum málum.Hvernig hefur þessi lækkun komið fram hjá okkur Íslendingum við olíufélögin ?Eitt er víst að hún skilar sér hægt og seint til neytenda og mér virðist nokkuð vanta uppá að umrædd 24 % lækkun hafi öll skilað sér til neytenda.Það á að vera hægt að fylgjast vel með byrgðastöðu og innkaupamagni á öllu eldsneyti hérlendis.Eiga ekki neytendasamtökin og Félag Ísl.bifreiðaeigenda að fylgjast með þessum málum.

Íslenska eymdarvísitalan ( Misery Index ) mælist nú 16,7 %.

Mælikarðrinn á eymd er fundinn út með því að leggja saman verðbólgustigið 13.6 % og atvinnuleysi 3,1 %.Aðeins fyrri Austantjaldslríki og Suðurameríkuríkin toppa eymdarvísitölu okkar.

Við höfum verið að hæla okkur af ríkidæmi þjóðarinnar,reyndar hef ég aldrei skilið þá skilgreingu,þar sem heimilin í landinu eru þau skuldsettustu í  Evrópu og þó víðar væri leitað.Eru kannski eignir og skuldir enginn mælikvarði lengur á ríkidæmi þjóða.


Neytendasamtökin eiga daglega að auglýsa eldsneytisverðið.

Þetta væri þörf og reyndar sjálfsögð þjónusta við neytendur svo þeir geti ávallt keypt elsneytið þar sem það er ódýast.Það myndi skapa einhverja samkeppni,þó hún sé oftast varla sýnileg.Láta reyna á þetta og sjá hvað gerist.Þá verða líka neytendur að verðlauna þá sem eru ódýrastir hverju sinni og versla hjá þeim.


Enn eru Feministar að kvarta undan texta Baggalúts.

Feministar telja að textinn sýni að nauðgarar séu hluti af hversdagsleikanum og þetta séu undarleg skilaboð og stangast á við kynfrelsi beggja kynja.

Þessu mótmæla Baggalútsmenn harðlega,enda fordæmi þeir öll kynlífsbrot í hvaða mynd sem er.Þó eitthvað kunni að halla á kvenfólk í þessum texta,sé engan veginn hægt að heimfæra það með þeim hætti sem feministar gera.

Texinn sem um er rætt er svona:

" Kengfullar kerlingar,kaffæra Herjólfsdal,

þrjá daga á ári,slíkt ber að nýta sér,

Því skaltu flýta þér,og reyna að góma grey,

meðan þær geta ekki synt á brott frá Heymaey."

Margur textinn hefur nú rist dýpra í þjóðarsálinni og karlmenn yfirleitt fengið fyllilega sinn skammt.


Feministar viðkvæmir fyrir taxta síðsumarslags Bakkalúts.

Feministar telja að textinn sýni að nauðgarar séu hluti af hversdagsleikanum og þetta séu undarleg skilaboð og stangast á við kynfrelsi beggja kynja.

Þessu mótmæla Baggalútsmenn harðlega,enda fordæmi þeir öll kynlífsbrot í hvaða mynd sem er.Þó eitthvað kunni að halla á kvenfólk í þessum texta,sé engan veginn hægt að heimfæra það með þeim hætti sem feministar gera.

Texinn sem um er rætt er svona:

" Kengfullar kerlingar,kaffæra Herjólfsdal,

þrjá daga á ári,slíkt ber að nýta sér,

Því skaltu flýta þér,og reyna að góma grey,

meðan þær geta ekki synt á brott frá Heymaey."

Margur textinn hefur nú rist dýpra í þjóðarsálinni og karlmenn yfirleitt fengið fyllilega sinn skammt.

 


Bráðskemmtileg 50 ára afmælis auglýsing í Mogganum í dag.

Eiginmaður og eiginkona hans héldu upp á sameiginlegt fimmtugsafmæli,en þau eru fædd 15 og 20 júlí.Þessi ágætu hjón verða  heima í dag,en taka ekki á móti gestum sökum aukaverkana afmælishalda í gær.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband