Sjávarútvegsmál,vextir og verðbólga torsóttast fyrir Íslendinga að uppfylla skilyrði fyrir aðild að ESB.

Í sambandi við aðildarreglur ESB fyrir inngöngu þarf verðbólga að hafa verið stöðug um nokkurt skeið sem nemur 1.5 % miðað við  lægstu meðaltals verðbólgu þeirra þryggja ríkja, þar sem verðbólgan mælist  lægst.Þá er einnig skilyrði fyrir inngöngu aðildarríkis í ESB að meðalvextir séu innan við 2% hærri en hjá þeim ESB ríkjum þar sem vextirnir eru lægstir.Það ætti að vera keppikefli fyrir okkur Ísl.að ná vaxta og verðbólgu viðmiðun ESB,hvað þá matarverðinu. Andstæðingar  fyrir inngöngu í ESB  setja alltaf eitthvað samasem merki milli lágra vaxta og verðbólgu við mikið atvinnuleysi eins og reyndar er í nokkrum ESB ríkjum,sem búa við allt aðrar efnahagslegar aðstæður en við.Slík einhæf rök standast ekki eins og fjöldamörg dæmi sína frá ríkjum með mikinn staðbundinn hagvöxt en jafnframt með mjög litla verðbólgu og lága vexti.

Samstaða með Norðmönnum í inngöngu í ESB ætti að skapa okkur hagstæða samningsstöðu við ESB löndin um heildarstjórn okkar innan fiskveiðilögsögunnar bæði er tekur magns og veiða.Þessi ríki hafa eins og kunnugt er mjög sterka markaðsstöðu innan ESB landanna,sem hafa misst yfir helming veiðiheimilda sinna.Engir samningar hafa verið gerðir milli  ESB ríkja,sem svara til jafn stórra hafsvæða og Íslendingar og Norðmenn hafa yfir að ráða,né jafn ríkra hagsmuna og við Ísl.höfum af fiskveiðum.Menn ættu ekki fyrirfram að loka dyrunum á þessum vettvangi,formlegar viðræður eru til alls fyrstar.

Í mínum huga skiptir mestu máli að sækja með lögmætum hætti um viðræður um inngöngu í ESB,svo við vitum með vissu hvað stendur Íslensku þjóðinni til boða.Þá fyrst er ég þess umkominn að taka málefnalega afstöðu með eða móti inngöngu í bandalagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Það er bara ekkert víst að okkur standi til boða að ganga til viðræðna nema að það liggi fyrir að við ætlum okkur að sækja um aðild. Þannig hafa allavega fulltrúar ESB talað oftar en einu sinni á seinustu árum. 

Egill Óskarsson, 14.1.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband