Drap ég hann,er hann dauður við skulum forða okkur.

Á götum borgarinnar hvar og hvenær sem er getur þú  að nætulægi mætt manni eða mönnum sem þú hefur aldrei séð áður,sem fyrirvaralaust ráðast á þig.Hvað veldur þessu,hvar er orsakanna að leita?Á heimilunum,félagarnir,kvikmyndir,tölvuleikir,breyttar lífshorfur og áherslur o.fl.Ég ætla ekki að reyna  lýsa þeim miklu umbreytingum sem orðið hafa  á uppeldi ungmenna s.l.tvo áratugi né  lífsviðhorfum og kröfum fólks til lífsins almennt.Þarna hefur traust og virðing milli foreldra og barna tekið miklum breytingum í ólgusjó svonefndra bættra lífskjara.

Börn verða að skilja strax á unga aldri á milli raunveruleikans og tölvuleikja.Foreldrar verða að fylgjast með hinni nýju tölvuveröld og kenna börnum að umgangast efnið sem fróðleik og skemmtun.Sama gildir að sjálfsögðu um kvikmyndir.Ástæðan fyrir að ég nefni þetta sérstaklega eru þær hrikalegu líkamsárásir,sem orðið' hafa undanfarin ár,þar sem greinilegar fyrirmyndir ofbeldisverka úr tölvuleikjum og kvikmyndum  koma greinilega fram.

Annað sem fólk veltir einnig fyrir sér er hugarástandi gerenda.Er hér um að ræða geðsjúka fíkniefnaneytendur eða menn með veruleikafyrrta vanmáttarkennd,sem brýst fram með stjórnlausum ofbeldisaðgerðum?Reynsluheimur manna er ekki auðlesinn,enda engir tveir eins og því engin almenn forskrift til um úrlausn eða lækningu.Eitt er þó ljóst,að þessir stórhættulegu menn verða að vistast á lokuðum viðeigandi stofnunum.Við  höfum lengst af búið við friðsemd og öryggi í þessu landi og verið stolt af heilbrigðis-og réttarkerfinu og lögreglan geta með sameiginlegu átaki gert stórátak til úrbóta.Fyrirsögnina hafði ég eftir ungum manni,eftir að hann ásamt félaga sínum voru yfirheyrðir  eftir hrottalega líkamsárás á unglingspilt sem þeir höfðu aldrei áður séð.Þeir reyndust ekki vera undir áhrifum fíkniefna.Hvar lá meinsemd þeirra veit ég ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef rétt er að ofbeldið komi úr kvikmyndum og tölvuleikjum ættu íslenskufræðingar að vera sérlega ofbeldishneigðir vegna rannsókna sinna á íslendingasögunum.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: halkatla

sammála þessum góða pistli

til kristjáns sig; það eru margir sem lesa íslendingasögurnar vegna bardaganna og blóðsúthellinganna, en þeir neyðast þó til að lesa um vináttu, heiður og fjölskyldubönd í sögunum líka. Þannig er það ekki í tölvuleikjum og mjög sjaldan í kvikmyndum. Í bókum eru yfirleitt mun betri skil milli rétts og rangs og góðra manna og vondra, heldur en í tölvuleikjum. Margir tölvuleikir nútímans ganga bara útá það að verða góður í að drepa. Heilinn er viðkvæmt líffæri og verður fyrir allt öðrum áhrifum af því að spila þannig leiki, heldur en ef hann les stórbrotin bókmenntaverk.

Mín skoðun er að flestir efli siðferðiskennd sína með lestri á Íslendingasögunum, en það er samt ekki algilt, bilað og ofbeldisfullt fólk hefur alltaf verið til, en þegar unglingar eru orðnir svona stór hluti þeirra, þá verður að finna einhverjar skýringar því það er ný tilkomið. 

halkatla, 9.1.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Agný

Getur það verið að þessum einstaklingum finnist að "betri sé slæm athygli en engin"... Ég hef spurt strák sem ég veit að hefur verið að hnupla í búðum afhverju hann gerði það.... Svarið var ég veit það ekki en svo kom ja..ég fæ svona "kikk" út úr því.. Held því miður að þetta eigi ekki bara við búðarhnupl..  Þetta er einhverskonar spennufíkn og liðið fær svona adrenalín "rús" á eftir.  Í sambandi við þessa tölvuleiki þá er kanski alls ekki víst að einstaklingarnir geri hreinlega mun á netheimum og raunheimum þegar úr leiknum er komið kanski eftir einhverja x tíma í því að vera í drápsleikjum..ja sem að þú átt kanski x mörg "líf" í. Getur verið að einstaklingarnir yfirfæri það út í raunveruleikann? Að viðkomandi sem þeir eru búnir að drepa í raun og veru sé ekkert dauður..hann eigi sko x mörg líf eftir?

Agný, 10.1.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband