Eiga rannsóknir á kúskelinni eftir að upplýsa okkur m.a.um loftlagsbreytingar fyrir þúsundum ára ?

Kúskelin,sem fannst í  fyrra í rannsóknarleiðangri Bjarna Sæmundssonar hér við land er elsta lifandi dýr jarðar sem vitað er 405 ára.Það sem gerir kúskelina merkilega til rannsóknar á ástandi jarðarinnar er að hún bætir við sig einum vaxtarlags hring úr kalki á hverju ári.Úr þessum vaxtarhringum gera vísindamenn sér góðar vonir um,að hægt verði að fá vitnesku um ástand jarðarinnar.Þetta geta orðið jafnvel miklu þýðingameiri rannsóknir fyrir veraldarsöguna en borunin á Grænlandsjökli fyrir nokkrum árum.

Rannsóknaraðilar gera sér góðar vonir um að finna þúsundir ára gamlar kúskeljar,sem gerir okkur kleyft að fá vitnesku m.a.um hitastig og strauma hafsins fyrir hundruðum og jafnvel þúsundum ára.Út frá þeim niðurstöðum fá menn vitneskju um hitastig loftsins og ástand jarðar á hverjum tíma.Hversu miklar breytingar eru af náttúrlegum ástæðum eða af mannanna völdum.

Frá þessum rannsóknum er skýrt frá á miðsíðu Morgunblaðsins í dag.Mjög áhugaverð grein,sem allir ættu að lesa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband